Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 2
2 7. júní 2004 MÁNUDAGUR Íslenskættuð kona í Texas: Banaði eiginmanni sínum eftir hávaðasamt rifrildi MANNDRÁP Kona af íslenskum ættum, Connie Newman, hefur verið ákærð fyrir að bana eiginmanni sínum í Texas í Bandaríkjunum 6. apríl síð- astliðinn. Talið er að konan, sem er 39 ára gömul, hafi skotið eiginmann- inn, Cory Newman, í höfuðið eftir hávaðasamt rifrildi á heimili þeirra. Þegar lögreglan kom á vettvang var konan handtekin og færð í varðhald í fangelsi Navarro-sýslu. Talið er að maðurinn hafi látist samstundist. Lögreglan segist nokkuð viss um hvernig atburðarásinni var háttað og rannsakar málið sem manndráp. Hún staðfestir að konan hafi notað 380 kalíbera sjálfvirka handbyssu við verknaðinn. Samkvæmt blaðinu Corsicana Daily Sun hringdi konan sjálf í neyðarlínuna eftir atvikið og játaði að hafa skotið manninn til bana. Lögreglan í Corsicana rannsakar málið sem manndráp en refsirammi í slíkum málum er samkvæmt dóms- málaráðuneyti Texas-ríkis eigi minna en 5 ár og eigi meira en 99 ár, eða lífstíðardómur í fangelsi. Þá flokkast verknaðurinn ekki til glæpa sem refsað er fyrir með dauðadómi. Connie Newman er af íslensku bergi brotin og hafa ættingjar henn- ar og vinir á Íslandi óttast að hún hlyti dauðadóm fyrir verknaðinn. Hún hefur þó búið í Bandaríkjunum alla sína ævi. Heimildir blaðsins herma að hjónabandið hafi verið stormasamt um langa hríð og að hún hafi sjálf hlotið talsverða áverka í átökunum á heimilinu áður en hún banaði manninum. ■ Óljós málamiðlun Ríkisstjórn Sharons samþykkir óljósa málamiðlun um brottflutning frá Gaza-strönd. Óvissa ríkir áfram um framtíð landtökubyggðanna. Engin lausn fengin á deilum innan stjórnar Sharons. JERÚSALEM, AP Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í gær hugmyndir Ariels Sharon um brottflutning allra Ísra- elsmanna frá Gaza-strönd í megin- atriðum, en frestaði þó atkvæða- greiðslu um að leggja niður rúm- lega 20 byggðir landtökumanna á svæðinu. Orðalag tillögunnar var nægi- lega óljóst til þess að bæði Sharon og andstæðingar hans innan stjórn- arinnar geti lýst yfir sigri. Stjórn- arkreppu er forðað, að minnsta kosti í bráð, en engin raunveruleg lausn fékkst á deilum innan stjórn- arinnar. „Ríkisstjórnin ákvað í dag að í árslok 2005 muni Ísraelsmenn hverfa frá Gaza og fjórum byggð- um á Vesturbakkanum,“ sagði Shar- on að fundinum loknum. Hugmynd hans er sú að leggja niður í áföngum allar landtöku- byggðir á Gaza-svæðinu og fjórar á Vesturbakkanum, og þessu ferli á að ljúka fyrir lok næsta árs. Meiri- hluti Ísraelsmanna styður þessar hugmyndir. Samþykkt stjórnarinnar í gær var málamiðlun, sem heimilar stjórninni að hefja þegar í stað und- irbúning að því að leggja niður byggðir landtökumanna, en felur þó ekki í sér neina heimild til þess að leggja þær niður. Um það þarf stjórnin að greiða atkvæði í mars á næsta ári, þegar undirbúningurinn er hafinn. Andstæðingar þessara áforma vonast til þess að geta notað þennan tíma til þess að koma í veg fyrir að nokkuð verði úr þeim, en Sharon og fylgismenn hans vonast á hinn bóg- inn til þess að geta notað tímann til þess að sannfæra andstæðinga sína. Afdrif landtökubyggðanna eru því eftir sem áður í óvissu. Palestínskir ráðamenn sögðust hafa efasemdir um þessi áform. „Ef það tók svona langan tíma fyrir ísraelsku ríkisstjórnina að samþykkja þessa brotakenndu áætl- un, þá velti ég því fyrir mér hve langan tíma þarf til að hrinda henni í framkvæmd,“ sagði Saeb Erekat, ráðherra og aðalsamningamaður Ísraelsmanna. ■ SEX Á SLYSADEILD Sex manns voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á mótum Stórhöfða og Viðarhöfða laust eftir klukkan fjögur í gær. Ekki lágu fyrir nánari upplýsingar um tildrög slyssins hjá lögreglu, en fólkið var sagt lítið meitt. Vakthafandi læknir á slysadeild sagði að fjóra hefði verið hægt að senda heim fljótlega, en einn hefði verið lagður inn á sjúkrahúsið til nánari skoðunar. TEKINN FULLUR Lögreglan í Kópavogi greip einn ökumann grunaðan um ölvunarakstur klukk- an 7 að morgni sunnudags. Ekki var um það að ræða að ökumaður- inn hafi ekki gætt að því að láta renna nógu vel af sér áður en hann settist undir stýri. „Hann var bara fullur,“ sagði lögreglan í Kópavogi. TF-LIF Þyrla Landhelgisgæslunnar var send upp á Snæfellsjökul til að ná í mann er slasaðist við snjóbrettaiðkun. Slys á Snæfellsjökli: Slasaðist á snjóbretti SNJÓBRETTASLYS Þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-LÍF, sótti um há- degisbilið í gær mann sem hafði slasast á snjóbretti á Snæ- fellsjökli. Læknir á Ólafsvík gerði Land- helgisgæslunni viðvart um slysið um hálfeittleytið í gær. Óskaði hann eftir þyrlu í viðbragðsstöðu en var sjálfur á leið á slysstað. Að sögn Landhelgisgæslunnar er talið að maðurinn hafi hlotið bak- meiðsli og því var ekki talið ráð- legt að flytja hann landleiðina á sjúkrahús. Þyrlan kom til Reykjavíkur á þriðja tímanum. Hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Mað- urinn er ekki í lífshættu. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Nei, nei. Þetta verður ný vídd í grillþáttum.“ Vilhelm Jónsson er söngvari hljómsveitarinnar 200.000 naglbítar og ætlar ásamt bróður sínum Kára að vera með grillþátt í sumar á Skjá einum. Sýningar hefjast þann 24. júní næstkomandi. SPURNING DAGSINS Villi, er ekki komið nóg af grillþáttum? FLUTTUR Á SLYSADEILD Ökumað- ur slasaðist í bílveltu á Skeiða- vegi til móts við Brautarholt skömmu fyrir klukkan eitt að- faranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspít- ala - háskólasjúkrahúss í Foss- vogi þar sem hann liggur á gjör- gæsludeild til rannsókna. Lög- reglan á Selfossi sagði manninn grunaðan um ölvun við akstur. ÖLVAÐUR Í MORGUNSÁRIÐ Lög- reglan í Borgarnesi sagði umferð hafa gengið mjög vel í kjördæmi sínu framan af sunnudegi, hraði þokkalegur og ökumenn í góðu standi. Tveir voru þó gripnir fyr- ir of hraðann akstur á sunnudag og einn tekinn grunaður um ölvun við akstur í morgunsárið. NOKKRIR TEKNIR Nokkrir voru teknir fyrir of hraðan akstur og nokkrir grunaðir um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar í Stykkishólmi um helgina. Að sögn lögreglu var mest verið við umferðareftirlit og þótti umferð hafa gengið nokkuð vel. Skemmt- anahöld vegna sjómannadags fóru vel fram og kom ekki til af- skipta lögreglu vegna þeirra. Hrefnuveiðar í vísindaskyni: Hrefnurnar magurri nú en áður HREFNUVEIÐAR Hrefnurnar sem veiddar voru hér við land á síð- asta ári voru mun magurri en á árum áður, þegar hvalveiðar voru stundaðar í atvinnuskyni, að sögn Kristins Péturssonar, fram- kvæmdastjóra Gunnólfs á Bakka- firði. Hrefnuveiðar í vísindaskyni voru leyfðar hér við land í fyrra- sumar en þá höfðu þær verið bannaðar síðan árið 1990. Í fyrra voru 36 hrefnur veiddar og heim- ilað hefur verið að veiða 25 í ár. „Vistkerfið í sjónum á tak- markaða fæðu og það er ekki endalaust hægt að safna hvala- fjölda, fuglafjölda og fiska- fjölda,“ segir Kristinn. Að sögn Kristins höfðu hrefn- urnar sem veiddust í fyrra mjög lítið magainnihald auk þess að vera horaðar. „Magainnihaldið í þeim flestum komst fyrir ofan í einni majónesdós,“ segir Kristinn og bætir við að spiklagið á hrefn- unum sem veiddust í fyrra hafi einungis verið milli 35 og 40 milli- metrar. Áður hafi hins vegar 50 til 70 mm spiklag verið algengt. „Þessar hrefnur eru miklu hor- aðri en þær sem voru að veiðast á árum áður,“ segir Kristinn. Gísli A. Víkingsson, hvalasér- fræðingur á Hafrannsóknastofn- uninni, segir engar mælingar liggja fyrir um holdafar hrefnu sem veiddist á árum áður og því ekki hægt að sannreyna hvort hrefnan sé magurri nú. Hins vegar sé talið að hrefnustofninn hér við land hafi vaxið upp í há- marksstærð og því takmarki fæðuframboð vöxt dýra og stofnstærð. ■ Vopnafjörður: Keyrt á kind og lamb UMFERÐARÓHAPP Keyrt var á kind og lamb hennar fyrir nokkrum dögum í Vopnafirði. Kindin og lambið drápust og voru þær dregnar út fyrir veg. Ökumaður- inn keyrði á brott og tilkynnti ekki um óhappið. Lögreglan á Vopna- firði óskar eftir því að sá ábyrgi gefi sig fram hið fyrsta. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Íranar: Spá Könum vonbrigðum TEHERAN, AP Íranar spá því að niður- staða Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar um kjarnorkuáætlun ríkisins eigi eftir að valda Banda- ríkjamönnum vonbrigðum. Íranar búast ekki við að Banda- ríkjamenn muni hafa áhrif á niður- stöðu kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna um hvort kjarnorkuáætlun Írana brjóti í bága við alþjóðasamþykktir. Mál- efni Írans verða til umræðu á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar í þessum mánuði. Bandaríkin hafa varað við því að Íranar reyni að koma sér upp kjarnorkuvopn- um. ■ HREFNA VEIDD Rætt er um að hrefnurnar sem veiddust hér við land í fyrra séu magurri en tíðkaðist á árum áður, þegar hvalveiðar voru stundaðar í atvinnuskyni. BÍÐUR EFTIR FARI Þessi ísraelska kona beið eftir fari við landtökubyggðina Kfar Darom á Gaza-strönd. Skriðdreki gætir inngangsins að landtökubyggðinni. AP /T SA FR IR A B AY O V

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.