Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 6
6 7. júní 2004 MÁNUDAGUR Sprengjuárásir halda áfram í Írak: Tvær lögreglustöðvar sprengdar BAGDAD, AP Sprengja sprakk í gær í bifreið skammt frá hliði banda- rískrar herstöðvar norðan við Bagdad. Sex manns týndu þar lífi og tuttugu særðust, þar á meðal tveir bandarískir hermenn. Þá hófu byssumenn skothríð á lögreglustöð í Sadr-hverfinu í Bagdad, en í því hverfi búa mest sít- ar. Árásarmennirnir skipuðu bæði bandarískum hermönnum og írösk- um lögreglumönnum að hafa sig á burt og sprengdu síðan bygginguna. Seint á laugardagskvöldið var önnur lögreglustöð, suður af Bagdad, sprengd í loft upp og féllu þar sjö lögreglumenn. Þrátt fyrir þessar árásir hefur spenna minnkað heldur í hinum helgu borgum síta, Najaf og Kufa, eftir að samkomulag náðist um að íraska lögreglan fengi það verkefni að takast á við uppreisnarlið hins róttæka klerks Muqtada al-Sadr, sem bandarískir hermenn hafa ver- ið að berjast við með litlum árangri undanfarið. ■ SJÓMANNADAGURINN Sjómannadag- urinn var haldinn hátíðlegur um land allt í gær. Á sjómannadaginn safnast fólk saman alls staðar á landinu og vottar hinu mikilvæga starfi sjómannsins virðingu sína og samfagnar með vinum og kunningjum. Á Miðbakka í Reykjavík gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi og voru meðal annars leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, sýning á fiskum sem lifa í sjónum kringum Ísland, ráarslagur, kappróður og margt fleira. Þrátt fyrir góða veðrið skyggðu kjaramál sjómanna því miður á há- tíðarhöldin. Nú eru kjarasamning- ar sjómanna lausir og er það mikið áhyggjumál, eins og Jónas Garð- arsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur lýsti yfir í ræðu sinni. „Ísland er eyland og því er nauð- synlegt fyrir okkur að hafa góða sjómenn á kaupskipum,“ sagði Jónas í ræðu sinni og lýsti yfir áhyggjum sínum af fjölgun sjó- manna af erlendu bergi brotnu á íslenskum farskipum. „Því miður held ég að ekkert gerist í samn- ingaviðræðum fyrr en ný ríkis- stjórn stígur á stokk,“ sagði Jónas og bætti við að stjórnvöld þyrftu að grípa inn í launamál sjómanna og jafnvel fara að fordæmi frænda okkar á Norðurlöndunum. „Nú er hægt að fá fimm erlenda háseta á sömu launum og einn íslenskur há- seti þyrfti að fá. Auðvitað eru þetta freistingar sem útgerðin grípur og það er mjög miður,“ sagði Jónas. Hefð er fyrir því að heiðra sjó- menn á sjómannadaginn fyrir gott og öflugt starf. Fimm sjómenn voru heiðraðir og var Reynir Björnsson, 65 ára Kópavogsbúi, einn af þeim. Reynir byrjaði á tog- aranum Þorsteini Ingólfssyni árið 1954, aðeins fimmtán ára. Reynir var háseti í nokkur ár þangað til hann slasaðist og fór í Loftskeyta- skólann árið 1957. Nú er Reynir á eftirlaunum en er þó í kafi í félagsmálum. „Ég er mjög sáttur við daginn í dag þó að kjaramál sjómanna liggi öll í lausu lofti. Ég er sammála Jónasi Garðarssyni í flestu og finnst hræðilegt að ekk- ert fraktskip sé skráð á Íslandi og sigli undir íslenskum fána,“ sagði Reynir en var þó bjartsýnn fyrir hönd sjómanna. „Sjómenn þurfa bara að hrista þetta af sér og standa fyrir sínu. Það er gott veður í dag og áhugi á sjómanna- deginum hefur farið vaxandi þannig að ég get ekki kvartað,“ sagði Reynir að lokum. lilja@frettabladid.is ÖLVUNARAKSTUR Á AKUREYRI Einn maður var tekinn fyrir ölvunarakstur á Akureyri í gærmorgun. Lögreglan á Akur- eyri tók blóðsýni úr manninum og er það nú í rannsókn. Nokkr- ir voru teknir fyrir of hraðan akstur en þeir voru fáir miðað við veður og árstíma, að mati lögreglunnar. ÖLVAÐUR MAÐUR Í FANGA- GEYMSLU Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Dalvík aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var ofurölvi og urðu smávægileg átök á milli lög- reglunnar og mannsins. Mað- urinn fékk því að gista í fanga- geymslu en var sleppt í gær- morgun. ■ EVRÓPA VEISTU SVARIÐ? 1Hversu gamall var Ronald Reaganþegar hann lést? 2Þremur skipverjum var bjargað afnetabát sem sökk á föstudagskvöld. Hvað hét báturinn? 3DVD-diskar með hvaða ítölskuteiknimyndafígúru hafa selst grimmt að undanförnu? Svörin eru á bls. 30 HÁSKÓLAÚTGÁFAN www.haskolautgafan.is Íslenskur útsaumur Yfirlit um hefðbundin íslensk útsaums- verk, kynningu á gömlum íslenskum saumgerðum og úrvali íslenskra reita- munstra. Yfirgripmesta verk sem samið hefur verið um útsaum á Íslandi fram eftir öldum, og hefur að geyma fjölda litmynda. Bókin fæst einnig á ensku. Höfundur: Elsa E. Guðjónsson. Jólasveinarnir þrettán Vísur á íslensku, dönsku og ensku um íslensku jóla- sveinana, Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn. Tilvalin gjöf til erlendra vina. Höfundur: Elsa E. Guðjónsson. BLAIR VIÐURKENNIR VANDA „Ég samþykki að Írak sé vanda- mál fyrir okkur,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. „Ég veit að sumir eru ákaflega mikið á móti þeirri ákvörðun.“ Búist er við því að Verkamannaflokki Blairs gangi illa í þrennum kosn- ingum sem haldnar verða í Bret- landi 10. júní næstkomandi. FLÓÐ Í MAKEDÓNÍU Eftir fjögurra daga hellirigningu í Makedóníu hafa ár flætt yfir bakka sína og truflað umferð í suðaustur- og vesturhluta lands- ins. Flytja þurfti um hundrað manns burt frá heimilum þeirra og tugir húsa voru undir vatni. Hjálparstarfsmenn: Lausir úr gíslingu SÚDAN Súdanskir uppreisnarmenn hafa sleppt sextán hjálparstarfs- mönnum úr haldi. Hjálparstarfs- mennina hnepptu þeir í gíslingu í fyrradag en slepptu þeim aftur í gær. Uppreisnarmennirnir, liðsmenn Frelsishers Súdans, sögðust hafa tekið hjálparstarfsmennina hönd- um eftir að þeir villtust inn á svæði sem er í höndum uppreisnar- manna. Það hafi verið gert í þeirra eigin þágu til að koma í veg fyrir að þeir yrðu fyrir skaða. ■ BYSSUMENN Á AUÐUM GÖTUM Myndin er tekin í hverfinu Sadr í Bagdad, þar sem lögreglustöð var sprengd upp í gær. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Sólin setti mark sitt á sjómannadaginn Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær um land allt. Í Reykjavík var margt um að vera og safnaðist fólk saman á Miðbakka til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Jafnt ungir sem aldnir skemmtu sér hið besta í blíðunni og nutu dagsins í faðmi fjölskyldu og vina. EITTHVAÐ FYRIR ALLA Margt var hægt að sjá á Miðbakka og meðal annars hægt að fræðast um hina ýmsu fiska sem lifa í sjónum í kringum Ísland. KODDASLAGUR Björgunarsveitirnar á Miðbakka kepptu í ráarslag og voru þeir ófáir sem lentu í sjónum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I REYNIR BJÖRNSSON Einn af þeim fimm sjó- mönnum sem heiðraðir voru fyrir vel unnin störf. JÓNAS GARÐARSSON Formaðnni Sjómannafélags Ís- lands var mikið niðri fyrir vegna kjarasamninga sjómanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.