Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 12
12 7. júní 2004 MÁNUDAGUR Steingrímur Hermannsson hitti Ronald Reagan 1986: Geðugur og ljúfur maður MINNING „Ég hafði nokkur kynni af Ronald Reagan í sambandi við leið- togafund þeirra Gorbatsjovs í Höfða árið1986. Mér fannst Reagan vera ákaflega geðugur maður og ljúfur. Hann var lágmæltur og það var enginn ofsi í fari hans. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi kunn- að vel við hann,“ segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsæt- isráðherra, um Ronald Reagan. „Sem stjórnmálamaður skildi Reagan eftir djúp spor í bandarísku efnahags- og þjóðlífi. Hann inn- leiddi nýkapítalismann og veitti stórfyrirtækjum aukið svigrúm og frelsi, hvort sem það var nú til góðs eða ills. Hann jók á kalda stríðið með geimvarnaáætlun sinni en um leið rétti hann fram sáttahönd til Sovétríkjanna og átti stóran þátt í að kalda stríðinu lauk. Það var sagt að á leiðtogafundinum hér heima hefði hann komist nálægt að því að samþykkja mjög róttækar tillögur Gorbatsjovs en ráðgjafar hans hefðu lagst gegn því. Það lá í loftinu að Reagan væri fúsari til sátta og samninga en margir í kringum hann.“ Þegar Steingrímur er spurður hvaða dóm hann haldi að Reagan fái í sögubókunum segir hann: „Ég held að hjá Bandaríkjamönnum fari það eftir því hvar þeir standa í pólitík. Repúblikanar líta á hann sem einn af stærstu og mestu forsetum Bandaríkjanna, en ég held að hann sé ekki jafn mikils metinn hjá Demókrötum.“ ■ Hann var demókratinn semleiddi repúblikana til valda í Bandaríkjunum. Maðurinn sem lagði upp í mestu hernaðaruppbygg- ingu sem ráðist hafði verið í á frið- artímum og skrifaði undir tíma- mótasamning um afvopnun við Sovétríkin, sem hann kallaði eitt sinn „illa heimsveldið“. Ronald Reagan var í upphafi demókrati en hélt þó ræður til stuðnings frambjóðendum repúblikana í öllum forsetakosning- um frá 1952 til 1964. Það var ræða hans til stuðnings Barry Goldwater 1964, tveimur árum eftir að Reagan skipti úr Demókrataflokknum yfir í Repúblikanaflokkinn, sem markaði að vissu leyti upphafið að stjórn- málaferli hans. „Við verjum frelsið hér eða það er horfið,“ sagði Reagan í ræðu þar sem hann lagði út af meginþema stjórnmálaferils síns alla tíð eftir þetta, lægri skatta og minni ríkisafskipti. Bara leikari? Eftir ræðuna var Reagan feng- inn til að bjóða sig fram gegn ríkis- stjóranum Pat Brown í Kaliforníu. Brown þótti ekki mikil ógn af Reag- an og átti ekki von á að tapa fyrir einhverjum sem væri „bara leik- ari“. Brown varð þar með fyrsti maðurinn til að vanmeta Reagan í pólitík en fráleitt sá síðasti. Tveimur árum eftir að Reagan varð ríkisstjóri gaf hann kost á sér í forkosningum repúblikana, en var seint á ferð og gat ekki stöðvað för Richard Nixon að forsetastólnum. Átta árum síðar, árið 1976, bauð hann sig fram gegn sitjandi forseta, Gerald Ford, en tapaði í forkosning- unum. Ford tapaði hins vegar for- setakosningunum sjálfum fyrir demókratanum Jimmy Carter og það kom í hlut Reagans að endur- heimta forsetaembættið árið 1980. Það fór ekki á milli mála í inn- setningarræðu Reagans hver yrðu aðalbaráttumál hans. „Stjórnvöld eru ekki lausnin á vandanum. Þau eru vandinn,“ sagði hann og boðaði skattalækkanir og minna reglu- gerðafargan. Hitt aðalmálið var baráttan við Sovétríkin. Áður en tvö ár voru liðin hafði Reagan hafið mestu hernaðaruppbyggingu á frið- artímum í sögunni og lýst yfir að hann ætlaði að koma upp eldflauga- varnakerfi til að verja Bandaríkin fyrir kjarnorkuárás. Margir vilja meina að þessi mikla hernaðaruppbygging hafi orðið til þess að Sovétríkin hrundu, þau hafi einfaldlega ekki haft fjár- hagslegt svigrúm til að halda í við Bandaríkin. Hvað sem öðru líður hófu Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov, nýr leiðtogi Sovétríkjanna, viðræð- ur um afvopnun árið 1985 og undir- rituðu samning um takmörkun kjarnorkuvopna þremur árum síðar. Slapp ekki við hneyksli Önnur mál reyndust honum erf- iðari. Upp komst að ríkisstjórn hans hafði brotið lög með því að selja Írönum vopn í skiptum fyrir lausn bandarískra gísla. Málaferli hófust í kjölfarið en forsetinn sjálfur var ekki ákærður. Árangur Reagans í efnahagsmál- um hefur verið umdeildur. Frjáls- hyggjumenn hafa fagnað því að hann lækkaði skatta og dró úr reglugerðum. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að miðað við hver- su mikla áherslu hann lagði á að draga úr ríkisafskiptum hafi það mistekist. Ríkisútgjöld hafi aðeins lækkað um eitt prósent af lands- framleiðslu frá upphafi stjórnarfer- ils Reagans til loka hans. Ríkis- starfsmönnum, öðrum en hermönn- um, fjölgað úr 2,8 milljónum í þrjár milljónir og fjárlagahallinn tvöfald- aðist. Eftir stendur þó að hann samein- aði repúblikana og færði þá lengra til hægri en áður. Frjálslyndir menn, sem áður áttu í fullu tré við frjálshyggjumenn og íhaldsmenn, hafa eftir stjórnartíð hans átt í fá hús að venda innan Repúblikana- flokksins. ■ ■ REAGAN MINNST   kr. 1999.- BUXUR SAKNAÐ AF FRJÁLSU FÓLKI „Hans verður saknað, ekki að- eins af þeim sem þekktu hann og ekki aðeins af þjóðinni sem hann þjónaði stoltur og dáði mjög, heldur af öllum þeim milljónum manna sem búa við frelsi í dag vegna stefnunnar sem hann fylgdi,“ sagði Margar- et Thatcher, fyrrum forsætis- ráðherra Bretlands. SVARAÐI EKKI TIL SAKA „Ég lýsi mikilli eftirsjá minni yfir því að Reagan skuli hafa andast án þess að vera dreginn fyrir dóm- stóla vegna þess ljóta glæps sem hann framdi gegn líbískum börnum,“ sagði Moammar Gaddafi Líbíuleiðtogi og vísaði til loftárásanna á Trípólí 1986, sem voru svar Bandaríkjanna við stuðningi Líbíustjórnar við hryðjuverk. BATT ENDA Á KOMMÚNISMA „Þegar hann sá óréttlæti vildi hann vinna bug á því. Hann sá kommúnisma og batt enda á hann,“ sagði Lech Walesa, fyrr- um leiðtogi Samstöðu og síðar forseti Póllands. REAGAN OG GORBATSJOV Á ÍSLANDI Leiðtogafundurinn í Höfða var í fyrstu talinn hafa skilað litlu en vægi hans hefur síðar verið talið meira. ENDURKJÖRINU FAGNAÐ Ronald Reagan vann glæstan sigur þegar hann náði endurkjöri með nær 60 prósent- um atkvæða 1984. Hann hafði betur en mótframbjóðandi hans, Walter Mondale, í 49 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR UPPRIFJUN FERILL RONALDS REAGAN, FYRRUM FORSETA BANDA- RÍKJANNA Leikarinn sem menn vanmátu Með Ronald Reagan er horfinn á braut einhver áhrifamesti stjórnmála- maður 20. aldar, maður sem átti hvað mestan þátt í að ljúka kalda stríðinu. Nancy Reagan: Sálufélagi forsetans „Ég vildi bara að það væri einhver leið til að hlífa Nancy við þessari þolraun,“ sagði Ronald Reagan í bréfi þegar hann tilkynnti að hann hefði greinst með Alzheimer-sjúkdóminn. Nancy, kona Reagans, var við hlið hans í rúma hálfa öld, félagi hans, aðstoðar- maður og nánasti ráðgjafi. Í forsetatíð Reagans héldu margir því fram að Nancy hefði á stundum meira um ákvarðanirnar að segja en forsetinn sjálfur. „Í átta ár svaf ég hjá forsetanum og ef það veitir mann ekki sérstakan aðgang veit ég ekki hvað gerir það. Svo já, ég gaf Ronnie mín bestu ráð hvenær sem hann leit- aði eftir því og stundum þegar hann gerði það ekki,“ sagði Nancy í sjálfsævisögu sinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.