Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 7. júní 2004 ■ REAGAN MINNST Bækurnar Hlutabréf og eignastýring og Verðmætasta eignin eru vandaðar útskriftargjafir. Í þeim er fjallað á aðgengilegan hátt um fjármál og leiðir til að spara, byggja upp eignir og tryggja fjárhagslegt öryggi. Bækurnar eru tilvaldar fyrir hugsandi fólk og fást í útibúum Íslandsbanka og í Þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. Einnig eru þær til sölu í helstu bókabúðum. Verðmæt útskriftargjöf F í t o n / S Í A Gorbatsjov minnist fyrrum viðsemjanda síns hlýlega: Mikilhæfur forseti látinn MOSKVA, AP „Ég tel Ronald Reagan hafa verið mikilhæfan forseta, sem Sovétríkin gátu hafið erfiðar en mikilvægar viðræður við,“ sagði Mikhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, eftir að hann frétti af andláti fyrrum við- semjanda síns. „Þrátt fyrir öll þau mál sem ríki okkar deildu um á sínum tíma sýndi hann framsýni og staðfestu til að koma til móts við tillögur okkar og breyta samskiptum okkar til betri vegar,“ sagði Gorbatsjov og taldi upp helstu afrek Reagans að sínu mati: „Að stöðva kjarnorku- kapphlaupið, hefja eyðingu kjarn- orkuvopna og koma á eðlilegum samskiptum milli ríkja okkar.“ „Ég veit ekki hvernig aðrir þjóðarleiðtogar hefðu brugðist við á þessum tíma vegna þess að ástandið var of erfitt. Reagan, sem margir töldu mjög langt úti á hægri væng stjórnmálanna, þorði að taka þessi skref, og þetta var mikilvægasta verk hans,“ sagði Gorbatsjov um af- vopnunarsamninga Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna og rifjaði upp að á þessum tíma hefði öll- um þótt sem þeir lifðu undir ógn kjarnorkustyrjaldar. ■ Halldór Ásgrímsson um Ronald Reagan: Vanmetinn forseti MINNING „Lát Ronald Reagans kemur ekki á óvart því hann var búinn að vera lengi veikur,“ seg- ir Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra. „Reagan var merki- legur maður. Það voru ýmsir sem héldu því fram að hann væri ekki mjög snjall maður en ég tel að hann hafi verið það. Hann safnaði um sig hæfileika- fólki og átti auðvelt með að fá það til að vinna með sér. Hans verður ekki síst minnst vegna loka kalda stríðsins og fundur- inn hér í Reykjavík var mjög merkilegur, eins og sagan hefur sýnt.“ Eftir að tilkynnt hafði verið um lát Reagans höfðu frétta- menn og viðmælendur CNN- sjónvarpsstöðvarinnar margoft á orði að Reagan hefði verið vanmetinn forseti. Halldór Ás- grímsson segist vera sammála því mati. „Ég hef talað við ýmsa samstarfsmenn hans og þeir eru allir þeirrar skoðunar að hann hafi verið vanmetinn.“ ■ SAMAN Á RAUÐA TORGINU Reagan og Gorbatsjov léku einna stærstu hlutverkin undir lok kalda stríðsins. GÆFA FYRIR HEIMINN „Það var mikil gæfa fyrir heiminn, sér- staklega Evrópu, að hann var til staðar,“ sagði Helmut Kohl, fyrr- um kanslari Þýskalands, og minntist sérstaklega þeirrar stundar þegar Reagan hvatti Gorbatsjov til að rífa Berlínar- múrinn. ENGINN KÚREKI „Þegar hann náði fyrst kjöri hafði ég áhyggj- ur af því að við hefðum kosið kúreka. Ég komst fljótt að því að ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Lawrence Eagleburger, fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.