Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 14
Hver er hæfur? Björn Bjarnason gerir á heimasíðu sinni mál úr hugsanlegu vanhæfi forseta Íslands vegna synjunar forseta á fjölmiðlalögun- um. Björn segir: „Hvað sem þessum skoð- unum líður eða því viðhorfi, að Ólafur Ragnar sé vanhæfur til að taka þessa ákvörðun vegna pe r sónu- legra tengsla hans við stjórnendur Norður- ljósa og starfa dóttur hans hjá Baugi, er ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðarat- kvæðagreiðslu.“ Björn er ekki einn um að hafa áhuga á hæfi eða vanhæfi ráða- manna til að taka veigamiklar ákvarðanir sem snerta þá beint, eða þeirra allra nánustu. Til dæmis er Björn hluthafi í fjölmiðli en hefur ekki séð ástæðu til að víkja þegar ákvarðanir eru teknar um fjölmiðla eða geta tengsla sinna þegar hann tjáir sig um fjölmiðla. Kannski er pistilinn upphaf breytinga þar á. Hallelúja hjá Framsókn Framsóknarmenn eru í skýjunum með mið- stjórnarfundinn þar sem þeir engin póli- tísk átök virðast hafa orðið og varla komið fyrirspurn úr sal. Allir, nema kannski Kristinn H. Gunnarsson, eru sagðir hafa nánast verið með tárin í aug- unum vegna gleði með forystuna. Svo virðist sem tilgangurinn með tvö hundruð manna fundi hafi verið sá að engin gagnrýni eða efasemdir kæmu fram. Og svo varð. Heimildir herma að ekki hafi verið rætt um fjöl- miðlafrumvarp, skattalækk- anir og Írak. Sem sagt full- kominn sigur Hall- dórs og þeirra félaga hans sem stýra flokknum. Eftir hundrað ár mun fólk skoða brosandi myndir frá þeim dögum sem við lifum og reyna að ímynda sér hvers vegna í ósköpunum fólk var með þessar skringilegu hár- greiðslur og í svona undarlegum fötum; það mun vaka fram á morg- un yfir æsilegum sögulegum skáldsögum um þá viðskiptalegu Sturlungaöld sem ríkti í byrjun 21. aldarinnar á Íslandi; það mun klóra sér í hausnum yfir myndlist- inni, dilla sér við músíkina og hlæja að bíómyndunum; það mun kíma yfir því hversu spaugilegt fólk við vorum. Eftir hundrað ár mun fólk horfa til okkar daga og sumt mun hrífa það en annað hneyksla það. Eitt af því sem flóknar greinar verða skrifaðar um verður sú ráðgáta hvers vegna jeppaeign jókst hér stórkostlega fyrir og um aldamót- in 2000 samfara þéttbýlismyndun og borgarmenningu, vegabótum og hlýindum. Með öðrum orðum: hvers vegna fólk miðaði sam- göngutæki sitt í borginni fyrst og fremst við að geta komist yfir óbrúaðar ár. Vissulega er til fólk sem ferðast mikið um óbyggðir landsins en er það virkilega svona margt? Hví eru hér svo margir jeppar? Er allt þetta fólk virkilega alltaf á fjöll- um? Hvers vegna kjósa svo marg- ir að verja stórum hluta tekna sinna í að greiða fyrir og reka svo óþægilegan farkost? Jeppar eru dýrir og eyða meira bensíni en aðrir bílar. Sá fjáraust- ur er að vísu einkamál þess sem kýs að verja þannig fjármunum sínum en ekki hitt: að jeppar eru leiðinlegir í umferðinni og stund- um beinlínis hættulegir. Oft er hið mesta bras að mæta þeim á götu og algengt er meðal ökumanna jeppa að þeir eigi við vanþroskaða rýmistilfinningu að stríða, þeir kunna oft ekki að víkja og átta sig ekki á því hvar á veginum þeir eru. Það virðist skapa sumum öku- mönnum falskt öryggi að sitja í svo háum sessi, þeir sjá ekki nægi- lega vel í kringum sig heldur ana áfram í sínum rammgerða dreka. Það segir sig sjálft að jeppar henta afar illa í borgarumferð þar sem oft og einatt þarf að fara fram með lipurð og lagni í þröngum og litlum götum þar sem stundum skaga bíl- ar út úr stæðum sínum og fólk skýst út úr skuggum óvænt fram á götu. Annað sem plagar ökumenn jeppa umfram annað fólk er að þeir virðast eiga það sammerkt að vera sérlega ósýnt um að leggja bílum sínum í eitt stæði - eða kannski þeir hirði ekki um það. Að jafnaði virðast ökumenn jeppa ekki fólk sem á auðvelt með að búa í borg þar sem samskipti þurfa að einkennast af lipurð og sveigjan- leika og umfram allt tillitssemi: jepparnir eru þunglamalegir í borgarumhverfinu og jafnvel eins og út úr kú; þeir eru búralegir og framsóknarlegir; þeir hafa drungalega áru. Jeppaeign Íslendinga er til vitnis um þá þráhyggju sem ríkir hér á landi að fólk þurfi umfram allt að hafa mikið útsýni og að hafa rúmt um sig. Umfram annað fólk í heiminum - nema ef væru hjól- hýsabúar í Bandaríkjunum - líta Íslendingar nefnilega á bíla sem híbýli fremur en samgöngutæki og upplifa því litla, snögga og snotra bíla eins og kjallaraholur, eitthvað fyrir börn og fátæklinga, jaðarfyr- irbæri fyrir jaðarfólk, svipað og litið var á strætisvagna til skamms tíma. Fólk þiggur sjálfsmynd sína frá bílum og jeppaeigendur virðast líta á það sem dyggð að vera plássfrek- ur. Bílaeign fólks miðast við það umhverfi sem það telur sitt eigin- lega umhverfi. Ég er yaris; ég er land-rover. Hin almenna jeppaeign vitnar um að stór hluti borgarbúa lítur ekki á borgina sem sitt heima- svæði heldur fremur stað þar sem það vistast til bráðabirgða. Óbyggðirnar kalla í sífellu. Fólk miðar bílaeign sína ekki við að eiga auðvelt með að fara í vinnu og snattast og skjótast með börnin á sem skilvirkastan og ódýrastan hátt - heldur við að geta hlýtt kalli óbyggðanna, við að komast yfir eitthvert öræfafljót. Gildir þá einu þótt einungis sé lagt í slíkt ferðalag einu sinni á ári og hægastur vandi væri að leigja jeppa til þess arna. Óbyggðirnar kalla. Mikilvægust virðist vera sú frelsiskennd að eiga þess kost að geta skellt sér á Sprengisand fyr- irvaralaust... Það er svipað því og að spranga um í kafarabúningi alla daga árs- ins, ef það myndi nú detta í mann að skella sér í einhverja höfnina. Eða ganga alltaf um með hlífðar- gleraugu ef ske kynni að maður þyrfti að fara að logsjóða. Hví eru hér svo margir jeppar? Þeir vitna um auðsæld - að við- komandi geti „leyft sér“ að eiga dýran, óþægilegan, ósparneytinn og ópraktískan bíl. Sumir jeppar líta út eins og dökkir bryndrekar og gefa frá sér skilaboð um að viðkomandi eig- andi sé voldugur og illsnertanleg- ur. Og svo framvegis: jeppi er veldissproti. Óneitanlega væri æskilegt að karlmenn fyndu sér ný og hagkvæmari tákn til að votta völd, ríkidæmi og áhrif: til dæmis einhverjar ofboðslega dýrar og flóknar hárkollur, yfirgengilega hálsklúta - eða kannski mjög skrautleg, dýr og rammgerð pung- bindi? ■ R íkur stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við þátúlkun stjórnarskrárinnar að forseti Íslands hafi vald tilað synja lögum staðfestingar og skjóta þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu hefur komið fram í öllum forsetakosn- ingum og margsinnis í skoðanakönnunum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart, þrátt fyrir deilur um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að staðfesta ekki fjölmiðlalögin og harðari gagnrýni á störf forsetans en við höfum áður orðið vitni að, að könnun Fréttablaðsins nú staðfestir enn og aftur þessa afstöðu meirihluta þjóðarinnar. Mikill meirihluti Íslendinga vill að forsetinn hafi þetta vald – stærri meirihluti en var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars um að beita þessu valdi gagnvart fjöl- miðlalögunum. Það er vandséð hvert þeir ætla að sækja afstöðu sinni fylgi sem vilja afnema þetta ákvæði stjórnarskrárinnar. En úr því að ríkisstjórnin hefur þegar hafið vinnu að breytingum á stjórnar- skránni með það að augnamiði að gera forsetann valdalausan hljóta ráðherrarnir að sjá fyrir sér hvernig hægt er að vinna þeirri afstöðu stuðnings meðal þjóðarinnar þrátt fyrir langvar- andi og traust fylgi meðal þjóðarinnar við óbreytt vald forset- ans. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að ráðherrarnir ætli sér að breyta stjórnarskránni gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinn- ar sem þeir þjóna. En hvernig stendur á því að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að forsetinn geti gripið fram fyrir hendur ríkisstjórnar og Al- þingis og skotið einstökum málum til þjóðaratkvæðagreiðslu? Eru þá flestir Íslendinga á móti þingræði, eins og gagnrýnend- ur forsetans hafa viljað láta í veðri vaka? Nei, Íslendingar held ég að styðji flestir þingræði – að ríkisstjórn þurfi að geta varið sig vantrausti Alþingis. Íslendingar sætta sig líka við fulltrúa- lýðræði og eiga bæði fulltrúa á Alþingi og Bessastöðum. Þing- menn hafa verið valdir með listakosningu marga undanfarna áratugi og almenningur hefur sætt sig við það þótt reglulega komi upp óskir um að kjósendur geti valið með skilvirkari hætti milli einstaklinga. Kjósendur hafa hins vegar algjörlega hafnað áhrifum listanna á forsetakosningar. Listakosningar til þings hafa styrkt vald stjórnmálaflokkanna og það hefur orðið æði mikið vegna óvenjumikilla umsvifa ríkisins í íslensku sam- félagi. Stjórnmálaflokkarnir hafa orðið öflugar valdamiðstöðv- ar og valdið innan þeirra hefur haft tilhneigingu til að safnast á fárra hendur. Þessu hafa fylgt hrossakaup, sérhagsmunagæsla og misnotkun ríkisvaldsins í þágu flokkanna eða skjólstæðinga þeirra – og þetta hefur ekki farið fram hjá almenningi. Þess vegna vill mikill meirihluti hans að forseti Íslands hafi vald til að grípa fram fyrir hendur ríkisstjórnar og Alþingis og skjóta einstökum málum undir dóm þjóðarinnar allrar. Þetta er upp- lýst, lýðræðisleg og um flest mjög skynsöm afstaða. Án tillits til efnisatriða fjölmiðlalaganna var ef til vill löngu kominn tími til að forseti Íslands beitti þessu stjórnarskrár- ákvæði. Með því að nota það aldrei höfðu forsetar lýðveldisins dregið úr fælingarmætti þess. Þetta vald forsetans ætti að brýna fyrir ríkisstjórn og Alþingi að afla málum sínum stuðn- ings meðal almennings – umbjóðenda sinna. ■ 7. júní 2004 MÁNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Mikill meirihluti þjóðarinnar vill að forsetinn hafi vald til að skjóta einstökum málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin vill að for- setinn hafi valdið Hví eru hér svo margir jeppar? ORÐRÉTT Iðrun? „Blaðamannastéttin er miklu betur menntuð en hún var og kann betur til verka, en þrátt fyrir það fara vinnubrögð að sumu leyti versn- andi í fjölmiðlum. Varnaðarorð Einars Benediktssonar um að að- gát skuli höfð í nærveru sálar eru að engu höfð í fjölmiðlum á Íslandi í dag. Virðing fyrir staðreyndum er að hverfa. Bullið í sumum ljós- vakamiðlanna er yfirgengilegt.“ Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins, 6. júní. Fullur lotningar „Verst var Reykjavíkurbréfið, skrifað af ritstjóranum - þeim hinum sama og breyttist á miðjum aldri í sósíalista. Pútínsinnanum mikla. Hann er allt í einu þeirrar skoðunar að stjórnmálaumræður á Ís- landi séu orðnar óvægnari en á þriðja og fjórða áratug ald- arinnar. Maður segir bara - ha?“ Egill Helgason, strik.is/frettir/politik, 6. júní. Mar og Venus „Kona myndi aldrei segja neitt við vinkonu sína sem gefið gæti í skyn að henni þætti hún hafa fitnað. Það yrði vináttunni banabiti eða a.m.k. slíkt áfall að björgun jafnaðist á við það að ná Guðrúnu Gísladóttur af hafsbotni. Þó eru konur víst konum verstar og þeim mun duglegri við að baktala hver aðra.“ Helgi Snær, Tímarit Morgunblaðsins, 6. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG BÍLAR OG FÓLK GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Jeppar vitna um auðsæld - að viðkomandi geti „leyft sér“ að eiga dýr- an, óþægilegan, ósparneyt- inn og ópraktískan bíl. Sum- ir jeppar líta út eins og dökkir bryndrekar og gefa frá sér skilaboð um að við- komandi eigandi sé voldug- ur og illsnertanlegur. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 degitildags@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.