Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 16
Á þessum degi fyrir 111 árumvarð Gandhi fyrst uppvís að borgaralegri óhlýðni er hann sett- ist, andstætt reglum um réttindi Indverja, í fyrsta flokks farrými í lest á ferð sinni í Suður-Afríku. Gandhi vann á þeim tíma sem lög- fræðingur í landinu og sagði að þetta atvik, er honum var kastað út úr lestinni, hafi valdið því að hann horfðist í augu við sannleikann. Á þessari stundu ákvað hann að berj- ast gegn órétti og standa vörð um réttindi sín sem Indverji og mann- eskja. Gandhi, sem var fæddur á Ind- landi en menntaður á Englandi, flutti snemma árið 1893 til Suður- Afríku til að starfa sem lögfræð- ingur í eitt ár. Hann settist að í Natal og sérhæfði sig í kynþátta- fordómum og suður-afrískum lög- um sem takmörkuðu réttindi ind- verskra verkamanna. Þegar árs samningur sem hann var á í Suður-Afríku rann út ákvað hann samt sem áður að halda kyrru fyrir í landinu og fara af stað með baráttu gegn lagasetningu sem myndi útiloka að Indverjar hefðu kosningarétt. Hann stofnaði ind- verskt þing í Natal og fékk í kjöl- farið alþjóðlega athygli sem beind- ist að aðstæðum Indverja í Suður- Afríku. Árið 1906 reyndu stjórn- völd Transvaal að takmarka enn frekar réttindi Indverja og Gandhi skipulagði fyrstu baráttuna þar sem hann hvatti til borgaralegrar óhlýðni. Eftir sjö ár af mótmælum sættist hann á málamiðlum við stjórnvöld í Suður-Afríku. Gandhi varð, eftir að hann sneri aftur til Indlands, leiðtogi lýðveld- issinna. Hann beitti aldrei ofbeldi í baráttu sinni og boðaði kristin og múslimsk viðhorf í bland við hindúisma. Bretar vörpuðu honum nokkrum sinnum í fangelsi en fylgi við hann var svo gríðarlegt að hann var ávallt látinn laus. ■ Þrjár systur semja dansleikhúsverk GANDHI Var varpað út úr lest þar sem hann settist í fyrstaflokks farrými er hann ferðaðist í lest í Suður-Afríku. Atvikið varð kveikja að langri baráttu hans fyrir auknum réttindum Indverja í landinu. Barátta Gandhis hefst Áaðalfundi Skáksambands Ís-lands nú um helgina var kona í fyrsta sinn í nær 80 ára sögu sam- bandsins kjörin forseti þess. Það var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari kven- na í skák og alþjóðlegur skák- meistari kvenna, sem var einróma kjörin í embættið. Ásamt Guðfríði sitja nú í stjórn þau Helgi Ólafs- son, Hrafn Jökulsson, Harpa Ing- ólfsdóttir, Gunnar Björnsson, Ólafur Kjartansson og Haraldur Baldursson. Í ávarpi sínu sagði Guðfríður Lilja að það þyrfti að efla til muna fjárhag og fjáröflun sambandsins svo það gæti sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem þyrfti að sinna til að efla skáklist landsmanna. Hún sagði það eitt af forgangs- verkefnum nýrrar stjórnar að taka til skoðunar hvernig þjálfun íslenskra skákmanna væri háttað, bæði barna og unglinga sem og bestu skákmanna landsins, og þar þyrfti að huga jafnt að báðum kynjum og fólki á öllum aldri. Grundvöllur svo háleitra hugsjóna væri þó sá að vörn væri snúið í sókn í fjárhagsstöðu sambandsins; ef ekki fengist meira fjármagn væri ljóst að draga yrði úr verk- efnum til muna. Guðfríður Lilja benti einnig á að það væri eitt af meginmarkmiðum skáksambands- ins að efla og treysta samskipti sambandsfélaganna innbyrðis. Hún sagðist mundu beita sér fyrir því að skákfélög landsins efldust, bæði í samstarfi innbyrðis sem og í samstarfi við skáksambandið, og sameiginlega gæti skákhreyfingin öll þannig unnið að því að byggja upp skákmenningu Íslendinga. ■ 16 7. júní 2004 MÁNUDAGUR ANNA KOURNIKOVA Tennisstjarnan, sem talin er vera gift popp- stjörnunni Enrique Iglesias og jafnvel eiga von á barni með honum, er 23 ára í dag. 7. JÚNÍ Við erum ein myndlistarkona,ein söngkona og ein leikkona en höfum allar fengist við þess- ar greinar í bland í gegnum tíð- ina,“ segir leikkonan Arnbjörg Hlíf Valsdóttir en hún og systur hennar, þær Ólöf Sigríður Vals- dóttir sópransöngkona og Arna Guðný Valsdóttir myndlistar- kona, ætla að leiða saman hesta sína í Borgarleikhúsinu þann 10. júní þegar árleg dansleik- húskeppni Leikfélags Reykja- víkur og Íslenska dansflokksins verður haldin. Systurnar hafa í sameiningu búið til dansleikhúsverk. „Verk- ið okkar heitir Sjá augu mín eins og þín, systir og í því erum við meðal annars að vinna með augun og augnsambandið. Við höfum allar verið þekktar fyrir að hafa stór augu sem standa oft á stilkum,“ segir Arnbjörg og hlær, „og verkið fjallar svolítið um hvernig þessar þrjár systur sjá, líta á hvor aðra og heiminn.“ Systurnar verða allar á svið- inu í einu en leikstjóri verksins er Steinunn Knútsdóttir. „Við höfum allar unnið með Stein- unni áður í öðrum verkefnum en aldrei allar saman. Hún þekkir okkur því allar og því er gaman að fá hana til að leiða saman okkar ólíku og líku hliðar. Það er allt leyfilegt í dansleikhúsi og við erum heilmikið að prófa okkur áfram. Verkið er enn í mótun og við hlökkum mest til þess sjálfar að sjá hvað kemur út úr þessu.“ Níu verk eftir fjórtán spenn- andi höfunda úr stétt leikara og dansara keppa á sviði Borgar- leikhússins þann 10. júní. Hægt er að vinna sér inn miða á keppnina og spá fyrir um úr- slitin með því að fara inn á spron.is. ■ DANSLEIKHÚS ARNBJÖRG HLÍF VALSDÓTTIR ■ „Við höfum allar verið þekktar fyrir að hafa stór augu sem standa á stilkum og verkið fjallar svolítið um hvernig þessar þrjár systur sjá, líta á hvor aðra og heiminn.“ TÍMAMÓT GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR ■ Fyrsta konan sem er forseti Skáksambands Íslands. 7. JÚNÍ 1893 ÞESSI DAGUR MARKAÐI TÍMAMÓT Í LÍFI GANDHIS ■ Honum var hent út úr lest í Suður-Afríku. Útför föður okkar JÓNS E. GUÐMUNDSSONAR myndmenntakennara og brúðuleikhúsmanns fer fram frá Fossvogskirkju í dag kl. 13:30. Fyrir hönd aðstandenda Eyjólfur G. Jónsson Sigurlaug Jónsdóttir Marta Jónsdóttir Efla skákfélög landsins ■ AFMÆLI Jón Laxdal leikari er 71 árs. Gestur Steinþórsson skattstjóri er 63 ára. Njáll Eiðsson, fyrrum knattspyrnumaður, er 46 ára. Páll Stefánsson, ljósmyndari og ritstjóri Iceland Review, er 46 ára. ■ ANDLÁT Haraldur Jónsson, Keilusíðu 12f, Akur- eyri, lést fimmtudaginn 27. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sigurþór Árnason frá Hrólfsstaðahelli, Freyvangi 9, Hellu, lést fimmtudaginn 9. júní. ■ JARÐARFARIR 13.30 Héðinn Jónsson, Þórðarsveig 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 14.00 Kristjón Ómar Pálsson, áður til heimilis að Geldingaá, í Leirá og Melasveit, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. ■ ÞETTA GERÐIST 632 Múhameð deyr vegna hjartaáfalls. 1099 Fyrstu krossfararnir ná veggjum Jerúsalem. 1775 Lúðvík XIV er krýndur konungur Frakklands. 1840 Friðrik Vilhjálmur III, konungur Prússlands, deyr. 1903 Prófessor Pierre Curie tilkynnir að hann hafi uppgötvað polonium. 1914 Fyrsta skipið fer í gegnum skipa- lyftuna í Panamaskurði. 1932 Um 7.000 fyrrum hermenn úr fyrri heimsstyrjöldinni fara í mót- mælagöngu í Washington, DC, til að heimta bónusgreiðslur fyrir störf sín. 1948 Kommúnistar taka við völdum í Tékkóslóvakíu. 1981 Eini kjarnaofn Íraks er eyðilagður af ísraelskum F-16 orrustuþotum. 2000 Héraðsdómur skipar Microsoft að skipta upp rekstri sínum, þar sem það hefur einokunarstöðu á markaði. Microsoft áfrýjaði dómnum. GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR Ásamt Hrafni Jökulssyni, sem er með henni í stjórn, og Friðriki Ólafssyni skákmeistara. ÞRJÁR SYSTUR Þær Arnbjörg Hlíf, Ólöf Sigríður og Arna Guðný Valsdóttir taka þátt í dansleikhúskeppni Borgarleikhússins þann 10. júní. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.