Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 22
22 7. júní 2004 MÁNUDAGUR Hildur Einarsdóttir, hetja kvennaliðs Breiðabliks: Hefðum átt að skora fleiri FÓTBOLTI Það var ekki mikil spenna á ferðinni þegar Breiða- blik mætti FH á Kaplakrikavelli í Landsbankadeild kvenna í knatt- spyrnu í gærdag. Gestirnir skor- uðu tvö mörk en heimastelpur ekkert í leik sem var frekar bragðdaufur. Gestirnir voru með undirtökin frá fyrstu mínútu til þeirrar síð- ustu og fengu talsvert mikið af færum og þá sérstaklega í síðari hálfleik og hefðu þá átt að skora talsvert fleiri mörk. Liðið gerði þó nægjanlega mikið til að klára dæmið og virðist vera svona hægt og bítandi að jafna sig eftir hrika- legt átta marka tap gegn ÍBV í fyrsta leik mótsins. Hildur Einarsdóttir var heldur betur að minna á sig í framlínunni en hún gerði bæði mörk Blikanna. Hildur spilaði með Breiðabliki fyrir tveimur árum en þá var hún á fyrsta ári í öðrum flokki. Nú er hún gengin upp og virkar mjög frísk þarna frammi. Hún var ánægð með sigurinn og mörkin tvö: „Við erum á uppleið eftir tap- ið gegn ÍBV og stemningin í hópn- um er alltaf að verða betri og betri. Það er alltaf gaman að skora en við hefðum átt að skora fleiri í seinni hálfleik. Við héldum þó hreinu og gerðum það sem skipti mestu máli – að landa sigri,“ sagði Hildur sem hefur skorað 3 mörk í síðustu 2 leikjum. ■ Glæsilegur sigur Gaudios Argentínumaðurinn vann óvænt á opna franska í dramatískum leik. TENNIS Gaston Gaudio mætti landa sínum Guillermo Coria í úrslitum opna franska meistaramótsins en þetta var í fyrsta skipti sem tveir Argentínumenn leika til úrslita á mótinu. Það er skemmst frá því að segja að kapparnir ollu engum vonbrigðum í úrslitaleiknum. Coria byrjaði leikinn með mikl- um látum, vann fyrstu tvö settin og virtist hafa allt í höndum sér. Þá vaknaði Gaudio og jafnaði leik- inn með því að vinna næstu tvö sett. Spennan í lokasettinu var yfir- þyrmandi en Coria varð að taka hvíld vegna krampa í fótum og lengi vel leit út fyrir að hann gæti ekki klárað leikinn. Hann harkaði af sér og kom sér í þá stöðu að gefa tvisvar upp fyrir sigri. Það gekk ekki eftir hjá honum - Gaudio varðist af stakri snilld og tók leikinn svo í sínar hendur og kláraði hann. „Þetta hefur verið draumur allt mitt líf og ég trúi því varla að hann hafi ræst. Þetta er allt of mikið fyrir mig og ég veit hrein- lega ekki hvað ég á að segja,“ sagði sigurvegarinn kátur en hann þakkaði síðan sínum fyrsta þjálfara en bæði hann og Coria byrjuðu að æfa hjá sama þjálfar- anum. Coria var beygður eftir leikinn en ekki af baki dottinn. „Gaudio á þetta skilið. Hann er búinn að spila mjög vel. Ég kem aftur á næsta ári og tek dolluna þá.“ ■ Vináttulandsleikur: Baulað á Hollendinga FÓTBOLTI Stuðningsmenn hollenska landsliðsins bauluðu á sína menn í Amsterdam um helgina eftir að þeir höfðu tapað gegn Írum, 0-1. Hollenska liðið þótti leika ákaf- lega illa í leiknum og fer vart langt á EM með álíka spila- mennsku. „Þetta var ekki góður leikur og ekki það sem við vildum gera fyr- ir EM,“ sagði Arjen Robben, sem gengur í raðir Chelsea í sumar. „En ég held að þessi leikur muni ekki hafa áhrif á okkur. Við erum allir farnir að hugsa um leikinn gegn Þjóðverjum. Annars verða allir leikirnir á EM mjög jafnir og við megum ekki láta ein slæm úr- slit koma okkur úr jafnvægi.“ Hollendingar eiga Þjóðverja í fyrsta leik á EM en í þeirra riðli eru einnig Tékkar og Lettar. ■ FALLEGIR FIMLEIKAR Almudena Cid frá Spáni sést hér leika listir sínar á Evrópumeistaramótinu í nútíma- fimleikum sem fram fór í Kænugarði. FIMLEIKAR                                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ FH–BREIÐABLIK 0–2 0–1 Hildur Einarsdóttir 1. 0–2 Hildur Einarsdóttir 51. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6–30 (2–14) Horn 1–12 Aukaspyrnur fengnar 11–10 Rangstöður 5–1 Spjöld (rauð) 0–0 (0–0) GÓÐAR Auður Skúladóttir Stjörnunni Allison Jarrow Stjörnunni Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni Lára Björg Einarsdóttir Stjörnunni Laufey Ólafsdóttir Val Rakel Logadóttir Val Kristín Ýr Bjarnadóttir Val Ásta Árnadóttir Val Pála Marie Einarsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val ■ Það sem skipti máli TVÖ MÖRK FRÁ HILDI Hildur Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið í gær. SIGURREIFUR Gaston Gaudio leiddist ekki lífið þegar hann lyfti bikarnum í París í gær. LANDSBANKADEILD KVENNA ÍBV 2 2 0 0 16–1 6 Valur 2 2 0 0 6–1 6 Breiðablik 3 2 0 1 6–10 6 Þór/KA/KS 3 1 1 1 4–4 4 KR 2 1 0 1 3–4 3 Stjarnan 3 0 2 1 3–5 2 Fjölnir 3 0 1 1 2–5 1 FH 2 0 0 2 0–10 0 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 7 Hildur Einarsdóttir, Breiðabliki 3 Olga Færseth, ÍBV 3 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 2 Guðrún Halla Finnsdóttir, Stjörnunni 2 Inga Birna Friðjónsdóttir, Þór /KA/KS 2 Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðabliki 2 Karen Burke, ÍBV 2 NÆSTU LEIKIR KR–ÍBV á morgun 20.00 FH–Valur Mið. 9. júní 20.00 Valur–Þór/KA/KS Sun. 13. júní 14.00 ÍBV–Stjarnan Mán. 14. júní 20.00 Breiðablik–Fjölnir Þri. 15. júní 20.00 FH–KR Fim. 17. júní 11.00 Þór/KA/KS–ÍBV Sun. 20. júní 16.00 Stjarnan–FH Þri. 22. júní 20.00 Fjölnir–Valur Þri. 22. júní 20.00 KR–Breiðablik Þri. 22. júní 20.00 ■ Staðan í deildinni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.