Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 7. júní 2004 Aftur í gang í seinni hálfleik Valur lenti undir gegn Stjörnunni eftir 20 sekúndur en skoraði 3 mörk eftir hlé og vann. FÓTBOLTI Valskonur ætla að leggja það í vana sinn að taka fyrst við sér eftir hálfleiksræðu Elísabetar Gunnarsdóttur, þær lentu 1–0 undir gegn Stjörnunni í gær eftir fyrstu sókn en skoruðu þrjú góð mörk í seinni hálfleik og eru áfram með fullt hús á toppnum. Laufey Ólafsdóttir jafnaði leikinn með glæsimarki og var best í annars jöfnu liði Vals. „Við byrjuðum ekki nægilega vel. Elísabet lét okkur heyra það í hállfeik en róaði okkur jafnframt niður því við vorum allt of æstar í byrjun. Þetta er að byrja vel og við ætlum að halda áfram á þess- ari braut. Við erum samt ekkert öruggar með neitt og það eru mörg lið sem geta strítt okkur eins og sást í dag,“ sagði Laufey Ólafsdóttir en þjálfari hennar Elísabet Gunnarsdóttir var sátt með leikinn og fannst sínar stúlkur hafa mikla yfirburði allan tímann. Valsliðið náði þó fyrst að spila sinn leik eftir hlé en liðið hefur skorað öll sex mörkin sín á tímabilinu í seinni hálfleik. Auður Skúladóttir, spilandi þjálfari Stjörnunnar, var sátt með spilamennskuna en segir liðið búið að missa af of mörgum stigum. „Þetta er besti leikurinn okkar í sumar og í fyrsta sinn sem mér fannst við vera nægilega vakandi. Við erum með ungt lið en stelpurnar börðust vel. Ég er samt ósátt með byrjunina hjá okkur en ef við náum að byggja ofan á þennan góða leik okkar fer örugg- lega að ganga betur,“ sagði Auður en Stjörnuliðið hafði gert tvö jafn- tefli í fyrstu tveimur umferð- unum. STJARNAN–VALUR 1–3 1–0 Björk Gunnarsdóttir 1. 1–1 Laufey Ólafsdóttir 51. 1–2 Dóra María Lárusdóttir 57. 1–3 Dóra Stefánsdóttir 67. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6–30 (2–14) Horn 1–12 Aukaspyrnur fengnar 11–10 Rangstöður 5–1 Spjöld (rauð) 0–0 (0–0) GÓÐAR Auður Skúladóttir Stjörnunni Allison Jarrow Stjörnunni Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni Lára Björg Einarsdóttir Stjörnunni Laufey Ólafsdóttir Val Rakel Logadóttir Val Kristín Ýr Bjarnadóttir Val Ásta Árnadóttir Val Pála Marie Einarsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val ■ Það sem skipti máli ÞÓR/KA/KS–FJÖLNIR 1–0 1–0 Freydís Anna Jónsdóttir 20. BEST Á VELLINUM Sandra Sigurðardóttir Þór/KA/KS TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–7 (6–5) Horn 2–9 Aukaspyrnur fengnar 9–8 Rangstöður 0–6 Spjöld (rauð) 0–0 (0–0) MJÖG GÓÐAR Sandra Sigurðardóttir Þór/KA/KS Ratka Zivkovic Fjölni GÓÐAR Hulda Frímannsdóttir Þór/KA/KS Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS Anna Rún Sveinsdóttir Fjölni Kristrún Kristjánsdóttir Fjölni Hrafnhildur Eymundsdóttir Fjölni ■ Það sem skipti máli Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær: Freydís Anna tryggði Þór/KA/KS öll stigin FÓTBOLTI Þór/KA/KS vann mikil- vægan sigur á nýliðum Fjölnis í baráttunni í neðri hluta Lands- bankadeildar kvenna í gær. „Það var rosalega slæmt að tapa þremur stigum í þessum leik. Við vorum að spila mjög vel að mínu mati, nýttum færin illa og þurfum að bæta úr því. Miðað við gang leiksins og að báðum liðum var spáð neðarlega þá ættum við að geta haldið okkur uppi.“ sagði Hrafnhildur Eymundsdóttir, fyr- irliði Fjölnis, eftir tap gegn Þór/KA/KS. Hin 16 ára Freydís Anna Jónsdóttir tryggði norðanstúlkum sigurinn með marki í fyrri hálfleik og fyrir- liðinn var alsæll eftir leik. „Þrjú stig, þetta telur í barátt- unni. Ég er mjög ánægð með þessi stig og þetta er mjög mikilvægt. Okkur gekk illa að skapa okkur færi í leiknum en við erum búnar að missa nokkra framherja og erum við með nokkrar sprækar stelpur frammi sem eru að standa sig. Þetta er allt að koma.“ sagði Þóra Pétursdóttir, fyrirliði Þór/KA/KS, eftir leikinn. ■ MARK EFTIR AÐEINS 20 SEKÚNDUR Stjörnustelpurnar Harpa Þorsteinsdóttir og Björk Gunnarsdóttir fagna marki þeirrar síðarnefndu með tilþrifum en markið kom upp úr fyrstu sókn leiksins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.