Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 26
7. júní 2004 MÁNUDAGUR26 SÝND kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 SÝND Í LÚXUS VIP. kl. 5 og 8 ELLA Í ÁLÖGUM kl. 4 og 6 TAXI 3 kl. 8 og 10 VAN HELSING kl. 6 og 9 TOUCHING THE VOID kl. 6 og 8 SÝND kl. 6, 9 og 10 B.i. 14 Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana i magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. STÓRVIÐBURÐUR ársins er kominn! DREKAFJÖLL kl. 3.45 M/ÍSL. TALI CONFESSION OF A DRAMA QUEEN kl. 4VAN HELSING kl. 5.30, 8 og 10.30 SCOOBY DOO 2 kl. 4 M/ÍSL. TALI STÓRVIÐBURÐUR ársins er kominn! HHH Mbl. HHH1/2 kvikmyndir.is SÝND kl. 6, 7, 9 og 10 SÝND Í STÓRA SALNUM kl. 6 og 9 HHH Mbl. HHH1/2 kvikmyndir.is SÝND kl. 4, 5, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI HHH Rás 2 HHH Rás 2 SÝND kl. 4, 5.20, 6.40, 8, 9.20 og 10.40 SÝND Í LÚXUS kl. 5.50, 8.30 og 11.10 SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Mikið var um fögnuð á MTV-kvikmyndahátíðinni nú um helgina. Það var Hringadróttins- saga: Hilmir snýr heim sem hlaut verðlaun sem kvikmynd ársins, líkt og á Óskarnum. En þar er lík- indum við Óskarsverðlaunahátíð- ina einnig lokið. Uma Thurman fékk verðlaun íflokki bestu leikkvenna í aðal- hlutverki fyrir leik sinn í Kill Bill: Vol.1, þar sem hún leikur blóðþyrsta bardagakonu í hefnd- arhug. Þakkaði hún Quentin Tar- antino fyrir að hafa tekið mörg ár í að skrifa handritið að tví- leiknum fyrir hana og sagði að hann vildi láta heiðra sig það kvöldið líkt og hann væri fallinn frá. Fyrir það hefðu þau ekki tíma og því sagði hún einfaldlega „Takk, Quentin“. Uma var ekki súeina sem var verðlaunuð fyrir leik sinn í Kill Bill: Vol.1, því Lucy Liu fékk einnig verð- laun sem besta ill- mennið á árinu. Drew Barrymore og AdamSandler voru hlutskörpust sem besta parið á hvíta tjaldinu fyrir leik sinn í róm- antísku gaman- myndinni 50 fyrstu stefnumót- in. Drew vildi þakka Hawaii-ríki, þar sem myndin var tekin. En Adam vildi einungis þakka því fólki sem sá honum fyrir grasi. Johnny Depp varvalinn besti leikarinn í aðal- hlutverki fyrir leik sinn í Sjó- ræningjar Karí- bahafsins: Bölv- un svörtu perlunnar og hlaut þar með viðurkenning- una sem hann hefur beðið svo lengi. Jack Black var valinn besti grínleikarinn fyrir frammistöðu sína í Rokkskólanum. Króatískum munkum hefur ver-ið skipað að selja glæsibifreið- ar sínar af tegundunum BMW og Mercedes-Benz og keyra um á ein- hverju ódýrara til að sýna sam- stöðu við sóknarbörn sín. Þessi nýja fyrirskipun Fransiskusar- munkanna í Krótatíu tók gildi nú um helgina. Samkvæmt henni verð- ur munkunum ekki leyft að eiga bíla eins og Audi, BMW eða Benz, heldur ódýrari bíla til að skapa ekki gjá á milli þeirra og sóknarbarn- anna. Samkvæmt króatíska dag- blaðinu Jutarnji List hefur þessari tilskipun verið tekið með miklum fögnuði á meðal almennings og munkarnir eru þegar farnir að selja glæsirennireiðarnar. Marinko Vukman, munkur sem starfar við að leiðbeina króatískum innflytjendum í Sindelfingen í Þýskalandi, er einn þeirra sem nota BMW-inn sinn mikið við vinnuna. Hann segir að hann verði nú líkt og aðrir í reglunni að selja bílinn sinn. Zeljko Tolic, annar munkur regl- unnar, segist sáttur við skipunina. „Auðvitað geta allir látið freistast til að kaupa dýrari bíla, en ég er sammála um að það væri betra fyr- ir alla í kirkjunni að keyra mið- stéttarbíla til að sýna samstöðu með sóknarbörnunum.“ Greinilegt er að þessi hópur Fransiskusarmunka er langt kom- inn frá uppruna sínum, en heilagur Frans frá Assisí, upphafsmaður hennar, kenndi að meðlimir regl- unnar ættu að lifa hreinlífi miklu, þeim væri bannað að taka við pen- ingum, þeir ættu að lifa á ölmusu og starfa meðal fátækra. Þá ættu þeir einnig að lifa meinlætalífi. ■ Slær MKLVFKWR í gegn? Ég sýni myndir af landslagi, enþær eru kannski svolítið stíl- færðar. Ég fer út fyrir þennan venjulega ramma í mörgum mynd- unum,“ segir Erla Magna Alexand- ersdóttir, sem hefur opnað sýningu á verkum sínum í Eden í Hveragerði. Erla er miðill að aðalstarfi, en málar eitthvað á hverjum einasta degi og hefur stundað myndlistar- nám í Myndlistarskóla Reykjavík- ur um árabil. „Við höfum haldið hópinn nokk- ur saman í mörg ár og fengið marga bestu listamenn þjóðarinnar til þess að kenna okkur. Arngunnur Ýr kenndi okkur til dæmis að mála í mörgum lögum eins og gömlu meistararnir gerðu, og mála hverja mynd oft. Þannig fæst miklu meiri dýpt í litina.“ Í fyrra brá Erla sér til Flórens á Ítalíu þar sem hún fékk einka- kennslu hjá listamanninum Ro- berto Ciabani, sem hefur ekki tekið stúdenta í tíu ár. „Við mættum þarna fimm, en hann lét þá alla fara nema mig og bað mig síðan að koma aftur ef ég vildi. Hann er að gera portrett- myndir af öllum helstu óperu- söngvurum Ítala núna, og var líka fenginn til að gera líkneski í New York út af tvíburaturnunum.“ ■ SKRÝTNA FRÉTTIN ■ Króatískum munkum skipað að selja glæsibifreiðar sínar. Á RÚNTINUM Ekki er vitað hvort króatísku munkarnir hafi keyrt um á svo nýlegum Benz sem þessum. En frá og með nýliðinni helgi er þeim bannað með öllu að eiga bíla í dýrari kantinum. Munkum bannað að sýna ríkidæmi sitt ■ TÓNLIST Tónlistarmaðurinn, græn-metisætan og dýraverndunar- sinninn Moby er að fara að gefa út nýtt lag með röppurunum í Public Enemy. Lagið sem ber nafnið MKLVFKWR, var samið sérstak- lega fyrir Unity, opinbert lagasafn Ólympíuleikanna í Aþenu 2004. Það var Moby sem samdi lagið við MKLVFKWR, en Chuck D og Flav- or Flav í Public Enemy eiga heiður- inn af textanum, sem þeir segja saminn sem viðbrögð gegn stríðinu í Írak. Chuck D. bætti við að lagið sé ósk um að það að vera borgari heimsins ætti að koma í stað þjóð- ernis í nafni friðar. Þegar tilkynnt var um útkomu þessa lags sagði Moby: „Við eigum að vera búsett í lýðræðisríkjum. Því er það mín von að einhvern tímann muni koma til þess að fólk standi upp og mótmæli og láti núverandi stjórnarherra vita að við höfum fengið nóg.“ ■ MOBY Gefur út nýtt lag með Public Enemy. Það mun bera nafnið MKLVFKWR, einkar þjált í munni. ERLA MAGNA Málar landslag, en svolítið stílfært. ■ SÝNING Miðill í paradís

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.