Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.06.2004, Blaðsíða 27
Fyrirsögnin hér að ofan vísarekki til þess að búið sé að gefa út tónlist úr leiksýningu sem aðal- lega er byggð upp á söngatriðum. Nei, heldur til þess að Sony Computer Entertainment í Evrópu gaf nýverið út tölvuleikinn Sing- Star þar sem menn geta keppt sín á milli í sönglist. Leikurinn er aðeins gefinn út fyrir Playstation 2 tölvurnar. Tveir hljóðnemar fylgja með í kaupunum og metur forritið frammistöðu leikmanna eftir hæð, tón og tímasetningu radda þeirra. Forritið er svo gjörsamlega mis- kunnarlaust og gefur leikmönnum það blákalt hversu vel eða illa þeir hafa sungið. Þannig geta heilu fjöl- skyldurnar haldið sína eigin Idol- keppni inni í stofu. Lagalistinn er fjölbreyttur og auðvitað munu ný lög fyrir leikinn koma út reglulega. Leikmenn geta valið hvort þeir syngi með upp- runalegu söngröddunum, eða hvort þær eru máðar út. Á meðal laga sem söngvarar geta sungið eru I Believe in a Thing Called Love með The Darkness, Take on Me með A-ha, Get the Party Started með Pink, Superstar með Jameliu, Careless Whisper með George Michael, Like a Virgin með Madonnu, Pretty Woman með Roy Orbison, Groove Is in the Heart með Dee-lite, Suspicious Minds með Elvis, YMCA með Village People, Heart of Glass með Blondie, Eternal Flame í útgáfu Atomic Kitten og Thank You með Dido. Öll lögin eru í upprunalegum útsetningum og geta keppendur horft á myndbönd þeirra um leið og er sungið. ■ MÁNUDAGUR 7. júní 2004 27 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is SÝND kl. 6, 8 og 10 SECRET WINDOW kl. 5.50, 8 og 10.10 KILL BILL kl. 5.50, 8 og 10.50 B.i. 16 PÉTUR PAN kl. 6 BUTTERFLY EFF. kl. 8 og 10.15TROY kl. 10 SÝND kl. 5.30, 8.30 og 11.30 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 SÝND kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. SÝND kl. 5, 6.30 og 8 M/ENSKU TALI HHH Rás 2 Fyrrum hetja ameríska fótbolt-ans og leikari í smáhlutverkum, O.J. Simpson, hefur verið að kvarta undan því að fjölmiðlar hafi sann- fært almenning um að hann sé sek- ur um að hafa myrt fyrrum eigin- konu sína. Því segist hann vona að hinn raunverulegi morðingi muni finnast svo hann geti sýnt fólki að það hafi rangt fyrir sér. „Mín bæn er að málið verði leyst svo ég geti farið og talað við fólk sem mér hefur fundist ég þurfa að vera almennilegur við,“ sagði hann í viðtali vegna þess að tíu ár voru liðin frá því fyrrum eig- inkona hans, Nicole Brown Simp- son var myrt. „Ég hef alltaf tekið sigrum og töpum vel. En ég held að ef málið leysist muni ég ekki vera mjög kurteis.“ Nicole Simpson var drepin, ásamt vini sínum Ronald Goldman, fyrir utan heimili sitt þann 12. júní 1994. O.J. var ákærður fyrir morðin, en í réttarhöldunum sem náðu at- hygli allrar bandarísku þjóðarinnar var hann fundinn saklaus. Fjölmarg- ir Bandaríkjamenn telja enn að hann sé í raun sekur og í tæplega þriggja tíma viðtali sakaði O.J. fjölmiðla um að sannfæra almenning um sekt hans. „Þú getur ekki fylgst með fjöl- miðlum í dag og talið Michael Jackson, Scott Peterson og Kobe Bryant ekki seka,“ sagði hann. Saksóknarinn í málinu, William Hodgman, heldur því fram að nú þegar hafi verið réttað yfir þeim seka og það sé enn sárt að hugsa til þess að kviðdómur úrskurðaði hann ekki sekan. ■ Glæsileg fornbílasýning varhaldin nú um helgina í Laug- ardalshöllinni. Þar mátti sjá alla glæsilegustu fornbíla landsins og greinilegt var að ekkert var til sparað að hafa þá sem ásjáleg- asta. Allir voru bílarnir bónaðir og glansandi og yfirleitt voru eig- endur bílanna ekki langt undan með bóntuskuna ef of áhugasam- ir áhorfendur skildu fingraförin sín eftir á bílunum. Meðal þess sem mátti sjá var þessi glæsilegi Thunderbird en einnig mátti finna heldur gamlan, grænan og nokkuð útjaskaðan strætisvagn sem fyrir nokkur hefur verið lagt. Á mörgum bíl- anna var einnig að sjá vel pússuð húddskraut sem gefa bílunum sérstakan sjarma sem ekki næst með einföldu lógói sem er á hvaða bíl sem er. ■ Fyrsti söngleikurinn gefinn út Leitar enn morðingjans SINGSTARR Nú geta laglausir æft sig heima í einrúmi og mætt síðan sterkir til leiks næst þegar á að syngja. ■ TÖLVULEIKUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ■ SÝNING Fægðir fornbílar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ■ FÓLK O.J. SIMPSON Segist enn enn saklaus af því að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.