Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 09.06.2004, Qupperneq 1
▲ SÍÐA 23 Eyjaliðið slapp með stig ● 70 ára í dag Andrés Önd: ▲ SÍÐA 18 Mannlega öndin fagnar tímamótum Björn Thors: ▲ SÍÐA 31 Tilnefndur til Grímunnar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR STÓRLEIKUR Í FROSTASKJÓLI Sannkallaður stórleikur verður í Vestur- bænum í kvöld þegar Skagamenn sækja KR-inga heim. Leikur fer fram á KR-velli og hefst klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÓTRÚLEG VEÐURBLÍÐA Horfur á léttskýjuðum himni um nær allt land. Vindur hægur eða hafgola. Milt. Svipað veður á morgun. Sjá síðu 6. 9. júní 2004 – 155. tölublað – 4. árgangur AFLAREGLA ENDURSKOÐUÐ Haf- rannsóknastofnun kallar eftir breytingum á svokallaðri aflareglu hið fyrsta. Sjá síðu 2 YFIRBURÐASTAÐA FORSETANS Tæplega tveir af hverjum þremur hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í kosningunum sem fram fara 26. júní. Sjá síðu 6 KYNSKIPTIAÐGERÐIR Tvær kyn- skiptiaðgerðir hafa verið gerðar hér á landi til dagsins í dag. Hljótt hefur verið um möguleikann að gangast undir slíkar að- gerðir hér á landi. Sjá síðu 8 TOPPEINKUNN Matsfyrirtækið Moody’s hefur staðfest hæstu lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland. Byggist einkunnin á aukinni fjöl- breytni íslenska hagkerfisins og sveigjanleika þess. Sjá síðu 11 53%66% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 SÞ, AP Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti Íraksályktun Bandaríkjamanna og Breta í gær- kvöldi með atkvæðum allra fimmt- án ríkjanna sem eiga sæti í ráðinu. Ályktunin hefur tekið all- nokkrum breytingum frá því hún var upphaflega lögð fram fyrir tveimur vikum. Það sem réði úr- slitum um samþykkt hennar var ákvæði um að Íraksstjórn réði al- farið yfir her sínum og að hún fengi að segja sitt álit á „viðkvæm- um hernaðaraðgerðum“ fjölþjóða- hersins. Íraksstjórn fær þó ekki neitunarvald eins og nokkur ríki öryggisráðsins höfðu krafist. Í ályktuninni er kveðið á um lýðræðisþróun í Írak og dagsetn- ingar settar um hvaða markmið- um skuli náð hvenær. Einnig er fjallað um veru og hlutverk fjöl- þjóðahersins sem tekur við af her- námsliðinu sem er þar nú en bæði eru undir forystu Bandaríkja- manna og verða byggð upp á svip- aðan máta. Bráðabirgðastjórn Íraks fagn- ar ályktuninni og telur að með henni fái stjórnin þá alþjóðlegu viðurkenningu sem hún þarfnast til að ávinna sér viðurkenningu landsmanna og nágrannaríkja. Nú sé nýr kafli að hefjast í sögu landsins. Sjá síðu 12. Íraksályktun samþykkt með öllum atkvæðum í Öryggisráðinu: Nýr kafli að hefjast UNDIRBÚNINGUR AÐ TILHÖGUN ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU HAFINN Nefnd sem undirbúa á lagasetningu um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin hóf störf í gærkvöldi með fundi í Þjóðmenningarhúsinu. Í nefndinni sitja Kristinn Hallgrímsson, Jón Sveinsson, Karl Axelsson, sem er formaður nefndarinnar, og Andri Árnason. Kristján Andri Stefánsson, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu, starfar með nefndinni. Þátttökuskilyrði eru til skoðunar Nefnd sem undirbýr þjóðaratkvæðagreiðslu skoðar hvaða takmarkanir hægt er að setja með tilliti til þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Stuttum samráðsfundi stjórnar og stjórnarandstöðu lauk í ósætti. ● og syngur í hárinu í sumar Ragna Fróðadóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Sjúkrahúsnærföt endurnýjuð ● fjármál o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Landsbankadeild kvenna: ● kr og íbv gerðu 1-1 jafntefli Á LEIÐ TIL FUNDAR Stjórn Sharons nýtur ekki lengur meirihlutastuðnings á þingi. Ísraelska stjórnin: Ráðherra fyrir borð JERÚSALEM, AP Ríkisstjórn Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tapaði þingmeirihluta sínum í gær þegar húsnæðisráðherrann Effie Eitam sagði af sér í mótmælaskyni við samþykkt stjórnarinnar um brotthvarf frá Gaza. Eitam er for- maður flokks þjóðernissinnaðra gyðinga sem hefur stutt dyggilega við bakið á landtökumönnum. Þrátt fyrir brotthvarf Eitams er óvíst að stjórnin falli þar sem harðlínumenn á hægri vængum eru ólíklegir til að styðja van- traustsályktun vinstriflokkanna. Búist er við að Sharon leiti aftur til Verkamannaflokksins og reyni að fá hann með sér í stjórn. ■ Kjarnorkumálastofnunin: Íranar sæta gagnrýni VÍN, AP Íranar eru gagnrýndir í ályktunartillögu sem Bretland, Frakkland og Þýskaland hyggjast leggja fyrir Alþjóða kjarnorku- málastofnunina. Þar eru stjórn- völd í Teheran skömmuð fyrir að svara ekki spurningum sem hafa vaknað við rannsókn Sameinuðu þjóðanna á kjarnorkuáætlun Írans. Í ályktunartillögunni er harm- að að samvinna Írana hafi verið ófullnægjandi, seint á ferðinni og að ganga hafi þurft á eftir henni. Þó er tekið fram að Íranar hafi veitt eftirlitsmönnum aðgang að verksmiðjum í varnariðnaði sem séu í raun herstöðvar. ■ ÞJÓÐARATKVÆÐI Forsætisráðherra skipaði í gær nefnd sem á að undir- búa þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Nefndin hefur þrí- þætt hlutverk. „Í fyrsta lagi á nefndin að athuga hvenær at- kvæðagreiðslan geti farið fram og í öðru lagi hverjir teljist atkvæðis- bærir í kosningunum. Í þriðja lagi ber nefndinni að skoða hvaða tak- markanir er hægt að setja með til- liti til þátttöku í atkvæðagreiðsl- unni og tilskilins atkvæðafjölda,“ sagði Karl Axelsson, formaður nefndarinnar við Fréttablaðið. Davíð Oddsson forsætisráð- herra tilkynnti að loknum afar stuttum fundi formanna allra stjórnmálaflokkanna í gær að þing yrði kallað saman 5. júlí til að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Davíð sagði að atkvæðagreiðslan færi fram í byrjun ágúst. Fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar á fundinum voru afar ósáttir er þeir gengu af fundi. „Af lyktum fundarins er augljóst að forsætis- ráðherra hefur ekki minnsta áhuga á að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um undir- búning þjóðaratkvæðagreiðslu og komandi þinghald,“ sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. Halldór Ásgrímsson sagði við Fréttablaðið að rætt hefði verið það sem ætlunin hefði verið að ræða. „Við teljum að það sé ekki hægt fyrr en sú nefnd sem hefur verið skipuð hefur skilað okkur áliti um það,“ sagði Halldór. Að loknum fundi nefndarinnar í gærkvöldi sagði Karl Axelsson að áætlað væri að nefndin lyki störf- um fyrir næstu mánaðamót. „Við erum að vinna samkvæmt fyrir- mælum stjórnarskrárinnar um að atkvæðagreiðsla skuli fara fram eins fljótt og kostur er,“ sagði Karl. Sjá nánar síðu 4.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.