Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 2
2 9. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Evrópukosningar: Bannað að birta úrslit BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur til- kynnt hollenskum stjórnvöldum að hún kunni að kæra þau ef úrslit úr kosningum til þings Evrópu- sambandsins verða birt á fimmtu- dag eins og búist er við. Kosningum í 25 aðildarríkjum ESB lýkur ekki fyrr en á sunnudag og samkvæmt reglum sambandsins má ekki greina frá úrslitum fyrr en búið er að loka síðustu kjörstöðum. Sveitarfélög halda utan um kosning- arnar og talningu atkvæða í Hollandi og samkvæmt þarlendum lögum er þeim frjálst að gefa upp niðurstöður kosninganna strax en ekki titla þær sem opinber úrslit fyrr en á sunnudag. ■ SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsókna- stofnunin telur afar brýnt að end- urskoða hið fyrsta þá aflareglu sem notuð er vegna þorskveiða hérlendis, þar sem reynslan sýni að afli undanfarinna ára hafi ekki verið í samræmi við markaða nýt- ingarstefnu íslenskra stjórnvalda. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar um nytjastofna sjávar og er vitnað þar í skýrslu nefndar sem sjávar- útvegsráðherra setti á laggirnar árið 2001 til að meta reynslu af setningu aflareglu á þorskveiðar. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu í ljósi reynslunnar að 22 prósenta veiðihlutfall sé væn- legra til árangurs en það 25 pró- senta hlutfall sem hefur verið not- að undanfarin ár. Jafnframt sé brýnt að framfylgja reglunni með markvissari hætti en verið hefur og jafnvel þörf á frekari stjórnun en notast hefur verið við frá upp- hafi. Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra segist ekki hafa kynnt sér efni skýrslu nefndar- innar en hún skilaði skýrslu sinni í apríl síðastliðnum. „Ég hef ekki kynnt mér rækilega efni hennar en það er ráðgert að kynna helstu tillögur þessarar nefndar á kom- andi vikum. Þetta er viðamikið og það eru fleiri mál sem tengjast þessu þannig að við gefum okkur meiri tíma vegna þess.“ Svonefnd aflaregla í þorski var sett af stjórnvöldum árið 1995. Hún kveður á um að einungis sé heimilt að veiða sem nemur 25 prósentum af stærð veiðistofns þorsks en þó aldrei minna en 155 þúsund tonn hvert fiskveiðiár. Var alltaf gert ráð fyrir að þessi regla kæmi til endurskoðunar en það er fyrst nú sem Hafrannsókna- stofnun kallar sérstaklega eftir breytingum. Forsenda þess að slíkar breytingar skili árangri er að veiði verði ávallt hóflegt hlut- fall af heildarstofni þorsksins. albert@frettabladid.is Færsla Hringbrautar: Varað við sprengingum Mannskætt flugslys: Hrapaði í fjöruborðinu GABON, AP Í það minnsta fjórtán manns létu lífið þegar farþega- flugvél hrapaði í Atlantshafið rétt undan strönd Afríkuríkisins Gabon. Tíu manns af þrjátíu sem voru um borð björguðust á lífi en sex var enn saknað í gærkvöldi. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum við Libreville, höfuðborg Gabon, og féll í hafið 50 metra undan strönd- inni. Vélarvandamál komu upp stuttu eftir að vélin fór í loftið og tilraun flugstjóra til að lenda flug- vélinni mistókst. Slökkvilið höfuðborgarinnar og franskir sjóliðar hjálpuðust að við björgunaraðgerðir. ■ „Nú eru breyttir tímar. Sigur í næsta leik.“ Ingvar Þór Ólason er einn af burðajöxlunum í meistaraflokki Fram í fótbolta. Undanfarin ár hefur þeim gengið bölvanlega fram í ágúst en þá tekið til við að vinna leiki. Nú hófu þeir Íslandsmótið á sigri en hafa aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum og þykir sumum sem þeir séu komnir í gamla farið. SPURNING DAGSINS Ingvar, var þetta þjófstart? Kópavogsbær: Vilja ekki Orkuveituna BÆJARMÁL Kópavogsbær íhugar að hætta að kaupa rafmagn af Orkuveitu Reykjavíkur og leitar samninga hjá Orkuveitu Suður- nesja. „Við höfum skrifað Orku- veitu Suðurnesja bréf um að kaupa rafmagn af þeim. Við erum fyrst og fremst að leita að betra verði og þjónustu,“ segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Gunnar segist óánægður með verðið hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Við nágranna- sveitafélögin erum með þessu að borga niður óráðsíu R-list- ans.“ Hann fullyrðir þetta sé gert í hagræðingarskyni, en ekki af pólitískum ástæðum. ■ AFGANSKIR HERMENN Afganskir og bandarískir hermenn urðu fyrir árás. Blóðugur bardagi Tugir féllu AFGANISTAN, AP 21 talibani lét lífið í bardögum við bandaríska og af- ganska hermenn í suðurhluta Afganistans. Fimm bandarískir her- menn og tveir afganskir særðust í bardaganum, sem braust út eftir að talibanarnir gerðu hermönnunum fyrirsát. Jan Mohammad Khan, ríkisstjóri í Uruzgan-fylki, sem liggur að staðnum þar sem fyrirsátin var gerð, sagði að yfir hundrað taliban- ar hefðu tekið þátt í árásinni en her- mennirnir notið aðstoðar herþota sem réðust á talibanana. „Við söfn- uðum saman 21 líki. Restin flýði upp í fjöllin,“ sagði Khan. ■ LÖGREGLA Skotið var á bíl á plani fjöl- býlishúss í efra Breiðholti í gær. Skotið, sem fór í afturbretti bílsins, er 22 kalibera og er talið að því hafi verið skotið af stuttu færi. Eigandi bílsins sagði í samtali við blaðið að tveir litlir strákar, sem búa á fjórðu hæð í sama fjölbýlishúsi og hann, hafi verið að leika sér í bolta- leik og notað hurðina hans sem mark. Hann var orðinn þreyttur á skarkalanum og sagði strákunum að fara með boltann út að leika og hætta að sparka í hurðina. Daginn eftir þegar hann stóð með föður sín- um á bílaplaninu segir hann fjóra unga menn hafa komið á bíl og numið á planinu. Þeir hafi verið mjög æstir og sagt að hann ætti ekki að skipta sér af strákunum á fjórðu hæðinni, þeir mættu gera það sem þeir vildu. Mennirnir hafi hótað að drepa bíleigandann, börn hans og föður ef hann skammaði drengina aftur. Bíleigandinn sagðist hafa kannast við einn mannanna úr hverfinu, sem væri bróðir konunnar á fjórðu hæðinni. Fyrir þremur dög- um hafi svo verið keyrt utan í bíl hans þar sem honum var lagt á plan- inu og síðast í gær hafi verið skotið á bílinn. Bíleigandinn sagðist ekki vita hvort þessi mál tengdust en málið er í rannsókn lögreglunnar. ■– hefur þú séð DV í dag? Sérþjálfaðir verðir vakti stjórnarráðið KOSNINGARNAR AUGLÝSTAR Stjörnum Evrópusambandsins var varpað á Trevi-gosbrunninn í Róm til að minna á kosningarnar. FRAMKVÆMDIR Búið er að gefa út til- kynningu meðal íbúa í Hlíðahverfi um að vegna framkvæmda við færslu Hringbrautar megi búast við sprengingum og titringi samfara þeim. Háfell ehf., sem hefur umsjón með verkinu, fullyrðir þó að engin hætta stafi af sprengingunum. Búið er að koma fyrir titrings- mælum á húsum í grennd við fram- kvæmdirnar, sem mæla nákvæm- lega styrk og tíma sprenginganna. Einnig er búið að mynda húsin í ná- grenninu í samvinnu við trygginga- félögin til að tryggja að allt sé með felldu. Til aðvörunar um að von sé á sprengingu verður gefið hljóðmerki. Búist er við að sprengingarnar taki einn til einn og hálfan mánuð. ■ BORAÐ FYRIR SPRENGIEFNI Byrjað verður að sprengja á allra næstu dögum. Bíleiganda var hótað fyrir fáum dögum: Skotið á bíl í Breiðholti ÖFLUG FISKISKIP Hafrannsóknastofnun kallar eftir endurskoðun á þeirri aflareglu sem notast hefur verið við í þorskveiðum frá árinu 1995. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Brýnt að endurskoða aflareglu í þorski Sjávarútvegsráðherra mun á næstu vikum kynna tillögur nefndar sem haft hefur þann starfa að meta árangur af svonefndri aflareglu í þorsk- veiðum. Hafrannsóknastofnun kallar eftir breytingum hið fyrsta. LÖGREGLUMENN SKOÐA VERKSUMMERKI Eiganda bílsins hafði verið hótað nokkrum dögum áður, en hann segist ekki viss um hvort það tengist því að skotið hafi verið á bílinn. HARÐUR ÁREKSTUR Ökumenn tveggja bifreiða sluppu ómeiddir eftir harðan árekstur við Skeiðar- holt í Mosfellsbæ í gær. Flytja þurfti aðra bifreiðina burt með kranabíl og hinn skemmdist ein- nig nokkuð. Ökumennirnir voru einir í bílunum þegar áreksturinn átti sér stað. VELTI BÍL Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bifreið valt skammt sunnan við Krísuvíkur- afleggjara á Þorlákshafnarvegi í gærkvöldi. Hann var ekki talinn alvarlega slasaður. GUNNAR I. BIRGISSON Segir verðið betra hjá Orkuveitu Suðurnesja. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.