Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 8
8 9. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Nefnd landlæknis um kynskiptiaðgerðir: Alltaf einhverjir í viðtölum HEILBRIGÐISMÁL „Við geðlæknarnir í nefndinni erum alltaf með ein- staklinga, sem við erum að meta, í viðtölum“ sagði Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem sæti á í nefnd landlæknisemb- ættisins sem metur stöðu þeirra sem óska eftir að fara í kyn- skiptiaðgerð. Í nefndinni eiga þrír sérfræðilæknar sæti. Óttar sagði að venjan væri að gefa aldrei upp fjöldi þeirra ein- staklinga sem biðu á hverjum tíma, hversu margir væru í við- tölum eða hefðu farið í kyn- skiptiaðgerðir. Matsferli nefnd- arinnar væri margþætt og tæki langan tíma. Síðan tæki nefndin ákvörðun um hvort viðkom- andi einstaklin- gur mætti fara í aðgerð eða ekki. „Viðkomandi þarf að fara í við- töl við geðlækni, s á l f r æ ð i p r ó f , skoðun og viðtal við kvensjúk- dómalækni og þvagfæralækni, það eru hormóna- próf. Þá þarf ein- staklingurinn að lifa í hlutverki hins kynsins tals- vert lengi, þannig að hann viti í raun og veru hvað hann er að fara út í. Svo er hormónameð- ferð í eitt ár,“ sagði Óttar. „Eftir þetta kemur aðgerð, ef af henni verður. Þetta er stór ákvörðun og alveg óafturkræf eftir að að- gerð hefur farið fram.“ Hann sagði að ef nefndin hafnaði fólki um að fara í aðgerð fengi það hjálp til að sætta sig við það kyn sem það væri fætt inn í. Þá væri vitað að Íslending- ar hefðu farið í slíkar aðgerðir í útlöndum, en það hefði verið áður en möguleikar hefðu opn- ast til að fara í aðgerð hér heima. ■ Tvær kynskipti- aðgerðir hér á landi Tvær kynskiptiaðgerðir hafa verið gerðar hér á landi. Í öðru tilvikinu var karli breytt í konu, en í hinu var konu breytt í karl. Hljótt hefur ver- ið um að möguleiki væri á að gangast undir slíkar aðgerðir hér á landi. HEILBRIGÐISMÁL Það er Jens Kjart- ansson, lýtalæknir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, sem fram- kvæmdi báðar aðgerðirnar fyrir allnokkru síðan. Hann vann á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi áður en hann hóf störf hér heima. Ytra öðlaðist hann þekk- ingu á kynskiptiaðgerðum og hef- ur framkvæmt tvær slíkar á LSH. Hljótt hefur verið um að mögu- leiki væri á að gangast undir slík- ar aðgerðir hér á landi. „Þegar þetta kom upp sóttist landlæknisembættið eftir því að ég gerði þetta hér og það hefur gengið vel, sem betur fer,“ sagði Jens. „En það er ekki þar með sagt að ég sé að sækjast eftir að gera meira af þessu heldur en orðið er.“ Jens hefur gert kynskipti- aðgerð á karli annars vegar og konu hins vegar. Hann sagði að komist væri nær raunveruleikan- um með því að breyta karlmanni í konu, en að breyta konu í karl. Þessar aðgerðir væru mjög stórar og oft kæmi til smávægilegra lag- færinga eftir þær. „Ekki eru allir sem óska eftir kynskiptiaðgerð til þess bærir,“ sagði Jens. „Það eru kannski ekki réttar forsendur fyrir hendi til að fólk fari í svona aðgerð. Megin- málið er að reyna að fyrirbyggja það að einhverjir séu að fara í að- gerð, sem ekki þurfa á því að halda. Þar getur verið um að ræða fólk, sem áttar sig ekki á kynferð- isstöðu sinni, en heldur að þetta sé vandamálið. En þetta er mjög vel skilgreint vandamál innan geð- læknisfræðinnar, það er fólk sem upplifir sig ekki í réttum líkama, heldur er „transsexual“. Þá kvaðst Jens nýlega hafa gert tvær óvenjulegar aðgerðir. Um hefði verið að ræða stúlkur sem í hefði vantað skeiðina, það er leggöngin, en ytri kynfæri hefðu verið til staðar. „Það er mjög sjaldgæft að stúlkur fæðist án þess að hafa skeið, en einhverra hluta vegna hafa tvö tilfelli dottið inn mjög ný- lega. Þetta eru fyrstu aðgerðirnar mínar af þessu tagi. Þetta er með- fæddur galli.“ Önnur stúlkan var með leg, þannig að búa þurfti til skeiðina og tengja legið síðan við hana. Í hinu tilvikinu vantaði legið alveg, þan- nig að þá voru einungis búin til leggöng. jss@frettabladid.is Morð í Svartfjallalandi: Karatemeist- ari ákærður SVARTFJALLALAND, AP Karatemeist- ari í Svartfjallalandi hefur verið ákærður fyrir morð á ritstjóra stjórnarandstöðublaðs í landinu. Ritstjórinn hét Dusko Jovanovic og var hann myrtur 28. maí. Damir Mandic hefur verið ákærður fyrir hlutdeild í verk- naðinum en hann er fyrrverandi karatemeistari Svartfjallalands. Mandic hefur auk þess verið bendlaður við eiturlyfjahring. Jovanovic, sem ritstýrði blaði hægrimanna, Dan Daily, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. ■ Mengunarvarnir: Poppkorn í sjóinn NOREGUR, AP Norðmenn eru farnir að nota nýtt efni við æfingar gegn olíuleka í sjó. Efnið sem þeir telja hentugast til að líkja eftir olíu- slikju, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið, er poppkorn. Poppið verður notað við æfing- ar undan vesturströnd Noregs í dag. Þar verður fimm rúmmetr- um af poppi sturtað í sjóinn. Björgunarsveitir á bátum munu svo nota búnað sinn til að skófla poppinu upp úr sjónum. Aðgerðastjórinn, Kaare Jörg- ensen, segir kostinn við poppið þann að það hverfi. „Það sem verð- ur eftir verður fæðuviðbót fyrir fugla og fiska,“ sagði hann. ■ Átta mánaða fangelsi: Stal 3,6 milljónum DÓMSMÁL Maður fæddur 1975 hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og fjár- svik. Maðurinn braust inn á heimili við Langholtsveg í september í fyrra og hafði með sér innbú að værðmæti 700 þúsund krónur. Sex dögum síðar braust hann inn í Hampiðjuna og stal tölvu- og tæknibúnaði fyrir tæplega hálfa milljón króna. Loks sveik hann sjö sinnum út vörur og þjónustu frá fyrirtækjum fyrir tæpar 2,2 millj- ónir og lét skrifa á Hampiðjuna. Maðurinn játaði brot sín. Hon- um er gert að greiða Bræðrunum Ormsson rúmlega eina milljón króna auk vaxta og allan sakar- kostnað ásamt þóknun verjanda. ■ SORPURÐUN „Það er vel fylgst með því að ekki sé urðað hærra í nýj- um reinum heldur en deiliskipu- lag segir til um,“ sagði Sigurður Jónsson, skipulags- og bygginga- fulltrúi sveitarfélagsins Ölfuss, vegna ágreinings sem uppi er um urðun Sorpstöðvar Suðurlands. Talið er að sorphaugurinn sé nú orðinn fimm metrum hærri heldur en deiliskipulag segir til um. Sveitarstjórn Ölfuss hefur haft afskipti af málinu. Þá gætir viðvarandi óánægju meðal á- búenda í nágrenni við sorpstöðina Sigurður sagði, að ekki yrði farið í að lækka hauginn nema að mjög vel athuguðu máli, þar sem af slíkum aðgerðum gæti stafað mengunarhætta vegna gas- myndunar og annars. Því væri í athugun hvað ætti að gera við eldri reinarnar. „Við erum með mælingamann sem fylgist grannt með þessu,“ sagði Sigurður. „Hann lætur okk- ur vita ef sorp í nýju reinunum fer hærra heldur en skipulagið segir til um.“ ■ Í NORÐUR-KÓREU Suðurkóreskir vöruflutningabílar sóttu jarð- vegsefni til Norður-Kóreu á dögunum. Það vekur vonir um betri samskipti þjóðanna. Neyðaraðstoð: Milljónir þurfa hjálp NORÐUR-KÓREA, AP Milljónir Norð- ur-Kóreumanna líða skort og þarfnast læknishjálpar, sagði Alistair Henley, fulltrúi Rauða krossins í Peking, höfuðborg Kína. Hann hvatti alþjóðasam- félagið til að halda áfram neyðar- aðstoð við Norður-Kóreu þrátt fyrir að ekki hafi náðst sátt um kjarnorkuvopnaáætlun þarlendra stjórnvalda. „Óháð því hvert pólitíska sam- hengið er þá er viðvarandi þörf landsins mjög, mjög mikil,“ sagði Henley, sem var nýsnúinn aftur úr fjögurra daga könnunarferð til Norður-Kóreu. ■ ÓTTAR GUÐ- MUNDSSON Á sæti í nefnd sem fjallar um mál þeirra sem óska eftir að fara í kynskiptiaðgerð. AÐGERÐIR Á Landspítala - háskólasjúkrahúsi vinnur Jens Kjartansson lýtalæknir, sem gert hefur tvær kynskiptiaðgerðir hér á landi. SORP Affall frá sorphaugnum sem rennur í Ölfusá. Sorpstöð Suðurlands: Vel fylgst með nýjum reinum SVONA ERUM VIÐ HEILDARFJÖLDI GISTINÁTTA Á HÓTELUM OG GISTIHÚSUM Fjöldi gistinátta Hlutfall útlendinga 1995 2000 2002 84 4. 07 0 1. 18 6. 45 5 1. 26 0. 50 1 77,0%75,4% 70,9%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.