Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 10
10 9. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR 34 Á HJÓLI Heimsmet var að líkindum sett á Indlandi þegar 34 fjórir vaskir menn tylltu sér sam- an á eitt bifhjól og keyrðu á því um 500 metra vegalengd. Félagskapurinn kallar sig Hvirfilbylina og áttu þeir einnig eldra met- ið, en þá komust 30 manns á hjólið. Beð- ið er staðfestingar Heimsmetabókar Guinness á metinu. Kaup VÍS á Lyfju af Baugi: Samkaup og Íslandsbanki í hópnum VIÐSKIPTI Gengið hefur verið frá kaupum á lyfsölukeðjunni Lyfju. Vátryggingafélag Íslands fór fyr- ir hópi fjárfesta sem keyptu Lyfju. Þá kom fram að heildar- skuldbinding VÍS vegna kaupanna væri 500 milljónir króna. Boðað var að fleiri fjárfestar kæmu að kaupunum. Eigið fé nýstofnaðs fé- lags um eignarhald Lyfju er 1.500 milljónir króna og er eign VÍS 33 prósent og Kaupfélags Suður- nesja, sem er eigandi Samkaupa, sömuleiðis þriðjungur. Aðrir eig- endur eru Íslandsbanki með 20 prósent, Samvinnutryggingar með tíu prósent og Kaupfélag Skagfirðinga með 3,3 prósent. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins er eigið fé og skuldir Lyfju samtals á sjötta milljarð króna. Baugur átti Lyfju að fullu eftir að hafa keypt hlut stofnenda félagsins fyrir nokkru. Verðið í viðskiptunum var lítil- lega lægra en þegar Baugur keyp- ti félagið að fullu, en talsvert yfir meðalverði þess sem Baugur hafði borgað fyrir félagið. ■ Ómarkviss fiskveiði- stjórnun á úthöfum Aukning verðmæta á veiddum sjávarafurðum er mikilvæg ríkjum Norður-Atlandshafsins. Þau eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta og vilja hafa áhrif á fiskveiðistjórnun á úthöfum sem og að berjast gegn misvísandi umfjöllun fjölmiðla um fiskveiðar. SJÁVARÚTVEGUR Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir vinnu við endurskoðun úthafssamnings Sameinuðu þjóðanna að hefjast. Hann segir mikilvægt að sjávar- útvegsráðherrar Norður-Atlants- hafslanda vinni saman í þeim mál- um og hafi áhrif: „Satt að segja hefur fiskveiðistjórnun á úthafinu utan lögsagna ríkja ekki ekki ver- ið eins markviss og árangursrík og nauðsynlegt væri.“ Sjávarútvegsráðherrar Fær- eyja, Grænlands, Kanada, Noregs og Rússlands ásamt sendifulltrúa Evrópuráðsins og Árna hittust um helgina í Stykkishólmi og ræddu verðmætaaukningu sjávaraflans, samvinnu í kynningu sjávarafurð- anna sem heilsusamlega vöru og nauðsyn þess að berjast gegn mis- vísandi umfjöllunum um fisk- veiðar á mörkuðum heimsins. Árni segir ekki óalgengt að er- lendir fjölmiðlar birti nei- kvæðar fréttir af fiskafurðum og inni- haldi þeirra. Í sjó- mannadagsræðu sinni sagði Árni að áróður gegn fiskafurðum gæti með skjótum hætti bitnað á útflutn- ingstekjum lands- ins. Hann sagði stór- fyrirtæki eins og hið franska Carrefour og McDonalds setji eigin kröfur. „Fyrirtækin gera ríka kröfu um öryggi matvæla og sjálfbærni og nú þegar hef- ur starfsfólk sjávarút- v e g s r á ð u n e y t i s i n s þurft að gefa skýring- ar á því hvers vegna við veiðum umfram það aflamark sem er ákveðið í upphafi hvers fiskveiðiárs.“ Aðspurður segir Árni fyrirspurnirn- ar hafa haft góð áhrif. „Við vorum að fá símhringingu frá Frakklandi að Carrefour hefði auglýst í stóru frönsku blaði að þeir keyptu aðeins fisk frá Íslandi af því að veiðarnar væru sjálf- bærar og aðeins væri veitt á línu.“ Árni segir að löndin við Norð- ur-Atlandshafið hafi mikla sam- eiginlega hagsmuni í sjávarútvegi og séu háð hvert öðru vegna við- skipta. „Við eigum öll það sameig- inlegt að vel sé staðið að fiskveið- um í heiminum almennt og að það fari gott orð af fiskveiðum og sjávarafurðum. Sameiginlegir hagsmunir eru miklu meiri en það sem aðskilur okkur vegna sam- keppni,“ segir Árni. gag@frettabladid.is Kaupmannahöfn: Borgarstjóri hættir KAUPMANNAHÖFN, AP Borgarstjóri Kaupmannahafnar, Jens Mikkel- sen, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum en hann hefur gegnt embættinu síð- an árið 1989. Mikkelsen neitar því alfarið að ákvörðun hans tengist mikill gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir eftir að hafa þegið andvirði hálfrar milljónar íslenskra króna frá fasteignafélagi til styrktar heimilislausum. Mikkelsen var sakaður um að hafa notað féð til að fjármagna sumarleyfi fjölskyldu sinnar. ■ Hringbrautin: Rúmlega 1.000 undir- skriftir SAMGÖNGUR Átakshópurinn gegn færslu Hringbrautar hefur ákveðið að halda úti yfirstand- andi undirskriftasöfnun til mið- nættis 21. júní á forsíðu mbl.is og vefsíðunni tj44.net/hring- braut/. Nú eru 1.020 framsýnir einstaklingar búnir að skrifa sig á undirskriftalistann, að því er segir í frétt frá hópnum, þar sem þess er óskað að Hring- brautarfærslan verið borin und- ir atkvæði borgarbúa. Undirskriftasöfnuninni átti að ljúka í dag en sú ákvörðun var tekin áður en umræðan um fjölmiðlafrumvarpið fór í gang. Öll önnur mál féllu þá í skugg- ann. ■ ÁRNI MATHIESEN Á níundu ráðstefnu sjávarútvegsráðherra Norður-Atlandshafsins var rætt um mikilvægi þess að auka verðmæti í veiddum fiski. Íslenska nefndin byggði á skýrslu stýrihóps undir formennsku Friðriks Friðrikssonar hagfræðings sem kom út í febrúar. Þar segir að þriðjungur veiddra afurða hafi verið til manneldis árið 2001 og staðið undir 86% af útflutningsverði aflans. Stefnt er að því að auka heildarverðmæti afurða um 6% á ári. TRYGGJA SÉR LYFJU Fjárfestar undir forystu Finns Ingólfsonar, forstjóra VÍS, hafa gengið frá kaupum á lyfsölu- keðjunni Lyfju.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Dómsmálaráðuneytið bandaríska sagði pyntingar ekki endilega ólöglegar: Réttlættu beitingu pyntinga BANDARÍKIN Greinargerð sem bandaríska dómsmálaráðuneytið sendi Hvíta húsinu í ágúst 2002 gefur til kynna að stjórnvöld hafi verið reiðubúin að leggja blessun sína yfir að meintir hryðjuverka- menn yrðu pyntaðir. Greinargerð- in var tekin saman eftir að CIA, bandaríska leyniþjónustan óskaði eftir lagalegum leiðbeiningum um hvaða aðferðum mætti beita við yfirheyrslur. Í greinargerðinni, sem banda- ríska dagblaðið Washington Post komst yfir, segir að pyntingar meðlima al-Kaída sem er haldið erlendis kunni að vera réttlætan- leg og að alþjóðalög sem banni pyntingar kunni að brjóta gegn stjórnarskrárákvæðum ef þau beinast að yfirheyrslum fanga í stríðinu gegn hryðjuverkum. Höfundar greinargerðarinnar sögðu að með beitingu pyntinga til að komast yfir upplýsingar væru menn að reyna að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Því gæti nauð- synin og sjálfsvörnin réttlætt pyntingar og komið í veg fyrir lögsókn síðar. ■ LEYFA EINKAREKIN FLUGFÉLÖG Kínversk stjórnvöld hafa leyft tveimur einkareknum flugfélög- um að hefja starfsemi. Þau fylgja í kjölfar félags sem varð í febrú- ar fyrsta einkarekna flugfélagið til að fá starfsleyfi í kommúnista- ríkinu. Fram að því höfðu stjórn- völd einkarétt á öllu farþegaflugi í Kína. FANGAMISÞYRMINGAR Í ÍRAK Vísbendingar eru um að fangamisþyrmingar í Írak séu í það minnsta að hluta til komnar vegna starfsaðferða Bandaríkjahers. M YN D N EW Y O RK ER ■ ASÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.