Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 28
20 9. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Fyrstu kaup Mourinho: Ferreira til Chelsea FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildar- félagið Chelsea hefur fest kaup á portúgalska landsliðs- og varnar- manninum Paulo Ferreira, frá Portó. Kaupverðið er fjórtán milljónir punda en þetta eru fyrstu kaup nýráðins fram- kvæmdastjóra Chelsea, José Mourinho. Eins og við var að búast leitar Mourinho til síns gamla félags sem hann stýrði til sigurs í meist- aradeildinni í síðasta mánuði. Væntanlega verða fleiri leikmenn frá Portó keyptir til Chelsea og þar eru þeir einna helstir nefndir miðjumennirnir Deco og Cost- inha. Paulo Ferreira er 25 ára og tal- inn einn allra besti hægri bak- vörðurinn í Evrópu og er koma hans til Chelsea síst til þess fallin að styrkja stöðu þeirra Marios Melchiot og Glens Johnson. ■ Ranieri mættur á nýjan leik Spænska meistaraliðið Valencia rær á kunnugleg mið í þjálfaramálum. FÓTBOLTI Ítalinn Claudio Ranieri, hinn nýburtrekni framkvæmda- stjóri Chelsea, er á leiðinni síns gamla félags, Valencia, og tekur við af Rafael Benitez, sem líklega er að taka við stjórninni hjá Liver- pool. Ranieri skrifaði í gær undir tveggja ára samning við spænsku meistarana. Eftir að hafa gert feitan starfs- lokasamning við Chelsea snýr Ranieri aftur til Valencia en hann var við stjórnvölinn hjá Leður- blökunum á árunum 1997–1999. Hann gerði góða hluti þar, eins og hann hefur gert alls staðar þar sem hann hefur komið við, og und- ir stjórn hans komst Valencia í Meistaradeildina í fyrsta skipti og vann spænska bikarinn 1997. Frá Valencia hélt Ranieri til Madrídar og tók þar við liði Atlet- ico en dvöl hans þar spannaði að- eins eitt tímabil. Hann tók við framkvæmda- stjórastöðunni hjá Chelsea í sept- ember árið 2000 af landa sínum Gianluca Vialli. Flestir voru á því að uppsögn hans nýverið hafi ekkert með frammistöðu hans eða liðsins að gera - Roman Abramovich, eigandi Chelsea, vildi af einhverj- um ástæðum ekkert með Ranieri hafa. Ranieri kom til Valencia á mánudaginn og þetta hafði hann þá að segja: „Loksins er ég kom- inn heim, ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur til Val- encia og hlakka til starfans.“ Óhætt er að segja að Ranieri takið við góðu búi en síðastliðið keppnistímabil var mjög fengsælt fyrir Valencia - liðið hampaði Spánarmeistaratitlinum og vann sigur að auki í Evrópukeppni félagsliða. ■ FÓTBOLTI Vicente del Bosque hefur sagt frá því að áður en hann samdi við Besiktas í Tyrklandi til næstu tveggja ára á dögunum hafi Real Madrid boðið honum að gerast aðstoðarþjálfari hjá félaginu: „Mér var boðin staða hjá Real Madrid en ekki sem aðalþjálfari. Ég get ekki verið aðstoðarþjálfari svo ég hafnaði tilboðinu,“ sagði del Bosque um leið og hann skrifaði undir margra milljóna dollara samning við Besiktas. Hinn fimmtíu og þriggja ára gamli del Bosque hefur verið at- vinnulaus eftir að Real Madrid ákvað að endurnýja ekki samning hans við félagið á síðasta ári en hann hafði verið stjórnvölinn hjá stórliðinu frá árinu 1999. Undir stjórn hans varð Real Madrid meðal annars tvisvar sinnum sig- urvegari í Meistaradeild Evrópu og sömuleiðis tvisvar í spænsku deildakeppninni. Í stað Del Bosque réð Real Madrid Portúgalann Carlos Queiroz en hann var látinn taka pokann sinn fyrir skömmu. Del Bosque tekur við af Rúm- enanum Mircea Lucescu sem sagði upp störfum eftir tveggja ára veru hjá Besiktas en undir hans stjórn varð liðið tyrkneskur meistari í fyrra. ■ ÍRAKI Í HRINGINN Najah Ali undirbýr sig hér af fullum þunga fyrir Ólympíuleikana í Grikklandi í sumar. Þar verður hann eini keppandi Íraka í hnefaleikum. BOX HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 6 7 8 9 10 11 12 Miðvikudagur JÚNÍ CLAUDIO RANIERI Tekur við Valencia. Skrifar undir samning í vikunni. Sálfræðistríð gegn Englendingum hafið hjá Frökkum: Rooney gerir engar rósir gegn okkur FÓTBOLTI Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram, sem leikur með Juventus, segir að enski sóknar- maðurinn ungi Wayne Rooney sé ekki nógu reynslumikill til að gera einhverjar rósir á EM í Portúgal sem hefst á laugar- daginn. Wayne Rooney, sem er á mála hjá Everton, er aðeins átján vetra og hefur skorað fimm mörk í þrettán landsleikjum – þar af komu tvö gegn okkur Íslending- um um síðustu helgi. Thuram, sem mun að öllum lík- indum gæta Rooneys þegar Eng- land og Frakkland mætast í fyrsta leik liðanna á EM, lét hafa þetta eftir sér: „Ég efast um að Rooney geti fært enska liðinu mikið. Hann er mjög ungur – of ungur fyrir svona harða keppni. Hann skortir alþjóðlega reynslu svo það er mjög varhugavert hjá Englend- ingum að treysta á að hann komi til með að skora mörk fyrir þá í þessari keppni.“ Og Thuram hélt áfram: „Rooney er enginn Michael Owen – hann var mun betri leikmaður þegar hann hóf feril sinn með enska landsliðinu en Rooney er nú. Everton- leikmaðurinn er góður en hann er enginn Pele,“ sagði Lilian Thuram. Nú á að kynda undir sál- fræðibálinu og það verður fróð- legt að sjá hvernig Wayne Rooney bregst við þessum ummælum inni á vellinum þegar þessir fornu fjendur, England og Frakkland, mætast á laugardaginn. ■ Flótti úr bandaríska ólympíuliðinu í körfu: Bibby sá sjöundi sem hættir við KÖRFUBOLTI Mike Bibby, leikstjórn- andi Sacramento Kings, varð í gær sjöundi leikmaður af upphaf- legum níu manna hópi bandaríska ólympíulandsliðsins í körfuknatt- leik til að hætta við að spila á Ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast eftir rúma tvo mánuði. Bibby sagði aðspurður að hann þyrfti meiri hvíld til að ná sér eftir langt og strangt tímabil í NBA-deildinni. Áður höfðu þeir Shaquille O’Neal, Kobe Bryant og Karl Malone hjá Los Angeles Lakers, Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves, Jason Kidd og Kenyon Martin hjá New Jersey Nets, Ray Allen hjá Seattle Super- sonics, Vince Carter hjá Toronto Raptors og Tracy McGrady hjá Orlando Magic hætt við þátttöku vegna þreytu eða hræðslu um eig- ið öryggi. Þeir tveir leikmenn sem hafa ekki enn boðað forföll úr upphaf- lega hópnum eru Tim Duncan hjá San Antonio Spurs og Allen Iver- son hjá Philadephia 76ers en auk þeirra verða í liðinu nýliði ársins, LeBron James hjá Cleveland Cavaliers, Richard Jefferson frá New Jersey Nets, Stephon Mar- bury hjá New York Knicks og Shawn Marion og Amare Stouda- mire hjá Phoenix Suns. ■ WAYNE ROONEY Óreyndur en skoraði samt tvö mörk gegn Íslendingum á laugardaginn. Lilian Thuram hræðist hann ekki. Real Madrid misbauð Vicente del Bosque: Vildi ekki til Real PAULO FERREIRA Keyptur frá Porto fyrir 14 milljónir punda ■ ■ LEIKIR  20.00 KR og ÍA mætast á KR- vellinum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.  20.00 FH og Valur leiða saman hesta sína í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  19.45 Landsbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá leik KR og ÍA í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu.  22.00 Olíssport á Sýn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.