Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 10
10 10. júní 2004 FIMMTUDAGUR ENN VERIÐ AÐ TELJA Talning atkvæða sem voru greidd í filipps- eysku forsetakosningunum gengur hægt. Niðurstaða verður að liggja fyrir áður en mánuðurinn er úti en búist er við harka- legum viðbrögðum hver sem þau verða. Leikskólar Garðabæjar opnir allt árið: Leikskólar Reykjavíkur stytta sumarlokanir LEIKSKÓLAR Leikskólar Reykjavíkur verða lokaðir í hálfan mánuð í sum- ar. Það er helmingi styttri tími en á síðasta ári. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskólanna í Reykjavík, segir flesta foreldra sætta sig við fríið og aðeins hafi komið upp ein- staka mál á þeim áttatíu leikskólum sem borgin reki þar sem lokanir skapi erfiðleika. „Það verður kann- að hvernig þetta gefst í haust,“ segir Bergur. Allir leikskólar nágrannasveitar- félaganna, nema leikskólar Garða- bæjar, loka um fjögurra vikna skeið. Þeim er ekki lokað á sama tíma, nema á Seltjarnarnesi þar sem lok- anir skarast um hálfan mánuð. Því geta börnin flust milli skóla henti tíminn ekki foreldrum. „Nánast eng- inn, einn eða tveir, hafa óskað eftir því hér,“ segir Magnús Baldursson, fræðslustjóri Hafnarfjarðar. Gunnar Einarsson, forstöðu- maður fræðslu- og menningarmála í Garðabæ, segir lítinn aukakostnað skapast vegna sumaropnanna. „Við reynum að skipuleggja það þannig að við þurfum ekki að bæta við fólki. Á sumrin fáum við aðstoð frá vinnuskólakrökkum sem bera þó ekki ábyrgðina. Við heyrum það á foreldrunum að það sé ánægja með þetta. Á meðan svo er þá sjáum við ekki tilganginn í að breyta.“ ■ MÁLÞING Forysta Sjálfstæðisflokks- ins taldi árið 1952, að forseti Ís- lands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórn- málafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jó- hann Hafstein skrifuðu fyrir for- setakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: „Þeg- ar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnar- skrárbundnum völdum sínum.“ Svanur benti líka á hversu virk- ur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæm- is treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnar- kreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþings- stjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórn- armyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmynd- un væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að „þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað.“ Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðast- liðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks. bergsteinn@frettabladid.is ■ EVRÓPA KOSOVO-ALBANAR FRAMSELD- IR Albanar hafa framselt þrjá menn sem eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi í Kosovo. Mennirnir voru fram- seldir í hendur friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna þar. Þeir eru grunaðir um tengsl við öfgahóp sem hefur ráðist á lög- reglu og her í Makedóníu og Serbíu. FLJÚGANDI KLÓSETT Þýsk kona slapp án meiðsla þegar ferða- klósett lenti á bíl hennar. Klósett- ið tókst á loft í miklum stormi og fauk nokkra leið áður en það lenti á bíl konunnar. LEYSTIR UNDAN HERSKYLDU Her- skylda kemur til með að heyra sögunni til í Ungverjalandi í nóv- ember næstkomandi. Þá fá síð- ustu hermennirnir sem gegna herskyldu lausn. – hefur þú séð DV í dag? Borgarstjóri New York biður að heilsa Dorrit TYRKLAND, AP Tyrkneska ríkissjón- varpið er í fyrsta skipti í sögunni farið að útvarpa og sjónvarpa efni á kúrdísku, málinu sem var um margra ára skeið bannað að notast við í Tyrklandi. Útsendingin er hluti af tilraun- um stjórnvalda til að uppfylla kröfur um aðild að Evrópusam- bandinu. Til þess að ná því marki þurfa þau að bæta ástand mann- réttindamála. Tyrkneski stjórnarherinn og kúrdískir uppreisnarmenn bárust á banaspjót í fimmtán ár. 37.000 manns létu lífið í því borgara- stríði. ■ ÚTSENDING Á KÚRDÍSKU Kúrdískir dansar og fréttir á kúrdísku voru á dagskrá fyrsta sjónvarpsþáttarins á kúrdísku. Tyrkneska sjónvarpið: Útvarpar á kúrdísku M YN D A P FRÁ MÁLÞINGINU Svanur Kristjánsson í pontu. Við hlið hans sitja Birgir Hermannsson fundarstjóri, Guðni Th. Jóhannesson og Sveinn Helgason Forsetinn valda- mikill og pólitískur Málþing um pólitískt hlutverk forseta Íslands frá stofnun lýðveldis til okkar daga var haldið í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir Svein Björnsson hafa skapað pólitískt og valdamikið embætti. KRAKKAR Á KORPUKOTI Korpukot í Grafarvogi er einkarekinn leikskóli sem fer ekki í frí í sumar rétt eins og leikskólar Garðabæjar. Guðríður Guðmundsdóttir, umsjónamaður fagmála og starfsmannastjóri Korpu- kots, segir að þar geti foreldrar óskað eftir því að skipta sumarfríi barnanna í tvenn tímabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.