Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 16
10. júní 2004 FIMMTUDAGUR Hjúskaparstaða Bretaprins: Flestum er alveg sama BRETLAND, AP 32 prósent Breta eru hlynnt því að Karl Bretaprins kvænist ástkonu sinni Camillu Parker Bowles samkvæmt nýrri skoðanakönnun en 29 prósent eru andvíg því. Flestum, eða 38 prósentum, er þó alveg sama, en tvö prósent hafa enga skoðun á því hvort prinsinn eigi að kvænast eða ekki. Konur eru almennt andvígari því en karlar að prinsinn og Camilla kvænist. 37 prósent kvenna eru andvíg því en 21 prósent karla. Yngra fólk er svo hlynntara hjónabandi en eldra fólk, 42 prósent átján til 24 ára voru hlynnt því en 41 prósent fólks á aldrinum 55–64 ára. ■ FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM -fyrir norðan- Innritun í Framhaldsskólann á Laugum lýkur hinn 11. júní Innritað er á: félagsfræðibraut náttúrufræðibraut íþróttabraut almenna námsbraut Umsóknir um skólavist og heimavist skulu sendar til Framhaldsskólans á Laugum 650 Laugar. Allar nánari upplýsingar veittar í símum 4646304, 4646306 og 464311 Herprestur: Stal leifum dýrlinga KOSOVO, AP Serbneska rétt- trúnaðarkirkjan í Kosovo hefur sakað franskan herprest um að stela líkamsleifum tveggja serbneskra dýrlinga. Klerkarnir segja að herprest- urinn hafi fjarlægt leifarnar úr líkkistum sem voru geymdar í tveimur kirkjum sem höfðu eyði- lagst í árásum Kosovo-Albana. Að þeirra sögn sagðist herpresturinn ætla að verja líkamsleifarnar fyrir árásum múslima og afhenda þær serbneskum klerkum í Kosovo. Það gerði hann hins vegar ekki. Alþjóðlega friðargæsluliðið vísaði þessu á bug. ■ ÚTFÖR SERBNESKS PILTS Unglingspiltur lést í árás Kosovo-Albana á dögunum. Ofbeldisverk eru tíð í Kosovo. KARL BRETAPRINS Álíka margir eru hlynntir því og andvígir að hann kvænist aftur. JAPAN, AP Vonir um að Japanir séu að rífa sig upp úr meira en áratugslöngum doða efnahags- lífsins hafa heldur aukist eftir að endanlegar tölur um lands- framleiðslu Japans voru aðeins hærri en búist hafði verið við. Landsframleiðslan var einu og hálfu prósenti meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Bráðabirgðatölur höfðu sýnt aukningu upp á 1,4 prósent, sem samsvarar 5,6 prósenta vexti á ársgrundvelli, en nýju tölurnar samsvara rúmlega sex prósenta vexti á eins árs tímabili. Tölurnar virðast staðfesta skoðun þeirra sérfræðinga sem segja að Japan virðist vera að rífa sig upp úr efna- hagslægðinni sem hefur hrjáð landið frá því á síðasta áratugi. Landsframleiðslan hefur auk- ist átta ársfjórðunga í röð, það er besti árangur í þessum efn- um frá því hún jókst níu árs- fjórðunga í röð frá 1995 fram á fyrsta ársfjórðung 1997. Aukningin fyrstu þrjá mánuði þessa árs er þó aðeins minni en á síðasta ársfjórðungi í fyrra. ■ AUKIN EINKANEYSLA Eitt af því sem eykur mönnum bjartsýni er að Japanar eyða sjálfir meira fé en áður. Vöxtur efnahagslífsins meiri en talið var: Aukin bjartsýni í Japan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.