Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 18
18 10. júní 2004 FIMMTUDAGUR Kvennaskólinn vill Mýrargötulóð: Umsókn ekki komin frá ráðuneyti SKÓLAMÁL Kvennaskólinn í Reykja- vík fór þess á leit við menntamála- ráðuneytið í apríl síðastliðinn að sótt yrði um lóð fyrir skólann á Mýrargötusvæðinu í Reykjavík. „Gert er ráð fyrir slíkri stofnun þar og ég vildi gjarnan að þar yrði byggt yfir Kvennaskólann,“ segir Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, skóla- meistari Kvennaskólans, og fer ekki leynt með að helst vilji hún að skól- anum sé fundinn staður sem næst miðbænum. „Byggt var hús yfir skólann við Austurvöll 1875-6 sem nú gengur undir nafninu NASA. Skólinn flutti svo hér að Fríkirkju- vegi árið 1909. Þetta er miðbæjar- skóli og á að vera það.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður umhverfis- og byggingar- nefndar Reykjavíkur, segir að ekki hafi borist umsókn um lóð fyrir skólann á Mýrargötusvæðinu. „Reyndar var ég einmitt að furða mig á því að bréf skuli ekki enn hafa borist frá ráðuneytinu, því ég átti fund með skólameistara Kvenna- skólans fyrir nokkru og vissi af um- leitan hennar.“ Hún segir borgina hafa bent ráðuneytinu á nokkra staðsetningarkosti fyrir framhalds- skóla í borginni. „Til dæmis Vals- svæðið, hugsanlega möguleika á fyllingunni við Eiðsgranda og svo Mýrargötusvæðið.“ Ekki fengust svör frá menntamálaráðuneytinu. ■ STJÓRNARSTEFNU MÓTMÆLT Það eru ekki aðeins Tyrkir sem mótmæla Ísraelsstjórn heldur heimamenn líka. Tyrkir mótmæla: Sendimenn sendir heim JERÚSALEM, AP Tyrknesk stjórnvöld hafa kallað tvo háttsetta sendi- menn í sendiráði sínu í Tel Aviv heim frá Ísrael. Með þessu vilja þeir mótmæla framferði Ísraels- stjórnar gegn Palestínumönnum. Stjórnir beggja landa gerðu í gær lítið úr því að mennirnir hefðu verið kallaðir heim. Heimköllunin kemur þó í kjölfar harðrar gagn- rýni Tyrkja á Ísraela, þar sem tyrk- neski forsætisráðherrann Recep Erdogan hótaði meðal annars að kalla sendiherra sinn heim. ■ KVENNASKÓLINN Kvennaskólinn í Reykjavík er við Fríkirkjuveg, en var áður við Austur- völl. Skólameistari skólans rennir hýru auga til lóðar á Mýrargötusvæð- inu sem verið er að skipuleggja. ÞRÍR SJÖBURANNA LÁTNIR Þrír af sjöburum palestínskrar konu sem fæddust á mánudag eru látn- ir. Þeir fjórir sem eftir lifa eru allir í lífshættu. „Við vonum að þeir hafi þetta af en getum ekki verið viss,“ sagði Wael Najar hjúkrunarkona. RYK BYRGIR SÝN Hvassir vindar þyrluðu upp ryki við Taj Mahal-musterið í Agra í Indlandi. Ferða- menn huldu margir hverjir vit sín þegar þeir reyndu að virða musterið fyrir sér. ■ MIÐ-AUSTURLÖND Sól og sumar Sannkölluð sumarstemning myndaðist í sólinni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli og í Nauthólsvík. Spáð er áframhaldandi sólskini í dag. VEÐUR Höfuðborgarbúar nutu veðurblíðunnar á suð- vesturhorni landsins í gær. Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli og í Nauthólsvík auk þess sem mikill erill var í sundlaugum borgarinnar. Bjart var í veðri og hitinn náði hæst tæpum þrett- án gráðum klukkan þrjú að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Óli Þór býst við áframhaldandi veðurblíðu en í dag er búist við mjög svipuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu og var í gær. „Það verður áfram sólskin en má búast við hafgolu yfir miðjan daginn,“ segir Óli Þór. Að sögn Óla Þórs er björtu veðri spáð fram á laug- ardag en þá er búist við að þykkni upp og fari að rigna. ■ KAKÓ MEÐ NÆST Vinkonurnar Katrín, Jóhanna Vigdís, Inga og Guðrún voru búnar að prófa pottinn í Nauthólsvíkinni. Þær voru ánægðar með daginn en fannst svolítið kalt og höfðu jafnvel velt fyrir sér að taka með kakó í næstu strandarferð. STRANDARSTEMNING Sannkölluð strandar- stemning myndaðist í Nauthólsvíkinni í gær. Þar lá fólk í sólinni, bað- aði sig í sjónum og þessi stúlka hafði tekið með sér skóflu og fötu á ströndina. UNDIR GOSBRUNNINUM Mikill mannfjöldi safnaðist saman í sundlaugum höfuðborgarsvæð- isins í sólinni í gær. Sundlaug Hafnarfjarðar var þar engin undan- tekning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.