Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 10. júní 2004 ostagolfmótið í Vestmannaeyjum Golfklúbbur Vestmannaeyja – 54 holur Önnur keppnin í Toyota-mótaröðinni í golfi fer fram á golfvelli Golfklúbbs Vestmannaeyja á laugardag og sunnudag. Keppnin hefst klukkan 8 báða dagana. Fylgstu með frá byrjun! 12.–13. júní Hola í hverju höggi! Komið og sjáið bestu kylfinga landsins keppa. Við hvetjum alla til að fylgjast með strax frá byrjun á laugardag en draga fer til tíðinda á milli efstu manna á mótinu eftir hádegi á sunnudag. Sjáumst í góðum golfgír! H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Í tilefni af Ostagolfmótinu býður Golfverslun Nevada Bob upp á mælingar og prufukeyrslu á nýjustu kylfunum á markaðnum frá Adams, Callaway, Hogan, King Cobra, Nike, Ping, Srixon og Titleist. Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, Björgvin Sigurbergsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Ingi Rúnar Gíslason verða með sýningu og veita ráðgjöf varðandi kylfuvalið ásamt starfsmönnum Nevada Bob. Sýning, kynning, prufukeyrsla og mælingar Föstudaginn 11. júní kl. 17–20 á golfvellinum í Vestmannaeyjum. OSTAGOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖ‹IN OSTAGOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖ‹IN OSTAGOLFMÓTIÐ OSTAGOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖ‹IN OSTAGOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖ‹IN OSTAGOLFMÓTIÐ Forseti Afganistans: Sakaður um sam- ráð við stríðsherra KABÚL, AP Vangaveltur um hvort Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, vinni að kosningasamkomu- lagi við öflugustu stríðsherra landsins hafa ágerst eftir að hann hitti höfuðpaura Norðurbanda- lagsins að máli. Karzai neitar öll- um sögusögnum um að samkomu- lag hafi verið gert. Kosningar fara fram í landinu í september og hefur Karzai yfir- burðastöðu miðað við mótfram- bjóðendur sína. Gagnrýnisraddir segja forsetann að svíkja almenn- ing í þessu stríðshrjáða landi með því að semja við þá sem standa á bak við meira en tuttugu ára skærur í landinu. Stríðsherrarnir, sem eru hlið- hollir ríkisstjórninni að nafninu til, eru grunaðir um að standa á bak við stríð um landsvæði og eit- urlyf sem orðið hafa óbreyttum borgurum að bana. Nokkrir leið- toganna sitja í ríkisstjórn Karzai, sem leggur áherslu á að þeir séu hluti af „raunverulegu lífi í land- inu.“ Hamid Karzai hóf í fyrradag heimsókn sína til Bandaríkjanna og mun hann meðal annars hitta Bush Bandaríkjaforseta að máli. ■ Sjúkrahús Akraness: 88% sögðu já KJARAMÁL Starfsmenn Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi sem skráðir eru í verka- lýðsfélag staðarins samþykktu kjarasamning Starfsgreinasam- bands Íslands og fjármálaráðu- neytis í annarri tilraun á mánudag. Á kjörskrá voru 80 og greiddu 25 atkvæði eða 31%. Já sögðu 22 félagsmenn eða 88%. Nei sögðu tveir félagsmenn eða 8%. Einn seðill var auður eða ógildur. Aðeins tvö sjúkrahús á landinu felldu kjarasamninginn í fyrstu til- raun en það gerðist einnig á Siglu- firði. Þar stendur kosning enn yfir vegna sumarleyfa starfsmanna, segir Signý Jóhannesdóttir, for- maður Verkalýðsfélagsins Vöku. Úrslit verða ljós síðar í dag. ■ HAMID KARZAI Karzai hóf í fyrradag heimsókn sína til Bandaríkjanna og mun hann meðal annars hitta George Bush Bandaríkjaforseta að máli. FUGLASKOÐUN Endurnar á Tjörninni voru pakksaddar enda lögðu margir leið sína þangað til að gefa þeim brauð í góða veðrinu. Þessir menn voru áhugasamir um fuglalífið og höfðu því sjónaukann með í för. TOMBÓLA Þuríður og Sirrý héldu tombólu á Austur- velli til styrktar krabbameinssjúkum börn- um. Á boðstólum voru meðal annars veski og risaeðla. AUSTURVÖLLUR HEIMSÓTTUR Katrín Ólafsdóttir sýndi kærasta sínum Andreas stemninguna á Austurvelli en þau eru búsett í Svíþjóð. Með í för var vinkon- an Didda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.