Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 22
Kolbrún á villigötum Haukur Snær Hauksson skrifar: Kolbrún Bergþórsdóttir fer ekki fögrum orðum um Jack Bauer í Fréttablaðinu þann 8. júní síðastliðinn. Vill hún meina að Jack hafi gert mistök með því að taka „af lífi saklausan man“. Þvílíkt bull. Jack Bauer hefur ekki tekið ranga ákvörðun frá því að hann skaut George Mason í fótinn í fyrstu seríunni þar til hann skaut Chappelle í höfuðið í þeirri nýjustu. Í fyrsta lagi var það ákvörðun forsetans að drepa Chappelle og þrátt fyrir að sú ákvörðun hafi verið umdeilanleg, þá var hún engu að síður rétt. Þetta var bara spurning um að drepa einn saklausan mann eða milljónir saklausra. Ekki flókin ákvörðun. Þetta eiga kommúnistar að vita. Auk þess segir Kolbrún í Fréttablaðinu þann 5. maí síðastliðinn að Jack hafi „gengið full harkalega fram“ þegar hann drap Ninu Mayers. Ekki er ég sammála því. Vissulega var Nina skemmtilegur karakter, en það var kominn tími á hana. Hún var búin að leiða Jack og alla hjá CTU í of margar gildrur, auk þess sem hún drap Teri Bauer, eiginkonu Jacks (sem þó var gott fyrir þættina því Jack er orðinn svo brjálæðislega einbeittur). 24 eru bestu sjónvarpsþættir sem nokkru sinni hafa verið framleiddir. Ég fagna því að Kolbrún hafi jafnmikinn áhuga á þáttunum og ég og skora á alla sem ekki hafa fylgst með að drífa sig á næstu myndbandaleigu. „If you don’t watch 24, you don’t know Jack.“ Baldur Þórhallsson, kennari ístjórnmálafræði við Háskóla Íslands, kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins 25. maí sl. Orðræðan snerist að verulegu leyti um af- stöðu Íslendinga til Evrópubanda- lagsins og ástæður þess að ekki hefur enn komið til þess að Ísland sækti þar um fulla aðild. Málflutningur Baldurs var slíkur að orða- og hugtakanotkun sýndi býsna vel persónulega skoð- un hans á Evrópumálum. Hann er augljóslega sambandsríkjasinni, evrópskur federalisti. Honum er það að sjálfsögðu frjálst. Hins vegar tekst honum ekki vel upp þegar hann tekur sér fyrir hendur að skýra afstöðu andstæðinga sinna í Evrópumálum, þess fólks sem kalla mætti fullveldissinna. Málflutningur hans er vísbending þess, sem við blasir, að rekinn er leynt og ljóst „kerfisáróður“ fyrir þeirri skoðun að Íslendingum sé til hagsbóta að afsala sér (enn frekar en orðið er) fullveldi þjóð- ríkis síns. Baldur benti einkum á tvennt, sem veldur tregðu Íslendinga að ganga í Evrópubandalagið. Fyrri ástæðan á að vera sú að ýmsir „tengjast“ sjávarútvegi (helst) eða landbúnaði og óttast um hag þessara atvinnugreina í mið- stýrðu stjórnskipulagi fjölþjóða- ríkis. M.ö.o. slíkir andstæðingar aðildar móta þá afstöðu sína af hagsmunaástæðum tiltekinna at- vinnugreina. Þessi afstaða er þó hvorki óeðlileg né óskiljanleg. Pólitísk afstaða er iðulega hags- munatengd með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki breytt fyrr en með guðsríki á jörð. Hin ástæðan á að vera sú, að andstæðingar aðildar séu „þjóð- ernissinnar“, en það er stjórn- málahugtak, sem í íslensku hefur fyrst og fremst verið haft um þá sem aðhylltust öfgafullar og ólýð- ræðislegar yfirgangsstefnur á 20. öld, nasisma og fasisma, og fela í sér trú á ágæti einstakra kyn- stofna umfram aðra og sagðir gæddir ofurmannlegum eigind- um. Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa varast að nota orð eins og „þjóðernissinni“ og „þjóðernis- hyggja“ sér til einkennis, þó að því undanskildu að stuttan tíma á 4. áratug nýliðinnar aldar var til „Þjóðernishreyfing Íslendinga“, fámennur og áhrifalítill flokkur, sem sótti fyrirmyndir til þýskra nasista. Þessi orð eru neikvæð og útdauð í íslenskri stjórnmálaum- ræðu, en haldið lifandi í máli fræðimanna, einkum sagnfræð- inga og stjórnmálafræðinga. Sagnfræðingar ofnota mjög þessi orð, þótt önnur ættu betur við. Nú vill svo til að ég er í hópi þeirra Íslendinga, sem eru and- vígir aðild Íslands að Evrópu- bandalaginu. Ég er fullveldissinni en ekki federalisti. Mér þætti ansi hart ef mér væri núið því um nas- ir að vera þjóðernissinni eða þjóð- ernissinnaður. Þeir fullveldissinn- ar, sem ég þekki, frábiðja sér að láta bendla sig við þjóðernis- hyggju. Íslenskt þjóðerni er hvor- ki betra né verra en þjóðerni ann- arra manna. Íslendingar eru ekki ofurmenni og heimsfrægð þeirra mjög ofmetin. Íslendingar eru þjóðarkríli og eiga að passa sitt dont af gætni. Þess vegna eru full- veldissinnar á borð við mig og mína líka andvígir því að semja sig undir yfirþjóðlegt stjórnskipu- lag sambandsríkis. Stefna okkar er varfærnisstefna. Við erum full- veldissinnar af því að við teljum hag Íslendinga betur borgið með því að halda í þjóðríkið, viðhalda stjórnarfarslegu fullveldi, málið er nú ekki flóknara en það. Við- horf okkar eru „þjóðleg“. Þannig tryggjum við best að íslenskt þjóðfélag sé „samfélag um ís- lenska menningu, gamlan arf og nýja sköpun, ætlunarverk ís- lensku þjóðarinnar“ eins og for- seti Íslands, Kristján Eldjárn, orð- aði það í nýjársávarpi 1980. Ég notaði í upphafi þessa greinarkorns orðið „kerfisáróð- ur“. Allt eins mætti nefna fyrir- bærið stofnanaáróður. „Kerfið“ er auknefni valda- og áhrifastofnana þjóðfélagsins. Flestir hafa tilfinn- ingu fyrir því hvað við er átt. „Kerfið“ er, eins og nafnið bendir til, allflókinn vefur en ekki samof- inn að öllu leyti. Þrátt fyrir það reynist „Kerfið“ í mörgum tilfell- um svo gagnheilt að það verkar allt í sömu áttina, stundum til góðs, stundum til hins verra. Samverkun „Kerfisins“ er áberandi í Evrópumálum. Hags- munasamtök ýmiss konar líta vonaraugum til Evrópusambands- ins. Heilu ráðuneytin ganga svo langt í aðildaráróðri sem kjarkur- inn leyfir. Háskólasamfélagið er öflugasti drifkraftur í aðildará- róðri, svo að stappar nærri óskammfeilni. Fjölmiðlar eru undirlagðir af þessu leynt og ljóst, að ekki sé minnst á ýmsa kunna stjórnmálaforingja og foringja- holla flokksgæðinga sem lúm- skast með. Það allra nýjasta er að svokölluð Fastanefnd fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins gagnvart Íslandi og Nor- egi hefur gefið út sérstakt kennsluefni um ESB handa ís- lenskum ungmennum. Ritið nefn- ist Upplifðu Evrópu@. Mun unnið að því að fá kennslu í þessum fræðum tekna upp í skólakerfinu. Ósvífni kerfisáróðursins á sér engin takmörk. En hvað er þá að segja um áhrif þessa mikla áróðurs? Jú, þau hljóta að vera töluverð, en þó ekki meiri en við er að búast af slíkri áróðursbreiðsíðu. Því má segja það mörgum landanum til hróss, að hann lætur ekki kerfisáróð- urinn snúa sér. Í því felst vonin um að fullveldi Íslands verði ekki fórnað meira en orðið er. Nóg er nú samt. Svo mikið er a.m.k. víst að ríkisstjórnin hefur enn ekki vogað að sækja um fulla aðild að ESB. En kerfisáróðurinn heldur sínu striki. ■ 10. júní 2004 FIMMTUDAGUR22 Kerfisáróður í Evrópumálum INGVAR GÍSLASON FYRRVERANDI MENNTAMÁLARÁÐHERRA UMRÆÐAN ÍSLAND OG EVR- ÓPUSAMBANDIÐ Samverkun „Kerfis- ins“ er áberandi í Evrópu- málum. Hagsmunasamtök ýmis konar líta vonaraugum til Evrópusambandsins. Heilu ráðuneytin ganga svo langt í aðildaráróðri sem kjarkurinn leyfir. Háskóla- samfélagið er öflugasti drif- kraftur í aðildaráróðri, svo að stappar nærri óskammfeilni. ,, ENDALOK FORSETAEMBÆTTISINS VAXANDI SKULDASÖFNUN UNGMENNA BARÁTTAN VIÐ FÍKNIEFNIN UMÖNNUN ALDRAÐRA OG SJÚKRA Ég óttast að við Íslendingar séum að horfa á endalok forsetaembættisins eins og við höfum þekkt það í áratugi. Að þeir sem við höfum kosið og treyst til að stjórna landinu fyrir okkur öll, séu vegna valdagræðgi og persónu- legrar óvináttu að eyðileggja forseta- embættið - sem þjóðin á og hefur litið upp til. Að þeir séu að svipta okkur hinum hlutlausa landsföður sem um leið hefur verið gæslumaður lýðræðis- ins. Þannig mun fara ef við höfnum ekki sundrunginni og sameinumst um að segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum öll að veita þessum „trúnað- armönnum“ okkar áminningu og kjósa okkur ópólitískan forseta. Vaxandi skuldasöfnun ungmenna er áhyggjuefni. Þau koma úr skólum með plastkort í vasanum og lánamöguleika hjá bönkum. Þau hafa enga fræðslu fengið í leikreglum lífsins. Þau vita allt um tölvur – en ekkert um hvað tölvu- lánið mun kosta þau þegar upp er stað- ið. Þau hafa bílpróf og taka lán fyrir bíl án þess að hafa hugmynd um þá snöru sem lán geta verið. Ég segi þetta ekki þeim til hnjóðs - það erum við hin eldri sem berum ábyrgð á að mennta þau í leikreglum lífsins. Við skuldum þeim kennslu í að fóta sig á svelli fjármál- anna. Baráttan við fíkniefnin verður að fá for- gang áður en hún tapast endanlega, eins og þegar hefur gerst hjá sumum þjóðum. Þetta böl, sem þrífst í þögn- inni, veldur dauða tuga fólks á hverju ári og hefur skilið við þúsundir vina og ættingja þeirra og annarra neytenda í örvæntingu og vonleysi. Ef nokkur þjóð hefur aðstæður, þekkingu og getu til að ráða niðurlögum fíkniefnapúkans þá erum það við Íslendingar. Það er fátt sem stoppar okkur þegar við tökum höndum saman, það höfum við marg- sýnt. Vilji er allt sem þarf – vilji til að setja unga fólkið í forgang. Umönnun aldraðra og sjúkra er mér of- arlega í huga. Það er okkur til skammar, að sjúkir þurfi að bíða mánuði eða ár eftir aðgerð, að lyfjaverð sé svo hátt að sumir sjúklingar hafi ekki efni á þeim og deildum sjúkrahúsa sé lokað svo biðlistarnir lengjast enn. Ég hef búið í Bretlandi hluta úr ári í mörg ár. Þar hef ég fylgst með þróun þessara mála og séð hvert sú leið liggur sem við erum að byrja að feta hér á landi. Það er ófögur sjón – og er þá vægt til orða tek- ið.Við erum ein ríkasta þjóð á vestur- löndum – við getum gert betur. EFST Í HUGA BALDURS ÁGÚSTSSONAR FORSETAFRAMBJÓÐANDA Barmmerki við öll tækifæri Fyrir fundi, ráðstefnur og ættarmót Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið. Snúrur í hangandi merki Vörunr. 1033 Vörunr. 1020 K Vörunr. 1025 K Vörunr. 1018 K Hægt er að velja á milli þess að hafa snúru, hangandi klemmu eða klemmu og nælu á baki bammerkis. Prentum á barmmerkin ef okkur eru send nöfnin í Excel skjali. Pappírinn kemur rifgataður í A4 örkum, fyrir þá sem vilja prenta sjálfir. Stærðir á barmmerkjum. Vörunúmer hæð* breydd 1018 K 3,5 7,5 cm 1020 K 4,5 7,5 cm 1025 K 6 9,5 cm 1033 6,5 9,5 cm Öllum íslenskum konum er nú misboðið enn og aftur vegna skip- unar þeirrar nefndar sem ráða skal hvernig komandi þjóðarat- kvæðagreiðsu skal háttað. Í nefndinni sitja fjórir karlmenn og til aðstoðar sá fimmti, aðstoðar- maður forsætisráðherra. Hvenær ætla ráðamenn okkar í stjórnmál- um að viðurkenna konur, helming þjóðarinnar sem kjósendur með rétt og menntun til að taka þátt í mikilvægum ákvarðanatökum sem þessari og öðrum? Margar konur eru vel lærðar í lögum, stjórnmálum, mannréttindamál- um ofl., sumar jafnvel betur að sér í ýmsum málaflokkum en karlar, sjá t.d. dr. Herdísi Þor- geirsdóttur og margar aðrar. Þær eru fyllilega jafnokar karla þegar kemur að því að leysa úr þeirri flækju sem hæstvirtir forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra vorir hafa komið sér í með því að hafa engin samráð við einn eða neinn þegar þeir taka afdrifaríkar ákvarðanir fyrir þjóðina alla eins og stuðningur þeirra tveggja við innrásina í Írak ber vott um. Við erum stolt af því að vera herlaus þjóð og friðsöm og teljum mörg að sumar þjóðir öfundi okkur af því og því lýðræði sem við búum þó við. Þrátt fyrir þá misbresti sem á því verður þegar ráðherrar horfa framhjá niðurstöðum opinberra stofnana sem gegna því hlutverki að gæta réttlætis eins og Siv Frið- leifsdóttir gerði þegar hún undir- ritaði samninginn um Kára- hnjúkavirkjun á sínum tíma. Nú er komið nóg. Við verðum allar að sameinast í þessari baráttu fyrir viðurkenningu á rétti okkar sem í raun er kominn í orði en alls ekki á borði eins og dæmin sanna. Ég skora á allar íslenskar konur að láta til sín heyra svo rödd mín verði ekki hrópandans í eyði- mörkinni. ■ KOSNINGANEFNDIN Aðeins karlmenn eru í lögfræðinganefndinni um þjóðaratkvæðagreiðsluna. BRÉF TIL BLAÐSINS Vér mótmælum allar HERDÍS HELGADÓTTIR SKRIFAR UM LÖGFRÆÐINGANEFND VEGNA ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.