Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 10. júní 2004 Viggo Mortensen, sem lék Aragorn í Hringadróttinssögu, hefur tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni A History of Violence í leikstjórn Davids Cronenberg. Cronenberg er þekktastur fyrir myndina The Fly og einnig hinar sérkennilegu Crash, Naked Lunch og eXistenZ. A History of Violence er byggð á samnefndri skáldsögu eftir John Wagner og fjallar um venjulegan fjölskyldu- mann sem kemur í veg fyrir rán og verður fyrir vikið áberandi í fjölmiðlum. Þar koma slæmir ná- ungar auga á hann og grunar að hann sé fyrrverandi samstarfs- maður þeirra sem lét sig hverfa nokkrum árum áður. Þetta verður fyrsta mynd Cronenbergs síðan Spider kom út fyrir tveimur árum. Næsta mynd Mortensens á eftir þessari verður Alatriste í leikstjórn hins spænska Agustins Diaz Yanes. Fjallar hún um spænskan hermann sem gerist trúboði og lendir í framhaldinu í miklum átökum. Spænska leikkon- an Elena Anaya leikur á móti Mortensen í myndinni. ■ Söngkonan Madonna hefur landað hlutverki í söngvamyndinni Hello Sucker! sem verður framleidd af hinum virta leikstjóra Martin Scorsese. Fer hún með hlutverk þöglu kvikmyndastjörnunnar Texas Guinan og gerist myndin í villta vestrinu í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum. Auk þess að leika í kvikmyndum var Guinan nætur- klúbbseigandi. Mótmælti hún harðlega áfengisbanni sem sett var á í landinu og lét yfirvöld fá það óþvegið. Madonna, sem hefur verið gagnrýnd harkalega fyrir frammistöðu sína í myndum á borð við Who’s That Girl? og Swept Away, fær nú enn eitt tæki- færið til að láta ljós sitt skína. Hún verður einn af framleiðend- um myndarinnar og mun jafn- framt semja tónlistina. Leikstjóri verður Jeremy Scott og hefjast tökur á næsta ári. Rokkekkjan Courtney Love átti upphaflega að fara með hlutverk Guinan og samdi meira að segja nokkur lög fyrir myndina en var rekin vegna eiturlyfjavandamála sinna. ■ Madonna í söngvamynd MADONNA Ætlar enn á ný að reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu, nú í söngvamyndinni Hello Sucker! Mortensen í næstu mynd Cronenbergs VIGGO MORTENSEN Mortensen sló rækilega í gegn sem Aragorn í Hringadróttinssögu. Hann leik- ur næst í myndinni A History of Violence í leikstjórn Davids Cronenberg. Rice syngur gegn stríði Íslandsvinurinn Damien Rice hef- ur hljóðritað nýtt smáskífu- lag með landa sínum frá Ír- landi, Christy Moore. Um er að ræða áróð- urslag gegn stríðinu í Írak og kallast það Lonely Soldi- er. Lagið verð- ur gefið út 25. júní í tak- mörkuðu upp- lagi og mun allur ágóði renna til írskr- ar friðarhreyf- ingar. Skömmu áður ætla þeir Rice og Moore að syngja saman á tónleikunum When Bush Come to Shove sem verða haldnir í Dublin 19. júní. Þar verður Íraksstríðinu mótmælt harðlega. ■ DAMIEN RICE Rice er mótfallinn Íraksstríðinu eins og svo margir aðrir. ■ KVIKMYNDIR ■ KVIKMYNDIR ■ TÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.