Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 44
■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Búðarbandið spilar á Glaum- bar. DJ Víkingur tekur síðan við.  Bítlarnir skemmta á Hverfisbarnum. ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Fimmtudagsskógarganga verður á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Steinar Björgvinsson, ræktunarstjóri Gróðrarstöðvarinnar Þallar, stýrir göngunni. Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu í Hlíðar- þúfum við Kaldárselsveg og gengið um nýskógræktina í hlíðunum. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Noel Oettle, sem starfar við Environmental Monitoring Group í Suður Afríku, flytur hádegisfyrirlestur í Norræna húsinu um jarðvegseyð- ingar í Afríku og varnir gegn þeim.  12.20 Martin Lascoux, prófessor við Uppsalaháskóla, flytur fyrirlest- ur um erfðarannsóknir á blómg- unartíma Brassica Nigra í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  17.00 Kjartan Örn Haraldsson held- ur meistaraprófsfyrirlestur við jarð- og landfræðiskor raunvísindadeildar Há- skóla Íslands í stofu N-131 í Öskju. Fyrirlesturinn fjallar um jöklabreyting- ar og setmyndun á landgrunni Norð- urlands á síðasta jökulskeiði.  17.00 Eric Fombonne flytur fyrir- lestur um breytingar á tíðni ein- hverfu í sal Íslenskrar erfðagrein- ingar í Vatnsmýrinni. Fyrirlesturinn er öllum opinn. ■ ■ SAMKOMUR  18.30 Vinafélag Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands býður til samverustundar fyrir sinfóníutónleika kvöldsins í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson ræðir verk Stravinskijs á tónleikunum með hjálp hljóðfæris, myndbandstækis og hljómtækja. Aðgangseyrir 1000 krónur og er boðið upp á súpu og kaffi. 32 10. júní 2004 FIMMTUDAGUR ■ DANSLIST Söguferð í Borgarfjörð 15. júní Kaldidalur - Húsafell Reykholtskirkja Skráning í síma 892 3011 Hannes Hákonarson VERÐ KR. 3.800 Ferðaklúbbur eldri borgara Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Álfheiður Ástvaldsdóttir TANNLÆKNIR verður við störf á tannlæknastofu Elínar Sigurgeirsdóttur, Grensásvegi 48, frá og með miðvikudeginum 9. júní til 16. júlí. Tímapantanir í síma 553 4530. ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót eftir Igor Stravinskí í Há- skólabíói. Hljómsveitarstjóri er Vladimir Ashkenazy.  21.00 Megas og Súkkat verða með Megasukk á NASA.  21.00 Eygló Dóra Davíðsdóttir fiðlu- leikari og Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari halda tónleika í Borgar- neskirkju. Flutt verða verk m.a. eftir Bach, Mozart, Lalo og Brahms.  22.00 Nilfisk, Coral og Benny’’s Crespo Gang spila á Grand Rokk.  Hanna Dóra Sturludóttir sópran og eig- inmaður hennar Lothar Odinius ten- órsöngvari flytja blandaða efnisskrá þekktra sönglaga í kirkjunni á Stykkis- hólmi. Meðleikari þeirra á tónleikun- um verður Þórarinn Stefánsson. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Þetta er allt að koma eftir Hall- grím Helgason í leikgerð Baltasar Kor- máks á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Vesturport sýnir Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare á litla sviði Borgarleikshússins. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Fimmtudagur JÚNÍ Dansleikhús er tiltölulegaung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Ís- lenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleik- húsinu í kvöld. „Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okk- ar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgar- leikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugs- að fyrir danshöfundana.“ Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru vald- ar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. „Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dans- flokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við.“ Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: „Dagur í frystihúsinu“ er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, „Sjá augu þín eins og mín, systir“ er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, „Hamlett“ nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, „Detached“ er eftir Peter And- erson, „Flugur“ eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, „Bravó elskan“ eftir Birnu Hafstein og Svein- björgu Þórhallsdóttur, „Augna- blik“ er eftir Kolbrúnu Hall- dórsdóttur, „X2“ eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks „Komið og dansið: A Found Object“ eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upp- talningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyr- ir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. „Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklist- aráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé ein- mitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu.“ ■ Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Fimmtudagur JÚNÍ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Dansinn dunar á leiksviðinu DANSAÐ Í BORGARLEIKHÚSINU Í verki Stefáns Jónssonar og Jóns Atla Jónassonar taka þátt hátt í hundrað áhugadansarar. Dansleikhúskeppnin hefst klukkan átta í kvöld. DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes 4. sýn í kvöld kl 20 - græn kort 5. sýn Su 6/6 kl 20 - blá kort Su 13/6 kl 20 CHICAGO eftir J.Kander, F.Ebb og B.Fosse Fö 4/6 kl 20 Lau 5/6 kl 20 Lau 12/6 kl 20 Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ósóttar pantanir seldar daglega DANSLEIKHÚS 10/06/2004 SAMKEPPNI 9 verk eftir 14 höfunda Fi 10/6 kl 20 NÝJA SVIÐ OG LITLA SVIÐ BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 6/6 kl 20 Su 13/6 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Í kvöld kl 20 Síðasta sýning RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fö 4/6 kl 20 - UPPSELT Mi 9/6 kl 20 - UPPSELT Fi 10/6 kl 20 - UPPSELT Fö 11/6 kl 20 - UPPSELT Lau 12/6 kl 15 - UPPSELT Lau 12/6 kl 20 Örfáar sýningar TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL NÝTT: Miðasa la á net inu: www. borgar le ikhus. is Miðasalan, sími 568 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.