Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 45
Síðustu tónleikar Sinfóníu-hljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói í kvöld. Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveitinni, sem ætl- ar að flytja þrjú verk eftir Igor Stravinskí: Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót. Öll þessi þrjú verk Stravinskís eru samin sem balletttónlist, en Vorblótið er þeirra frægast, og ekki bara fyrir þær hrikalegu móttökur sem það fékk við frum- flutninginn í París hinn 29. maí árið 1913, þegar áheyrendur trylltust bókstaflega af bræði og kalla þurfti á lögregluna til að rýma salinn. Vorblótið var vægast sagt byltingarkennt verk á þeim tíma, þar sem áheyrendur áttu hvorki að venjast jafn ómstríðum tónum og brjálæðislegum hrynjanda, þótt slíkt þyki afar hversdagslegt nú á tímum. Æ síðan hefur þetta verk átt miklum vinsældum að fagna. Samhliða æfingum hefur Ash- kenazy unnið að upptökum fyrir nýjan geisladisk með Sinfóníu- hljómsveitinni fyrir japanska fyrirtækið Octavia, sem hefur áður gefið út í Japan tvo diska með flutningi hljómsveitarinnar undir stjórn Ashkenazys. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Klukkutíma fyrir tónleik- anna efnir Vinafélag Sinfóníu- hljómsveitar Íslands til samveru- stundar í Sunnusal Hótel Sögu, þar sem Árni Heimir Ingólfsson kynnir efni tónleikanna og kemur með hljóðdæmi. ■ FIMMTUDAGUR 10. júní 2004 Ný sending! Bikini frá kr. 3.980 Sundbolir frá kr. 5.790 Undirfatasett frá kr. 3.580 Stærðir 70A - 100H VERSLUN FYRIR ALLAR KONUR SMÁRALIND Sími 517 7007 ■ ■ DANSLIST  20.00 Dansleikhús. Níu dansverk eftir 14 höfunda taka þátt í sam- keppni í Borgarleikhúsinu. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Vorblót í Vesturbænum ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ASHKENAZY Á ÆFINGU MEÐ SINFÓNÍUNNI Sinfónían flytur Vorblótið, Eldfuglinn og Pulcinellu eftir Stravinskí á tónleikum í Háskólabíói í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.