Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 46
34 10. júní 2004 FIMMTUDAGUR Markahæsti leikmaður Landsbankadeildar kvenna: Gengur ekkert að skora hjá KR FÓTBOLTI Hinni 17 ára Margréti Láru Viðarsdóttur leikmanni ÍBV í Landsbankadeild kvenna í knatt- spyrnu gengur illa að finna net- möskvana hjá KR en hún skoraði ekki í 1-1 jafntefli liðanna í fyrra- kvöld og var það fimmti deildar- og bikarleikur hennar í röð gegn KR þar sem að hún er ekki á skot- skónum. Margrét Lára skoraði í fyrsta leik sínum gegn KR, 4-2 sigri, í júní 2002 en hefur síðan ekki skorað hjá Vesturbæjarlið- inu. Eyjaliðið hefur ennfremur leikið fjóra deildarleiki í röð gegn KR síðan þá án þess að vinna og markatalan í þeim er 4-14 KR í vil. KR-ingum gengur því mun betur en öðrum liðum Landsbankadeild- ar kvenna að dekka þessa stór- efnilegu knattspyrnukonu. Mar- grét Lára hafði skorað 16 mörk í síðustu fimm deildarleikjum sín- um gegn öðrum liðum en KR þeg- ar hún mætti á KR-völlinn í fyrra- kvöld, þar af sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum Landsbanka- deildarinnar í sumar. Margrét Lára hefur til þessa dags skorað 31 mark í 21 deildarleik gegn öðr- um liðum en KR og tíu mörk í níu A-landsleikjum en aðeins eitt mark í fimm deildarleikjum gegn KR. Margrét Lára skoraði reynd- ar í leiknum í fyrrakvöld en mark- ið var dæmt af. Sólveig Þórarins- dóttir sem er að spila sitt fyrsta tímabil sem miðvörður átti mjög góðan leik og var með Margréti Láru í strangri gæslu allan tím- ann. Næsti leikur ÍBV er gegn Stjörnunni út í Eyjum og þá verð- ur gaman að sjá hvort Margrét Lára verði búin að finna skot- skóna sína á nýjan leik. ■ Í samstarf við Wimbledon Mikið uppbyggingarstarf hjá knattspyrnudeild Hauka FÓTBOLTI Knattspyrnudeild Hauka ætlar sér stóra hluti á komandi árum og uppbyggingarstarf innan deildarinnar er í syngjandi svei- flu. Fréttablaðið settist niður með þeim Páli Guðmundssyni, for- manni knattspyrnudeildarinnar, og Orra Kristni Jónssyni, for- manni unglingaráðs. „Við erum komnir í mjög spennandi sam- starf við Wimbledon og það er komið á fullt en þar á sér stað, eins og hjá Haukum, heilmikið uppbyggingarstarf,“ segir Páll og bætir við: „Það er ákveðið milli- bilsástand hjá þeim núna, þeir féllu úr 1. deildinni en eru að flyt- ja í nýtt hverfi sem heitir Milton Keynes og er 300 þúsund manna úthverfi London. Félagið fékk út- hlutað mjög stóru svæði þar sem það ætlar að byggja nýjan leik- vang sem mun taka 50 þúsund manns.“ „Wimbledon er með eina sterkustu uppeldisstöð á Englandi og rekur mjög virtan og góðan knattspyrnuskóla,“ seg- ir Orri. „Við Haukamenn horfum til þess og vonumst til að geta lært sem mest. Árið 2001 hófst nýtt tímabil hjá knattspyrnu- deild Hauka í kjölfar stjórnar- skipta, með útgáfu námskrár og ráðningu Janusar Guðlaugssonar sem yfirþjálfara yngri flokka. Hlutirnir voru teknir upp frá grunni og byggt ofan á enda stefnum við á uppbyggingu frá rótum og ætlum að reyna að forðast eins og kostur er að kaupa okkur árangur.“ Haukar munu starfrækja knattspyrnuskóla í sumar í sam- starfi við Wimbledon, nánar til- tekið dagana 8. til 26. júlí. Í kjöl- farið kemur síðan aðallið Wimbledon í heimsókn um miðjan júlí og tekur þátt í svokölluðu Hafnarfjarðarmóti, ásamt Hauk- um, Stjörnunni, U-23 ára liði Hauka og FH. Orri nefnir að á Ásvöllum sé að byggjast upp gríðarstórt íbúðar- hverfi með um það bil 8-12 þúsund manna byggð: „Þetta er okkar markhópur og við ætlum okkur að taka vel á móti fólki,“ segir hann og heldur áfram: „Það eru uppi fyrirheit og áætlanir um mikla uppbyggingu á útisvæðum félags- ins og við erum að bíða eftir end- anlegum niðurstöðum en það er ljóst að á stefnuskrá deildarinnar er bygging knattspyrnuhúss. Knattspyrnusvæði Hauka hafa setið eftir í uppbyggingu annarra mannvirkja í Hafnarfirði og það er einfaldlega komið að útisvæð- um Hauka. Það ætti í dag að vera forgangsmál, bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjarstjórn.“ Um markmið liðsins á næstu árum segir Páll: „Við setjum stefnuna á að komast upp í úrvals- deild eftir tvö ár og teljum okkur vera með það góðan efnivið í yngri flokkum að það sé vel raun- hæft markmið. Það er ekki síst vegna starfa Janusar hjá deildinni og nú teljum við okkur miklu bet- ur upplýsta en áður um hvað sé á leiðinni og hvernig efniviðurinn sé að virka. Við erum með stóran og sterkan 2. flokk, eigum eftir að fá mikið af leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu í meistara- flokk á næstu árum og fyrir þetta tímabil fengum við þrjá stráka beint upp sem eru við byrjunarlið- ið. Þá er vert að nefna að fjárhag- urinn hefur allur verið tekinn í gegn og deildin skilaði hagnaði í ár og nú er búið að stofna stuðn- ingsmannaklúbb, svo það er ýmis- legt búið að gerast.“ Orri nefnir að lokum að allt skipulag sé komið á góðan rek- spöl: „Við getum einfaldlega sagt það að hver og einn sem starfar innan deildarinnar hefur verksvið og lýsingu, allir þjálfarar þurfa að vera með réttindi og hér er ná- kvæmlega skilgreint hvað hver flokkur á að kunna þegar þjálfari skilar honum af sér – hér er vel fylgst með störfum þjálfara og stöðu leikmanna enda viljum við gera betur og komast ofar en knattspyrnudeild Hauka hefur áður upplifað.“ ■ ■ ■ LEIKIR  20.00 Tindastóll/Hvöt og Þór/KAKS mætast á Sauðárkróksvelli í VISA- bikar kvenna í knattspyrnu. ■ ■ SJONVARP  17.45 Olíssport á Sýn.  18.30 Leiðin á EM 2004 (3:4) á RÚV.  19.00 Kraftasport á Sýn. Fyrri hluti keppninnar Sterkasti maður Ís- lands.  19.30 Kraftasport á Sýn. Seinni hluti keppninnar Sterkasti maður Ís- lands.  20.00 Inside the USA PGA Tour á Sýn.  20.30 Manchester-mótið á Sýn.  21.00 European PGA Tour 2003 á Sýn. Sýnt frá Opna Celtic Manor Resort Wales-mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi í fyrra.  22.00 Olíssport á Sýn.  00.55 NBA-deildin á Sýn. Bein út- sending frá þriðja leik Detroit Pi- stons og Los Angeles Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Enska liðið Arsenal: Á eftir spænskum markverði FÓTBOLTI Arsenal er á höttunum eftir spænska markverðinum Manuel Al- munia ef eitthvað er að marka það sem forráðamenn Celta Vigo segja en Almunia er í herbúðum spænska liðsins. Samkvæmt þeim er Al- munia, sem er 27 ára gamall og lék sem lánsmaður hjá úrvalsdeildar- liðinu Albacete á síðasta tímabili, á leið til Arsenal til reynslu. Forráða- menn ensku meistaranna hafa ekki viljað tjá sig um Almunia en hann hefur aldrei spilað fyrir Celta Vigo síðan hann gekk í raðir liðsins frá Osasuna fyrir þremur árum. „Ég er stoltur af því að vera orðaður við lið eins og Arsenal. Ég bjóst aldrei við öðru en að spila með Celta Vigo í spænsku 2. deildinni á komandi tímabili,“ sagði Almunia við spæns- ka íþróttablaðið Marca. ■ SKALLI Góður skalli hjá þjálfara Ítalska landsliðsins, Giovanni Trapattoni, á æfingu liðsins í Coverciano-íþróttamiðstöðinni sem er rétt hjá Flórens. Þar undirbúa Ítalir sig nú af kappi fyrir EM í Portúgal sem hefst á laugardag. FÓTBOLTI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Fimmtudagur JÚNÍ EKKI Á SKOTSKÓNUM Á MÓTI KR: Margrét Lára gegn KR: Leikir 6 (1) Mörk 1 (0) Margrét Lára gegn öðrum liðum: Leikir 25 (4) Mörk 31 (0) Margrét Lára gegn öllum liðum: 31 leikur (5) 32 mörk (0) * Bikarleikir eru innan sviga ORRI KRISTINN JÓNSSON OG PÁLL BERGÞÓR GUÐMUNDSSON Mikið að gerast hjá knattspyrnudeild Hauka og stefnan er sett hátt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.