Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 13. júní 2004 fara í nýjar kosningar þarf póli- tíska forystu. Það hefur verið lyk- illinn að farsæld borgarstjóra í Reykjavík, að sækja umboð sitt beint til kjósenda og hafa sterka pólitíska forystu. Þetta er ekki fyrir hendi nú.“ Finnst þér Þórólfur Árnason vera efni í sterkan pólitískan leið- toga? „Mér hefur fundist Þórólfur sigla lygnan sjó. Hann kom inn í mikið upplausnarástand og hefur sinnt farsællega því starfi að vera framkvæmdastjóri kosninga- bandalagsins. En eins og Alfreð Þorsteinsson hefur bent á er nauð- synlegt að borgarstjórinn verði jafnframt kjörinn fulltrúi, leiði Reykjavíkurlistann og sæki hið beina pólitíska umboð til kjósenda sem Ingibjörg og aðrir farsælir fyrirrennarar hennar gerðu. Ef Þórólfur ætlar sem borgarstjóri að leiða Reykjavíkurlistann gegn- um kosningar verður hann að taka sér stöðu á hinum pólitíska velli og taka pólitíska forystu.“ Þú viðurkennir að R-listinn er í tilvistarkreppu? „Reykjavíkurlistinn þarf núna pólitíska forystu og pólitískan for- ingja til að komast í gegnum þetta tímabil og fara fyrir þeirri hug- myndalegu endurnýjun sem þarf að vera til að tíu ára gamalt batterí verði ekki úrelt.“ Kosningabandalag eða fjölda- hreyfing Nú skilst manni á Hrannari B. Arnarsyni, fyrrverandi borgarfull- trúa Reykjavíkurlistans, að Vinstri grænir séu ákveðið vanda- mál innan Reykjavíkurlistans. Er það líka þín skoðun? „Það er ekkert launungarmál að þeir hafa verið talsmenn þess að Reykjavíkurlistinn sé fremur kosningabandalag en breið fjölda- hreyfing, þannig að flokkarnir hafi tögl og hagldir og uppstilling- arnefndir taki ákvarðanir. Ég tel það ekki æskilega þróun.“ Egill Helgason, sá ágæti sjón- varpsmaður og glöggi þjóðfélags- rýnir, sagði í viðtali á dögunum að það væri nauðsynlegt að fella þessa borgarstjórn og sagði hana vera „samansafn af hugmynda- snauðum apaköttum“. „Það er ekkert nýtt að Egill Helgason segi borgarstjórninni til syndanna. Hann hefur gert það frá upphafi – sem betur fer. Ég held að þessi hópur innan Reykja- víkurlistans sé að ýmsu leyti fín blanda af reynslumiklu fólki og nýju fólki. En hópurinn þarf að eignast pólitískan forystumann til að draga vagninn. Ríkisstjórn í óþolandi stöðu Þetta hefur verið sviptinga- samt þing, ekki síst vegna fjöl- miðlalaganna sem ríkisstjórnin keyrði í gegn og forseti Íslands neitaði að skrifa undir. Það mæðir mjög á ríkisstjórninni og sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun er hún fallin. Ólíklegt er þó að svo fari en forsætisráðherra- skipti eru fyrirhuguð í haust. „Atburðarásin síð- ustu vikur og mánuði hef- ur verið farsakennd,“ seg- ir Helgi. „Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert stjórnarsáttmála sem honum sé mjög óljúft að efna og Framsóknarflokk- urinn á hinn bóginn náð stjórnarsáttmála sem þeir eru til í að fórna öllu fyrir að nái fram að ganga. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Það er mik- ið óöryggi og örvæntingar- bragur á þessu öllu og rík- isstjórnin stendur ansi tæpt. Hún hefur þegar misst tvo þingmenn fyrir borð, Kristinn H. Gunnars- son og Jónínu Bjartmarz og hangir því á eins manns meirihluta. Þetta er óþol- andi staða fyrir hvaða ríkisstjórn sem er. Það er hlutverk stjórn- valda að hafa forystu fyrir samfélaginu. Nú held ég að stjórnvöld hafi ekki hug- mynd um á hvaða leið þau eru sjálf, hvað þá að al- menningur botni nokkuð í því. Ég held að enginn viti hver áætlunin er í haust. Ekki rík- isstjórnin, ekki forsætisráðherr- ann. Það er auðvitað mjög vont að búa við slíka óvissu. Það er að fara í gang mikill þenslutími og þá er nauðsynlegt að það ríki stöðug- leiki og stjórnfesta og að stjórn- völd hafi mótaðar framtíðarhug- myndir. Þetta upplausnarástand kemur á versta tíma. Til að halda aftur af þenslu þarf stjórnin að geta tekið erfiðar ákvarðanir, en ef meirihluti hennar hangir á ein- um manni hafa allir þingmenn stjórnarinnar öðlast neitunarvald og við þær aðstæður getur orðið erfitt að halda aftur af ríkis- útgjöldum, þenslu og þar með verðbólgu. Það sýnir sagan okkur. En kannski eru sjálfstæðismenn bara að leita allra leiða til að sprengja ríkisstjórnina fyrir 15. september.“ Afturhaldssöm stjórnarforysta Finnst þér ólíklegt að þessi stjórn sitji út kjörtímabilið? „Hún hangir saman á hags- mununum og engu öðru. Það eru allar líkur á að þeir haldi þessu saman, en tæpar getur meirihluti ekki staðið og ég held að við í stjórnarandstöðunni höfum jafn- vel komið sjálfum okkur á óvart á vorþinginu. Sú eindregna sam- staða sem stjórnarandstaðan hef- ur sýnt hefur gert að engu sundr- ungartal og hrakspár. Og nú ger- ist það í hverju málinu á fætur öðru að stjórnarandstaðan á meiri samhljóm í samfélaginu með sín- um sjónarmiðum en ríkisstjórnin. Það er stjórnarandstaðan sem talar máli Hæstaréttar, skapar umboðsmanni Alþingis skjól, ver forsetann árásum og svo fram- vegis. Á meðan er það ríkisstjórn- in sem er að ráðast á þessar og fleiri stofnanir samfélagsins. Í öðrum löndum er þessu nú yfir- leitt öfugt farið, stjórnin ver stofnanir samfélagsins en stjórn- arandstaðan ræðst á allt og alla. Og það hefur líka komið í hlut stjórnarandstöðunnar að tala fyrir lykilatriðum í farsælli þróun í vestrænu lýðræðissamfélagi, sjónarmiðum sem stjórnvöld fara víðast fyrir, svo sem um persónu- vernd, persónufrelsi, lýðræðis- þróun, einkarekna fjölmiðla og frelsi í viðskiptum. En í hverju at- riðinu á fætur öðru er það stjórn- arforystan sem er orðin aftur- haldssamari en allur þorri al- mennings. Sem er vont, því það er jú stjórnarforystan sem á að draga vagninn og það áfram en ekki aftur á bak. Það að stjórnar- andstaðan sé svona miklu sterkari en jafnvel við sjálf áttum von á gerir það auðvitað enn erfiðara fyrir þá að halda út kjörtímabilið með þennan nauma meirihluta.“ Þingsögur á heimasíðu Helgi heldur úti heimasíðu og hafa um 400 manns gerst áskrif- endur að henni. Það vakti gríðar- lega athygli þegar hann setti á síð- una sögur úr þinginu og nokkrir sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt hann fyrir það. „Ég skrifa viku- lega pistla á síðuna mína og þarna er um að ræða tvær sögur sem ég rakti þar,“ segir Helgi. „Í fyrra skiptið sagði ég frá því ríkisleynd- armáli að Halldór Blöndal og Davíð Oddsson hefðu látið stúka af borð á kaffistofunni og látið dúkaleggja þau og að þar mættu einungis útvaldir setjast. Það get- ur hver ímyndað sér það á sínum vinnustað ef forstjórinn og fjár- málastjórinn ákvæðu að stúka af borð í kaffistofunni, létu leggja á þau hvítan dúk, og þar mættu engir aðrir setjast en þeir sem þeir byðu til borðs. Þetta er afar óíslenskt en gæti hugsanlega gengið í breska þinginu. Hin frásögnin sneri að því þeg- ar forsætisráðherra gerði lítið úr forseta Íslands með því að þykjast vera að leita að honum í Alþingis- húsinu. Hann leitaði meðal annars að forsetanum inni í eldhúsi, í frystinum, ofan í kókdós hjá þing- manni og undir blöðum á borði manna. Sá sem gekk of langt var ekki ég með því að segja frá því, heldur forsætisráðherra landsins með því að tala þannig um forset- ann. Það hvorki var, er, né verður einkamál forsætisráðherra með hvaða hætti hann kemur fram gagnvart forseta Íslands. Ef hann kemur berlega ósæmilega fram eins og hann varð uppvís að í Al- þingishúsinu þá verður enginn þagnarmúr um það. Hann getur treyst því að fólk fær að frétta það.“ Nú stefnir í formannsslag á næsta flokksþingi Samfylkingar. Hvort munt þú styðja Össur Skarp- héðinsson eða Ingibjörgu Sólrúnu? „Flokksþingið er í lok næsta árs. Den tid, den sorg. Ég hef unn- ið með þeim báðum í tíu til tutt- ugu ár og en þarf svo að taka af- stöðu til máls sem manni finnst að þau ættu að geta leyst sín á milli innan fjölskyldunnar. Þetta er svolítið eins og að vera boðinn í fermingaveislu sem manni finnst maður ekki eiga erindi í. Við sam- fylkingarmenn héldum því fram í síðustu kosningabaráttu að marg- ir af systraflokkum okkar hefðu gert greinarmun á kanslaraefni og flokksformanni með góðum ár- angri og bentum á fjölmörg dæmi því til stuðnings. Þetta fyrirkomu- lag skilaði besta árangri í sögu jafnaðarmanna í síðustu kosning- um og af hverju ætti það ekki að gera það aftur og þá með enn betri árangri?“ kolla@frettabladid.is HELGI „Svo virðist sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafi gert stjórnarsáttmála sem honum sé mjög óljúft að efna og Fram- sóknarflokkurinn á hinn bóginn náð stjórnarsátt- mála sem þeir eru til í að fórna öllu fyrir að nái fram að ganga. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Það er mikið óöryggi og örvæntingar- bragur á þessu öllu og ríkisstjórnin stendur ansi tæpt.“  Það hefur verið lyk- illinn að farsæld borgar- stjóra í Reykjavík að sækja umboð sitt beint til kjós- enda og hafa sterka póli- tíska forystu. Þetta er ekki fyrir hendi nú. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.