Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 30
22 13. júní 2004 SUNNUDAGUR Á síðasta ári leiddi heimilis- ofbeldi til nærri sjötíu dauðsfalla á Spáni. Morðin segja þó aðeins hluta sögunnar, því þau eru nær alltaf lokapunktur á löngu ferli ofbeldis; það er ekki algengt að karlmenn vakni upp einn daginn og ákveði að drepa konuna sína án nokkurs undanfara. Ástandið í þessum efnum á Spáni er orðið það slæmt að fyrir þingkosningarnar síðastliðið vor setti José Rodriguez Zapatero, nú- verandi forsætisráðherra Spánar, baráttuna gegn heimilisofbeldi sem eitt af forgangsatriðum flokks síns á yfirstandandi kjör- tímabili. Nú í byrjun júní samþykkti rík- isstjórn Zapatero drög að lögum sem miða að því að koma í veg fyrir heimilisofbeldi og sendi í til- efni þess frá sér svohljóðandi orð- sendingu: „Ríkistjórnin vill fara fyrir algerri byltingu samfélags- ins gegn þessu meini.“ Reiknað er með að lögin verði samþykkt fyrir árslok, en þau taka á þessu ofbeldi á mjög breiðum grundvelli með fyrirbyggjandi aðgerðum, allt frá því að koma inn skylduáfanga um siðfræði og jafnrétti kynjanna í barnaskólum til lengingar fang- elsisdóma yfir þeim sem valdið hafa mökum sínum skaða. Samkvæmt Sameinuðu þjóðun- um er heimilisofbeldi mest faldi glæpur í samfélagi mannanna. Það sem gerir málið sérstaklega snúið er að hér eru á ferðinni flóknir tilfinningalegir og félags- legir þættir sem hafa með samlífi þeirra sem í hlut eiga að gera. Fórnarlambið er bundið árásar- manninum tilfinningalegum og oftast efnahagslegum böndum. Hræðsla við viðbrögð árásar- mannsins getur komið í veg fyrir að viðkomandi fórnarlamb leiti réttar síns. Það sem gerir stöðuna á Spáni sérstaklega óhugnanlega er að þrátt fyrir aukna meðvitund um tilvist heimilsofbeldis hafa dauðs- föll af völdum þess aukist þar ár frá ári síðastliðinn áratug. Hvaða sögulegu og félagslegu þættir gera þetta að verkum? Feðraveldið Spánn á tímum Francos Francisco Franco ríkti sem ein- ræðisherra á Spáni í 36 ár, 1939- 1975. Á þessu tímabili lét Franco taka af lífi 192.684 manns og enn er ekki vitað um afdrif 30.000 manns. Franco vildi halda spænsku samfélagi hreinu og lausu við úr- kynjun samtímans. Ríki Francos og kaþólska kirkjan mynduðu í sameiningu valdaöxul sem ríkti yfir öllum þáttum spænsks þjóð- lífs. Prentfrelsi var afnumið. Á var komið tvöfaldri ritskoðun ríkis og kirkju. Grunnmenntun var byggð upp í kringum trúna. Fundahöld voru bönnuð. Náms- menn voru hræddir við að hittast á kaffihúsum og skiptast á glósum af ótta við að vera vændir um ólögleg fundahöld. Kynslóðin sem hefði getað orðið spænska 68-kyn- slóðin ólst upp við fasisma, ein- ræði og kaþólskan trúarofsa. Það var engin hugarfarsbylting sem skilaði sér í róttækum samfélags- breytingum. Enginn Kvennalisti. Spænskt samfélag var í spenni- treyju og konan innan þess í gapa- stokki. Samfélag Francos miðaði að algerri drottnun karlmannsins yfir fjölskyldu sinni. Lagalega var hann höfuð fjölskyldunnar, innan hennar einráður. Ekki var litið á konuna sem sjálfstæðan einstak- ling eða henni ákvarðaður eigin vilji frammi fyrir lögunum heldur var hún lítið annað en framleng- ing á eiginmanni sínum. Hlutverk konunnar var að mestu bundið við heimilið, hún var húsmóðir, upp- alandi og eigin- kona. Þ á t t t a k a kvenna í atvinnu- lífinu var tak- mörkuð alla s t j ó r n a r t í ð Francos. Hjá hinu opinbera, sem á síðustu áratugum hefur verið einn helsti starfsvett- vangur spænskra kvenna, unnu sautján konur fyrir hverja hundrað karl- menn árið 1964. Árið 1991 var þessi tala komin upp í sjötíu. Lagasetning, eins og vitnað er í hér til hliðar, er byggð á þeirri hugmynd að konan sé á einhvern hátt eign mannsins. Kokkáluðum eiginmanni var nánast gert kleift að drepa konu sína og elskhuga með því að hafa refsingar vægar. Svipuð lagasetning þekktist í sögu margra samfélaga fortíðarinnar fyrir innleiðingu frelsis- og jafn- réttishugmynda nútímans. Og svo dó Franco Franco dó 1975. Síðustu dauða- dómarnir yfir pólitískum andstæð- ingum hans eru frá því stuttu áður en hann dó. Einræði Francos náði fram yfir andarslitrin. Samfélag- inu var ekki bylt að neðan. Einvaldurinn dó saddur lífdaga í rúmi sínu eins og níutíu prósent mannanna. Við tóku breytingar í lýðræðisátt. Ákvæðin fyrrnefndu um karlmanninn sem höfuð fjöl- skyldunnar voru numin úr gildi. Kona mátti nú opna bankareikn- ing án leyfis föð- ur síns eða eigin- manns, sækja um vegabréf og ráða yfir eigin fjár- hag. Með stjórn- arskránni 1978 var komið á laga- legu jafnrétti kynjanna sem batt enda á laga- lega kúgun kon- unnar. Skilnaðir urðu svo löglegir 1981. Konan var nú formlega orð- in sinn eigin herra. Þær lagalegu og félagslegu breytingar sem hafa átt sér stað á Spáni á síðast- liðnum þremur áratugum eru liður í algerri umbreytingu spænsks samfélags á sjálfu sér. Eðlilega eymir þó eftir af þeirri hugmyndafræðilegu arfleið sem stjórnartíð Francos innrætti spænsku samfélagi. Spánverjar eru í stöðugri baráttu við þennan draug fortíðarinnar, sem þó er eiginlega ekki draugur því hann hefur enn ekki dáið og birtist sem hluti af hinum daglega veruleika í þeim kynslóðum sem ólust upp í fasísku kerfi Francos. Kynslóðir sem bera nauðugar viljugar eitt- hvað af innrætinu sem er svo mjög andstætt þeim hugmyndum sem lýðræðissamfélag leitast við að innræta þegnum sínum. Spænska þjóðarsálin er með klof- inn persónuleika. Vitundarvakning en þó aukið ofbeldi Allt þar til 1984 voru ekki til opinberar tölur yfir tilkynningar um heimilisofbeldi á Spáni. Litið var á heimilisofbeldi sem einka- mál þeirra sem áttu í hlut. Árið 1989 var ákvæði í hegningarlög- unum um eðli heimilisofbeldis endurskilgreint. Fljótlega eftir það tók að bera á gagnrýni á lögin því þau tóku eingöngu til líkam- legs ofbeldis, ekki sálræns. Breyt- ingar á þessu ákvæði árið 1995 minnkuðu ekki tíðni heimilis- ofbeldis. Segja má að spænskt samfélag hafi vaknað til meðvitundar um alvarleika heimilisofbeldis í árs- lok 1997 í kjölfarið á morði konu sem hét Ana Orantes. Hún kom fram í sjón- varpi og lýsti því yfir að hún væri f ó r n a r l a m b heimilisofbeldis en var svo drep- in af eiginmanni sínum nokkru síðar. Eftir það vaknaði upp um- ræða um hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til að vernda f ó r n a r l ö m b heimilisofbeldis með fyrirbyggj- andi ráðstöfun- um. Í kjölfarið á gríðarlegri aukn- ingu tilkynninga um heimilis- ofbeldi 1997 tók spænska ríkis- stjórnin í taumana með því að samþykkja átak gegn því í apríl- mánuði 1998. Inntak átaksins var meðal annars að heimilisofbeldi væri árás á lýðræðið. Sama ár, í tilefni af því að fimmtíu ár voru liðin frá birtingu Mannréttinda- yfirlýsingarinnar, sendi spænska þingið frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að karlmenn hefðu í gegnum árin notað lagalega stöðu sína til að brjóta á mannréttindum kvenna, sem voru formlega virt að vettugi á Spáni fram yfir dauða Francos. Þrátt fyrir þessa auknu með- vitund um útbreiðslu heimilis- ofbeldis jókst tala þeirra kvenna sem myrtar voru af mökum sín- um. Frá 35 árið 1998 í 42 árið 1999. Það ár voru samþykkt lög sem enn frekar bættu við grein hegningar- laganna um heimilisofbeldi og aukinn þungi lagður á fyrirbyggj- andi áhrif laganna, með það í huga að koma í veg fyrir stigmögnun ofbeldisins sem gæti endað með morði. Lagabreytingarnar fólu í sér að nú var hægt að dæma árás- armann til fangelsisvistar ef sýnt þótti að hann hefði ógnað lífi fórnarlambs síns með orðum eða gjörðum. Þessi lagabreyting leiddi af sér tvo sögulegu dóma árið 2000. Ann- ar þeirra yfir manni sem dæmdur var til fjórtán mánaða fangelsis- vistar, eftir að sannað þótti að hann hafði með látbragði gefið í skyn að hann hygðist drepa maka sinn. Hinn yfir manni sem dæmd- ur var til eins árs fangelsisvistar eftir að hafa hótað að drepa konu sína með hamri og síðar haldið andliti hennar ofan í klósettskál. Það þótti sýnt í báðum tilfellum hvert stefndi og því gripu lögin inn í til að koma í veg fyrir það. Hefnd og heiður Þrátt fyrir skýra viðleitni spænskra stjórnvalda til að koma í veg fyrir heimilisofbeldi og þau mannslíf sem það eyðileggur eða bindur enda á, hefur bætt laga- setning og aukin meðvitund um heimilisofbeldi enn ekki fækkað dauðsföllum milli ára. Samkvæmt könnunum berast einungis til- kynningar um fimm til tíu prósent alls heimilisofbeldis til yfirvalda, sú tala fer þó hækkandi ár frá ári með aukinni meðvitund sam- félagsins sem meðal annars má þakka fjölmiðlum í landinu. Frá rúmlega 24.000 tilkynningum árið 2001 til 50.000 tilkynninga árið 2003. Með ríkari meðvitund kvenna um að þær eigi að leita réttar síns, sæti þær ofbeldi af hendi maka síns, eykst tala þeirra kvenna sem ákveða að skilja við maka sína. Skilnaðar- þátturinn er geysilega mikil- vægur í umfjöll- uninni um þetta heimilisofbeldi. Samkvæmt hin- um ýmsu athug- unum 1997-2003 um ráðahagi þeirra kvenna, giftra og ógiftra, sem fallið hafa fyrir hendi maka sinna, var yfir- gnæfandi meirihluti þeirra á leið- inni að skilja, eða búnar að skilja við eiginmenn sína eða sambýlis- menn. Þetta sýnir fram á að í langflestum tilvikum er ekki um ástríðuglæp að ræða heldur glæp þar sem morðinginn hefur nú þegar, eða er í þann mund að glata viðkomandi manneskju sem maka. Í þessu sambandi koma Heimilisofbeldi er mest faldi glæpur mannkynsins. Ástandið er óvíða verra en á Spáni þar sem 68 konur féllu fyrir hendi maka sinna í fyrra. Aukin umræða hefur ekki haft þar neitt að segja og ofbeldið stigmagnast ár frá ári. Ingi Freyr Vilhjálmsson skoðar hér hvað veldur. Fórnarlömb breyttra hugsunarhátta? HEIMILISOFBELDI Laia Marull og Luis Tosar í hlutverkum sínum í spænsku verðlaunakvikmyndinni Te doy mis ojos sem fjallar á áhifaríkan hátt um orsök og afleiðingar heimilisofbeldis. Nýkjörin stjórn José Rodriguez Zapatero hefur skorið upp herör gegn heimilisofbeldi sem hefur farið vaxandi á Spáni undanfarin ár þrátt fyrir aukna meðvitund um vandann. ÞRJÁR GREINAR BORGARARÉTTAR (CIVIL CODE)* Grein 57 Eiginmanninum ber að vernda kon- una og skal hún hlýða honum. Grein 60 Eiginmaðurinn er talsmaður konu sinnar og skal hún ekki, án hans leyfis mæta fyrir dóm. Grein 62 Konan má aðeins, án leyfis, festa kaup á hefðbundnum neysluvörum heimilisins. Kaup á skartgripum, húsgögnum eða öðrum dýrum munum skulu borin undir eigin- manninn. *Þessi ákvæði voru ekki afnumin fyrr en 1975, árið sem Franco dó. FRUMSTÆÐ HUGMYNDAFRÆÐI Á Spáni voru í gildi allt til ársins 1963 hegningarlög sem enn frekar undirstrika hugmyndafræðina sem samfélagið var byggt á. Þetta var frumstæð hugmyndafræði sem tók mið af heiðri karlmannsins og nátt- úrlegum rétti hans til að bregðast við væri þessum heiðri hans ógnað: Grein 428 Eiginmaður sem kemur að konu sinni njótandi ásta annars manns, og í framhaldi drepur þau, eða ann- að hvort þeirra, eða vinnur þeim al- varlegt mein skal refsað með út- legð. Vinni hann þeim minni háttar mein skal hann losna við refsingu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.