Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 13. júní 2004 – með ánægju! Ánægðustu viðskiptavinirnir! Viðskiptavinir Sparisjóðsins eru þeir ánægðustu í bankakerfinu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni Útlán eru háð lánareglum SPH Viltu gera draumaferð þína að veruleika? • Hagstæðari kjör en á raðgreiðslu- samningum • Lán til allt að 4 ára • 50% afsláttur af lántökugjaldi til 1.9.2004 Þú getur fengið allar nánari upplýsingar á www.sph.is eða hjá þjónustufulltrúum okkar ar gu s – 0 4- 01 82 FERÐALÁN SPH strax tvö orð upp í hugann sem mögulegar ástæður morðingjans, hefnd og/eða heiður. Það sem hefur breyst á Spáni nútímans er að að nú hefur konan lagalega rétt á að yfirgefa mann- inn sinn, gangi hann fram af henni með ofbeldi eða á einhvern annan hátt. Sá réttur var ekki til staðar hvorki lagalega né félagslega í stjórnartíð Francos. Í dag hefur konan þennan lagalega rétt en félagslegi réttur hennar til að yfirgefa manninn sinn fylgir ekki endilega lagalega réttinum. Lögin eru ekki veruleiki samfélagsins þótt vilji lagasetningarinnar standi til þess. Skilnaðartíðni er meðal annars. af þessum orsökum mjög lág á Spáni. Innan Evrópu- sambandsins er skilnaðartíðni einungis lægri á Írlandi og Ítalíu. Skilyrðing trúarinnar er ennþá sterk. Hjónabandið var heilagt en í dag er það ekki eins heilagt. Ári eftir lögleiðingu skilnaða á Spáni, 1982, áttu sér stað um 40.000 skilnaðir. Árið 2002 var þessi tala komin í 150.000. Togstreita fortíðar og nútíma Á Spáni nútímans á sér stað ákveðið uppgjör fortíðar og nú- tíma, sem endurspeglar tvo ger- samlega andstæða hugmynda- heima sem þó lifa áfram hlið við hlið í samfélaginu. Karlmaðurinn er hræddur við nýfengið frelsi konunnar. Það eru ekki nema tæp 30 ár liðin frá dauða einræðisherrans sem hélt samfélaginu í fortíðinni með öllu því ójafnrétti sem því fylgdi. Hvort það var með eða án stuðnings meirihluta þjóðarinnar verður látið liggja milli hluta. Síðan þá hefur samfélagið verið að taka hamskiptum en það hefur enn ekki algerlega losað sig úr gamla hamnum. Samfélagið klæð- ir haminn smám saman af sér og með honum fortíðina sem hann stendur fyrir og það vill losna við. Fórnarlömb þessara hamskipta samfélagsins eru kannski konurn- ar sem falla í valinn fyrir breytt- um tímum. Þrátt fyrir þessi skakkaföll er auðsýnt að spænskt samfélag er á leiðinni í átt að því sem þegnarnir vilja að það verði. Kannski að lýðræðið sé loksins á leiðinni að sigrast á spænskri sögu og leggja um leið grunn að samfélagi byggðu á jafnrétti og gagnkvæmri virðingu kynjanna. Ingi Freyr Vilhjálmsson er í sagnfræðinámi í Salamanca á Spáni. Heimilisofbeldi hefur það sem af er þessu ári orsakað 28 dauðsföll á Spáni, en það er svipuð tala og um sama leyti fyrir ári. Þrátt fyrir hertar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á síðustu fimm árum hefur ekki tekist að stemma stigu við dauðsföllum af völd- um þessa ofbeldis. Umfjöllun um heimilisofbeldi og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það er gríðarlega sýnileg í spænsku samfélagi og var meðal annars mikið til umræðu í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar síðastliðinn mars. Fyrr á þessu ári sópaði kvikmyndin Te doy mis ojos, eftir leikstjórann Icíar Bollaín, að sér öllum helstu kvik- myndaverðlaunum Spánar en hún fjallar einmitt á mjög raunverulegan og dramatískan hátt um heimilis- ofbeldi. Myndirnar sem fylgja greininni eru fengnar úr þeirri kvikmynd. Vakning um heimilisofbeldi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.