Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 46
Leikaraparið Jón Ingi Hákonar- son og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistar- námskeiðum fyrir börn á aldrin- um 5-12 ára í sumar. „Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsa- skógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn. Þá æfum við senur og syngjum saman lög úr leikritinu með krökkunum,“ segir Jón Ingi en hann og Laufey Brá, kona hans, eru ekki að vinna sam- an í fyrsta sinn því þau léku bæði í barnaleikritinu Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz sem sýnt var hjá Leikfélagi Akur- eyrar fyrir tveimur árum. Laufey Brá leikstýrði líka söngleiknum Chicago hjá Menntaskólanum á Akureyri og þá var Jón Ingi aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. „Við Laufey höfum unnið mikið að leiklist með börnum og ungling- um, aðallega í sitt hvoru lagi. Það hefur gefist okkur báðum vel og við hlökkum til að fá að vinna saman með þessum hætti.“ Hvert leiklistarnámskeið stendur yfir í þrjár vikur í senn. „Við verðum í Hafnarfirði og ætl- um að láta krakkana sýna afrakst- ur vinnu sinnar í Hellisgerði. Næsta námskeið hefst um leið og því fyrsta lýkur en þá ætlum við að leika okkur með Ronju Ræn- ingjadóttur. Á síðasta námskeið- inu vinnum við svo með Hróa hött en þessi þrjú leikrit eiga það öll sameiginlegt að gerast úti í skógi og því má segja að Hellisgerði verði undirlagt af litlum skógar- púkum í allt sumar.“ ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Háskólanum á Akureyri. Baldur Ágústsson. Í Portúgal. Báðir heitir nýstofnað fyrirtæki sem gaf út á dögunum sex söng- bækur sem rúmast fyrir í vasan- um. Hver bók er tileinkuð einni hljómsveit eða flytjanda og í henni má finna 15 texta með við- eigandi gítargripum og merkjum um hvar eigi að skipta. Fyrir þá sem ekki kunna gripin, er mynd af þeim á opnunni. Röðin kallast „Í útileiguna“ af augljósum ástæðum. Bækurnar átta sem þegar er búið að gefa út innihalda lög Bítlanna, Sálarinnar hans Jóns míns, Stuðmanna, Íra- fárs, Rolling Stones, Greifanna og Papanna. „Við erum bara rétt að byrja,“ segir Kristján Viðar Haraldsson, söngvari Greifanna, sem stendur fyrir útgáfunni ásamt félaga sín- um Ívari Jónssyni. „Við höldum þessu áfram á næsta ári. Það er fullt eftir af góðu efni.“ Hugmyndir eru nú þegar á lofti að gera svipaðar bækur með tón- list Skítamórals, Elvis, U2, SSSól, Ný Danskrar, Bó, Hljóma, KK og Magnúsar Eiríkssonar. Áætlað er að síðar í sumar komi út ein bók með barnalögum og önnur sem tekur saman öll „Eyjalögin“ svokölluð sem hafa verið einkenn- islög Þjóðhátíðar. „Bækurnar fást á öllum sölu- stöðum Essó, þeir eru einir með söluréttinn eins og er. Síðan geri ég ráð fyrir því að þetta verði fá- anlegt hvar sem er. Það hafa alveg verið til svona bækur en ekki með þessum seinni tíma popplögum. Í flestum tilvikum hafa hljómsveit- irnar unnið þetta með okkur og haft svolítið um þetta að segja.“ Viddi bendir á að bækurnar megi nota sem leið til þess að læra gripin á gítar. „Í flestum lögum eru að finna einhver lög sem eru það auðveld að allir geti spilað þau strax,“ segir hljómborðsleik- arinn sem getur sjálfur hugsað sér að reyna að læra fyrstu hand- tökin á gítar með bókunum. Stykkið kostar 690 kr. Einnig er hægt að kaupa bækurnar átta í einum pakka á 4.900 kr. ■ Popplög í vasann 38 13. júní 2004 SUNNUDAGUR ... fær verslunin Tólf tónar fyrir að flytja inn hina stórkostlegu Línu á DVD en fyrirbærið skemmti sjónvarpsáhorfendum á milli dagskrárliða í gamla daga. HRÓSIÐ „Mig langar að vekja athygli á Íslandi sem ferðamannalandi fyrir Íslendinga,“ segir Súsanna Svavarsdóttir en hún verður með þátt á dagskrá Skjás eins í sumar sem ber heitið Landshornaflakk- arinn. „Ég er búin að ferðast mik- ið innanlands og vil segja Íslend- ingum frá því sem landið hefur upp á að bjóða. Sagnaarfur okkar er mér líka hugleikinn og segja má að í þættinum verði fjallað um land, þjóð og sögu.“ Súsanna vill benda fólki á þá ferðaþjónustu og afþreyingu sem er að finna á landsbyggðinni. „Ég þekki svæðin auðvitað misvel og er því í sambandi við ferðamála- fulltrúa á hverjum stað. En af- þreyingarmöguleikar landsins eru fjölmargir. Til dæmis er gam- an að fara í kajakferð frá Stykkis- hólmi eða á snjósleða á Arnar- stapa. Svo er víða að finna athygl- isverð söfn og menningarstofnan- ir fyrir þá sem vilja vera í róleg- heitunum. Veitingastaðirnir úti á landi eru líka alltaf að verða betri og betri og fólk getur gist á tjald- stæðum eða í lúxushótelum eftir því hvort það er í rómantískri ferð með elskunni sinni eða á hring- ferð með stórfjölskylduna.“ Súsanna segist hafa fengið hugmyndina að þættinum þegar hún vann á ríkissjónvarpinu fyrir fimm árum. „Þá fannst mér svo mikið fyrirtæki að búa til einn sjónvarpsþátt. Maður fór ekki út úr húsi án þess að það fylgdi manni stór hópur af tæknifólki, hár og smink og útsendingarbíll. Mig langaði til að gera þátt sem væri ódýr í framleiðslu og þvæl- ast um landið án alls umstangs,“ segir Súsanna en hún vinnur þátt- inn með Þórarni Þórðarsyni kvik- myndatökumanni. „Þegar verið er að gera þátt um ferðaþjónustuna og náttúruperlur Íslands skiptir engu máli hvernig hárið á manni er og hvort sminkið er í lagi. Við Þórarinn verðum tvö á þvælingi um landið í allt sumar en hann tekur þáttinn og klippir. Þetta er mikil törn hjá okkur og við vinn- um myrkranna á milli til að geta valið úr skemmtilegu efni þegar við komum í bæinn.“ ■ SJÓNVARP SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ■ Ætlar að fjalla um land, þjóð og sögu í Landshornaflakkaranum á Skjá einum í sumar. TÓNLIST Í ÚTILEIGUNA ■ Nýtt fyrirtæki Vidda úr Greifunum hefur gefið út 6 sönglagabækur í vasaformi.              LEIKLIST LAUFEY BRÁ OG JÓN INGI ■ verða með þrjú leiklistarnámskeið í sumar og taka fyrir Dýrin í Hálsaskógi, Ronju Ræningjadóttur og Hróa hött. LAUFEY BRÁ OG JÓN INGI Leikaraparið lék saman með Leikfélagi Akureyrar í vetur en heldur nú leiklistarnámskeið fyrir börn. Litlir púkar í skóginum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR Segir afþreyingarmöguleika landsins fjölmarga. „Til dæmis er gaman að fara í kajakferð frá Stykkishólmi eða á snjósleða á Arnarstapa.“ Landshornaflakk Súsönnu á Skjánum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.