Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 14. júní 2004 LANDSBANKADEILD KVENNA Valur 4 4 0 0 18–1 12 ÍBV 3 2 1 0 17–2 7 Breiðablik 3 2 1 0 6–10 6 KR 3 1 1 1 4–5 4 Þór/KA/KS 4 1 1 2 4–8 4 Stjarnan 3 0 2 1 3–5 2 Fjölnir 3 0 1 2 2–5 1 FH 3 0 0 3 0–18 0 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 7 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 7 Hildur Einarsdóttir, Breiðabliki 3 Karen Burke, ÍBV 3 Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val 3 Olga Færseth, ÍBV 3 Guðrún Halla Finnsdóttir, Stjörnunni 2 Inga Birna Friðjónsdóttir, Þór /KA/KS 2 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 2 Dóra Stefánsdóttir, Val 2 Laufey Ólafsdóttir, Val 2 Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, Val 2 NÆSTU LEIKIR ÍBV–Stjarnan í kvöld kl. 20 Breiðablik–Fjölnir þri. 15. júní kl. 20 FH–KR fim. 17. júní kl. 11 Þór/KA/KS–ÍBV sun. 20. júní kl. 16 ■ STAÐA MÁLA VALUR–ÞÓR/KA/KS 4–0 1–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2–0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33–5 (12–3) Horn 11–1 Aukaspyrnur fengnar 4–10 Rangstöður 8–0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS ■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI Þrenna frá Nínu Í öruggum sigri Valsstúlkna á Þór/KA/KS. FÓTBOLTI Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4–0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmanna- eyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mín- útur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vind- inum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Vals- stúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógn- andi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mót- spyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. ■ Grikkir kokhraustir eftir sigurinn á Portúgal í opnunarleik EM á laugardaginn: Mæta óhræddir gegn Spáni EM Í FÓTBOLTA Otto Rehhagel, hinn þýski þjálfari Grikkja, sagði í gær að hans menn hefðu nægt sjálfs- traust til að leggja Spánverja að velli í leik liðanna í A-riðli á miðvikudaginn. Grikkir sigruðu Spánverja, 1–0, á Spáni fyrir rúmu ári í undankeppni EM og Rehhagel sagði að nú væri möguleikinn til staðar til að komast áfram. „Við höfum komið okkur í góða stöðu og þurfum að sjá til þess að við missum ekki af þessu gullna tækifæri til að komast áfram upp úr riðlinum. Við vitum að Spán- verjar eru fyrir fram sigur- stranglegri í leiknum á miðviku- daginn en við mætum óhræddir til leiks. Sigurinn gegn Portúgal gefur okkur byr undir báða vængi og sýndi liðinu að það er allt hægt í fótbolta,“ sagði Rehhagel og gekk síðan svo langt að segja að þessi leikur færi í sögubækurnar. „Ég sagði við mína menn fyrir leikinn að ef þeim tækist að sigra Portúgali myndi gjörvöll heims- byggðin taka eftir þeim. Þetta er sögulegur sigur, sá glæstasti í knattspyrnusögu Grikkja og fólk mun tala um hann næstu ára- tugina. Hann hefur líka gert það að verkum að kröfurnar eru meiri, sem er af hinu góða.“ ■ FÖGNUÐUR GRIKKJA Leikmenn og stuðningsmenn gríska liðsins fagna hér fyrsta markinu gegn Portúgal. MARKASKORARAR Kristín Ýr Bjarnadóttir sést hér gefa á Nínu Ósk Kristinsdóttir, stöllu sína í framlínu Valsstúlkna, í leiknum í gær en þær skor- uðu mörk Vals í leiknum. Nína Ósk skoraði þrjú mörk og Kristín Ýr bætti því fjórða við með skalla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.