Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 1
▲ SÍÐA 23 ● 29 ára í dag Finnur Beck: ▲ SÍÐA 20 Venjulegur vinnudagur Iceguys: ▲ SÍÐA 30 Enskan hentar eðli strákasveitarinnar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR FYLKIR MÆTIR VÍKINGI Tveir leikir verða í Landsbankadeild karla klukkan 19.15. Fylkir tekur á móti Víkingi og Keflavík sækir ÍBV heim. Í Landsbankadeild kvenna mætast Breiðablik og Fjölnir í Kópavogi. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJARTUR HIMINN MEÐ KÖFLUM Horfur dagsins eru góðar. Þurrt og bjart með köflum. Hiti 10-17 stig, hlýjast á Austur- og Suðausturlandi. Sjá síðu 6 15. júní 2004 – 161. tölublað – 4. árgangur HARKA Í BENSÍNSTRÍÐIÐ Atlantsolía reið á vaðið með lækkun á bensíni í gær. Lítrinn er nú kominn undir 100 krónur eftir hækkun í tvo mánuði. Sjá síðu 2 VANTRAUST FELLT Ísraelska ríkis- stjórnin lifði af þrjár vantrauststillögur á þingi í gær, þar sem forysta Verkamanna- flokksins ákvað að sitja hjá og veita stjórn- inni þar með öryggisnet. Sjá síðu 2 BRUGÐIST VIÐ ÓKOMNUM TIL- MÆLUM Í nýjum mjólkursamningi sem landbúnaðarráðuneytið hefur gert við kúa- bændur og tekur gildi á næsta ári er dregið úr framleiðslutengdum greiðslum. Sjá síðu 4 REGLUR UM BOÐSFERÐIR Framkvæmdastjórn Landspítala - háskóla- sjúkrahúss hefur sett strangar reglur um boðsferðir erlendra fyrirtækja til starfs- manna spítalans. Sjá síðu 10 Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 DÓMSMÁL „Mín skoðun er að það hafi áhrif á trúverðugleika forsæt- isráðherra þegar það sem hann lætur hafa eftir sér sem slíkur er dæmt dautt og ómerkt,“ segir Sig- ríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar í meiðyrðamáli gegn Davíð Oddssyni. Ummæli Davíðs voru dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón Ólafsson vildi ekki tjá sig um málið í gær en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnaði niðurstöðu Héraðsdóms. Sigríður Rut segir að komin sé staðfesting á að þessi ummæli forsætisráðherra hafi farið yfir strikið. Forsætisráð- herra muni þá væntanlega gæta orða sinna í framtíðinni. Það skipti máli þegar forsætisráðherra, stöðu sinnar vegna, sé jafnvel í yf- irmannsstöðu yfir skattinum, stjórnsýslunni eða rannsakendum. „Það verður að teljast alvarlegt að hafa uppi slík ummæli um mann sem hefur aldrei verið dæmdur af dómstólum. Þetta er náttúrlega merkilegur dómur að því leyti að forsætisráðherra eins og aðrir á að virða grundvallarmannréttindi um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð fyrir dómi.“ Davíð getur ekki áfrýjað mál- inu til Hæstaréttar þar sem hann lét þingsóknina falla eftir að hafa skilað greinargerð. Sjá nánar síðu 4. Ummæli forsætisráðherra dæmd dauð og ómerk: Fór yfir strikið með ummælum sínum VIÐSKIPTI Tveir íslenskir bankar báru víurnar í danska bankann FIH. Landsbankinn og KB banki höfðu báðir áhuga á að kaupa bankann. KB banki keypti bank- ann fyrir 84 milljarða í gær. Fleiri bankar vildu kaupa danska bank- ann samkvæmt heimildum, meðal annars stærsti banki Norður- landa, Nordea, sem var tuttugu sinnum stærri en KB banki fyrir kaupin á FIH. Lokaspretturinn var spennandi og ekki ljóst fyrr en langt var liðið á aðfaranótt mánudagsins að KB banki myndi kaupa danska bankann. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins vissu íslensku bankarnir ekki hvor af öðrum þegar ferlið hófst. Landsbankinn bakkaði út, samkvæmt heimildum þar sem þar á bæ var talið að hærri arð- semiskröfu þyrfti að gera á svo stór kaup. Aðrar heimildir herma að keppni hafi verið milli bankanna um kaupin fram að síðustu helgi. KB banki stefnir að því að koma sér fyrir sem leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlönd- um. Barátta íslensku bankanna hækkaði hins vegar verðið sem KB banki þurfti að greiða fyrir kaupin. Eftir kaupin verður KB banki áttundi stærsti banki á Norður- löndum. „Þetta er mjög öflugur banki, vel rekinn og með frá- bæra stjórnendur,“ segir Sigurð- ur Einarsson, stjórnarformaður KB banka. FIH er banki sem sér- hæfir sig í fjármögnun fyrir- tækja og er með 17% af fyrir- tækjalánamarkaðnum í Dan- mörku. Sigurður segir þessa fjárfestingu falla vel að stefnu KB banka og færa bankann nær því markmiði sínu að verða leið- andi fjárfestingarbanki á Norð- urlöndum. Eftir kaupin verða heildar- eignir KB banka 1.470 milljarðar króna, en voru 601 milljarður króna áður. Gengi bréfa KB banka hækkaði um 12,5% í gær og er markaðsvirði bankans nú 170 milljarðar króna. Kaupin verða fjármögnuð með útgáfu víkjandi láns og hækkun hluta- fjár sem boðið verður forgangs- rétthöfum til kaups. Meirihluti eigenda KB banka hefur lýst því yfir að þeir muni taka þátt í hlutafjáraukningunni. haflidi@frettabladid.is Sjá nánar síðu 6. TÓM HANDJÁRN Í ABU GHRAIB Hundruðum fanga var sleppt úr hinu alræmda Abu Ghraib-fangelsi í Írak í gær. Bandaríkjaher hefur gefið fyrirheit um að rúmlega þúsund föngum verði annað hvort sleppt eða komið til íraskra löggæsluyfirvalda fyrir valdaframsalið 30. júní. Abu Ghraib-fangelsið er helst þekkt vegna pyntinga sem bandarískir hermenn beittu fanga þar inni. Tveir íslenskir bankar bitust um danskan KB banki keypti í gær danska bankann FIH fyrir 84 milljarða króna. Landsbankinn var einnig að skoða kaup á bankanum auk stærsta banka Norðurlanda. KB banki liðlega tvöfaldast að stærð við kaupin. ● fyrsta lagið komið í spilun Dagbjört Hákonardóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Gaman að hjóla ● heilsa o.fl. M YN D /A P EM í fótbolta: ● stórsigur Svía Krufningarskýrsla: Staðfestir voðaskot LÖGREGLA Krufningarskýrsla vegna voðaskots sem varð Ás- geiri Jónsteinssyni að bana á Selfossi um miðjan mars hefur borist lögreglunni á Selfossi. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að ekki verði annað ráðið af skýrslunni en að um voðaskot hafi verið að ræða. Skýrslan hafi ekki leitt neitt nýtt í ljós. Þó má samkvæmt skýrslunni leiða að því líkur að skotið hafi hlaupið úr byssunni af stuttu færi. Það var mánudaginn 15. mars sem Ásgeir, sem var ellefu ára þegar hann lést, fannst látinn skammt frá lítilli tjörn á tjald- svæðinu á Selfossi. Hann lést af völdum byssuskots sem hæfði hann í höfuðið. ■ DAVÍÐ ODDSSON Ummæli forsætisráðherra um Jón Ólafsson voru dæmd dauð og ómerk. Tvö frá Henke

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.