Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 2
2 15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Enn óvissa um framtíð ísraelsku ríkisstjórnarinnar: Vantraust fellt þrisvar JERÚSALEM Ísraelska ríkisstjórnin lifði af þrjár vantrauststillögur á þingi í gær, þar sem forysta Verka- mannaflokksins, sem er í stjórnar- andstöðu, ákvað að sitja hjá og veita stjórninni þar með öryggis- net. Tveir háttsettir félagar í Likudbandalagi Ariels Sharon for- sætisráðherra sátu hjá við at- kvæðagreiðslurnar. 37 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrausti en 32 með. Þrír af sex þingmönnum Trúarlega þjóðarflokksins, sem sæti á í stjórn, greiddu atkvæði með vantrausti á stjórnina. Þrír þingmenn greiddu hins vegar at- kvæði gegn því. Trúarlegi þjóðarflokkurinn hefur barist af hörku gegn áformum Shar- ons um að hverfa á brott frá land- nemabyggðum á Gaza-svæðinu. Að sögn ísraelska dagblaðsins Haaretz var mjög heitt í kolunum þegar nokkrir fulltrúar landtökumanna funduðu með þingmönnum flokks- ins í gær. Landtökumennirnir öskr- uðu á þingmennina að hætta stuðn- ingi við stjórn Sharons. „3.000 íbúar Gush Katif kusu þig, við höfum unn- ið fyrir þig og nú gerirðu okkur þetta,“ öskraði einn þeirra á þing- manninn Nissam Slomiansky. ■ BENSÍNVERÐ Bensínlítrinn hefur lækkað eftir nær samfellda hækk- un í tvo mánuði og er undir hund- rað krónur á tilteknum bensín- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Atlantsolía reið á vaðið í gær- morgun og lækkaði bensínverð í 99,90 krónur á stöðvum sínum. Keppinautar félagsins lækkuðu í kjölfarið verð hjá sér um krónu á lítrann. Hugi Hreiðarsson, talsmaður Atlantsolíu, sagði að ástæðan fyrir verðlækkuninni í gær væri lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu. „Við fylgjumst grannt með þróun heimsmarkaðsverðs. Við kaupum eldsneyti okkar frá Evr- ópu og fylgir verðið því markaðs- verði í Rotterdam. Verðlækkun í síðustu viku gaf okkur tilefni til þessarar lækkunar nú. Ákveðið jafnvægi er komið á verðþróun á bensíni að nýju eftir tveggja mán- aða samfellda hækkun,“ sagði Hugi. Olís lækkaði bensínlítrann á stöðvum sínum að meðaltali um eina krónu á lítrann, að sögn Samúels Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra áhættustýringar- sviðs Olís. Aðspurður sagði Samú- el að lækkun á heimsmarkaðs- verði hefði ráðið lækkuninni hjá Olís. Hann sagði verðlækkunina misjafna eftir staðsetningu bens- ínstöðvanna. Aðspurður hvernig stæði á því að bensín væri lækkað mismikið eftir stöðum sagði hann að verðlagning Olís tæki mið af samkeppnisaðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Essó hefur lækkað verð á öll- um bensínstöðvum um krónu, að sögn Jóhanns Jónssonar kynning- arfulltrúa. Auk lækkandi heims- markaðsverðs vill Essó jafnframt vera í góðri stöðu gagnvart keppi- nautum sínum. Verð á Egó-stöðv- unum er nú hið sama og hjá Atl- antsolíu en á öðrum stöðvum Essó á bilinu 101 til 110,90, eftir stað- setningu og hvort um fulla þjón- ustu sé að ræða, að sögn Jóhanns. Atlantsolía vakti athygli við- skiptavina á verðmun milli bens- ínstöðva í gær með því að halda uppi skilti með verði bensín- lítrans á bensínstöðvum keppi- nauta sinna. Hugi sagði að bensín- lítrinn væri almennt um sex krón- um ódýrari að meðaltali á þeim svæðum þar sem Atlantsolía er með bensínstöðvar. „Það er ótækt að keppinautar okkar lækki aðeins verð í næsta nágrenni við okkur og teljum við að þar með séu þeir að brjóta sam- keppnislög,“ segir Hugi og bendir jafnframt á að það mál sé þegar til rannsóknar hjá samkeppnis- yfirvöldum og í eðlilegum farvegi þar. sda@frettabladid.is Markaðssvik Enron: Stálu 80 milljörðum BANDARÍKIN, AP Markaðssvik bandaríska stórfyrirtækisins En- ron á raforkumarkaði kostuðu viðskiptavini félagsins andvirði um 80 milljarða króna, sam- kvæmt úttekt Snohomish-sýslu. Snohomish-sýsla var eitt margra sveitarfélaga sem keyptu raforku af Enron. Að sögn starfs- manna sýna gögn fyrirtækisins, sem þeir hafa farið yfir, hvernig fyrirtækið flutti raforku frá Kali- forníu til annarra ríkja og þaðan aftur til Kaliforníu á mun hærra verði. Þetta gerðist veturinn 2000 til 2001 þegar mikill orkuskortur var í Kaliforníu. Enron fór á hausinn og hafa stjórnendur þess sætt rannsókn fyrir glæpsamlegt athæfi. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Jú, jú, auðvitað vorum við til í það en við mátum það svo að það væri betra, ekki síst fyrir hina, að safna smá orku.“ Ákveðið var að fresta kjarasamningaviðræðum á fundi Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaganna til 11. ágúst hjá ríkissáttasemjara í gær. Þá eru sex vikur til að semja því kennarar hafa samþykkt að fara í verkfall 20. september náist það ekki fyrir þann tíma. SPURNING DAGSINS Eiríkur, var samninganefnd kennara ekki tilbúin að vinna í sumarfríinu? Harður árekstur á Reykjanesbraut: Ökumenn sluppu vel KEFLAVÍK Tveir bílar skemmdust mikið og voru fluttir burt með kranabíl eftir árekstur á Reykja- nesbrautinni um fimmleytið í gær. Bíll beygði af Hafnarvegi inn á Reykjanesbraut í veg fyrir leigu- bíl sem var á leið frá Leifsstöð. Ökumenn bílanna voru fluttir á sjúkrahús en fengu að fara heim eftir skoðun. Farþegi í leigubíln- um slasaðist ekki. Umferð stöðv- aðist í rúmar tuttugu mínútur á háannatíma og þurfti lögreglan í Keflavík að stjórna henni við opn- unina. ■ KÚRDAR MÓTMÆLA Þúsundir tyrkneskra Kúrda lýstu samstöðu með uppreisnarmönnum á sunnudag. Kúrdískir vígamenn: Vopnahléð út um þúfur TYRKLAND, AP Þrír öryggisverðir voru skotnir til bana í árás á þorp í suðausturhluta Tyrklands í fyrri- nótt. Talið er að kúrdískir upp- reisnarmenn beri ábyrgð á dráp- unum en þeir sögðu á dögunum að einhliða vopnahlé sem þeir lýstu yfir fyrir fimm árum síðan væri ekki lengur í gildi. Murat Karayilan, einn af leið- togum uppreisnarmanna, neitaði bænum um að virða vopnahléð. „Við munum svara þeim sem vilja útrýma okkur,“ sagði hann. „Ef öryggissveitir sýna okkur skiln- ing verður hófsöm vörn möguleg. En það er ekki hægt að brjóta varnir okkar niður algjörlega.“ ■ SINUBRUNI VIÐ AKUREYRI Litlir krakkar kveiktu í sinu við Lauga- borg rétt fyrir utan Akureyri. Slökkviliðið var kallað út en að- standendur barnanna náðu að slökkva eldinn. HÓPSLAGSMÁL Á REYÐARFIRÐI Ósætti kom upp á krá á Reyðar- firði. Tíu manns slógust. Kalla þurfti til lögregluna á Eskifirði, sem skakkaði leikinn. HRAÐAKSTUR Á AUSTURLANDI Umferð hefur verið mjög hröð í lögregluumdæmum á Austur- landi; Neskaupstað, Fáskrúðsfirði og Vopnafirði. Fleiri hafa verið teknir þessa helgi en venjulega og telur lögreglan á Fáskrúðs- firði að hátíðin Austurland 2004 sem haldin var á Egilsstöðum hafi aukið umferðina til muna og því hafi fleiri verið teknir. Lög- reglan á Vopnafirði sagði fólk oftar keyra hraðar á virkum dög- um en um helgar. BRASILÍA, AP „Einungis tíminn get- ur leitt í ljós hvernig öryggismál- um verður háttað í framtíðinni. En horfurnar eru ekki ýkja góð- ar,“ sagði Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, í gær þegar hann var spurð- ur út í hvort koma mætti öryggis- málum í Írak í gott horf. Annan gaf til kynna að nokkuð væri í að Sameinuðu þjóðirnar gætu látið til sín taka í Írak vegna þess hversu mikil hætta stafaði af hryðjuverkum. Starfs- lið Sameinuðu þjóðanna fór frá Bagdad eftir að sprenging í aðal- stöðvum samtakanna þar banaði 22. Nær 30 manns hafa látist í þremur sprengjuárásum síðustu tvo daga. ■ LÖGREGLUMÁL Konu var vísað frá með kæru á hendur manni sem auglýsti eftir starfskrafti í mötu- neyti í vegavinnu en var í raun að leita að vændiskonu. Konan, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hafði samband við lögregluna í gær vegna máls- ins en fékk þær upplýsingar að hún gæti ekki kært. Maðurinn hefði haft rétt á því að gera það sem hann gerði, því ekkert ólög- legt hefði átt sér stað. Athæfið teldist ekki ólöglegt fyrr en „við- skiptin“ hefðu farið fram. Þá væri það konan sem væri brotleg, en ekki maðurinn. Í samtali við Fréttablaðið sagði konan að hún hefði talið að um venjulegt starf væri að ræða en þegar líða tók á samtalið hafi það orðið ljóst að maðurinn væri að leita eftir konu sem væri tilbúin að selja blíðu sína. Sagði hann að hann myndi borga vel fyrir greið- ann. Hún sagðist slegin yfir atvik- inu og reið yfir því að geta ekki borið fram kæru á hendur mann- inum. ■ Skráning í London: Seinkað til ársins 2005 VIÐSKIPTI Actavis, sem áður hét Pharmaco, hefur seinkað boðaðri skráningu sinni í Kauphöllinni í London. Fyrirtækið verður ekki skráð á þessu ári. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er seinkunin tæknilegs eðlis. Bretland tekur upp alþjóðleg reikningsskil um áramót, eins og Ís- land. Ef skráning hefði orðið fyrir áramót hefði Actavis þurft að færa bókhald sitt samkvæmt breskum reikningsskilavenjum þrjú ár aftur í tímann. Slíkt hefur í för með sér kostnað fyrir fyrirtækið og því var ákveðið að bíða fremur nokkra mánuði með skráningu. ■ PALESTÍNUMENN MÓTMÆLA Á sama tíma og Ísraelsstjórn er í vanda vegna brotthvarfs frá Gaza mótmæltu Palestínumenn byggingu veggs sem skilur að þá og Ísraela. Reynt að lokka konu til vændis: Fékk ekki að kæra Í BRASILÍU Kofi Annan er á ráðstefnu í Brasilíu um viðskipti og þróunarmál. Öryggi í Írak: Horfurnar ekki góðar Atlantsolía hleypir hörku í bensínstríðið Atlantsolía reið á vaðið með lækkun á bensíni í gær. Lítrinn kominn undir hundrað krónur eftir samfellda hækkun í tvo mánuði. Aðrar bensín- stöðvar lækkuðu í kjölfarið. Lægsta verð í nágrenni stöðva Atlantsolíu. ATLANTSOLÍA HEYR BENSÍNSTRÍÐ Bensínlítrinn hefur nú lækkað undir hundrað krónur að nýju hjá Atlantsolíu. Önnur bensínfyrirtæki lækkuðu verð í kjölfarið, þó mismikið eftir staðsetningu bensínstöðva. ÞYRLAN VIÐ TOGARANN VENUS Landhelgisgæslan sótti hjartveikan mann í togarann Venus í gær. Hann er ekki í lífs- hættu og líður vel en er í rannsóknum, samkvæmt lækni LSH. Landhelgisgæslan: Maður sóttur í togara LANDHELGISGÆSLAN Þyrla Landhelg- isgæslunnar sótti hjartveikan mann um borð í togarann Venus HF-519 á Reykjaneshrygg í gær. Landhelgisgæslan fékk tilkynn- ingu um manninn um klukkan hálf ellefu um morguninn og voru bæði þyrlan TF-LÍF og flugvélin TF-SÝN, sem fylgir þyrlunni til öryggis í lengra flug, komnar í loftið um tíu mínútum síðar. Þyrlan var komin að skipinu um hálf þrjú. Hún lenti klukkan 16.20 á Reykjavíkurflugvelli og var maðurinn fluttur á Landspítala - háskólasjúkrahús, samkvæmt upp- lýsingum frá Dagmar Sigurðar- dóttur, fjölmiðlafulltrúa Land- helgisgæslunnar. Vakthafandi læknir segir líðan mannsins góða. Hann sé í rannsóknum. ■ M YN D /F R IÐ R IK H Ö SK U LD SS O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.