Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 12
15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR FRELSINU FEGINN Fangar í Abu Ghraib voru látnir lausir í gær. Þessi fagnaði frelsinu mjög. Danir rífast um nýstárlega virkjun: Raunhæft hjá stærri bálstofum IÐNAÐUR Raforkuframleiðsla bál- stofa er ekki raunhæfur kostur hér, að mati forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Í Dan- mörku er um þessar mundir tekist á um hvort virkja beri orkuna sem til verður við bálfarir og sýn- ist sitt hverjum, að því er fram kom í danska dagblaðinu Politiken um helgina. Þar mun ekki vera pólitískur vilji til að heimila slíka virkjun, þó að hún hafi um árabil viðgengist í Svíþjóð og víðar í Evrópu. Fram kemur að væri ork- an frá líkbrennsluofnum í Dan- mörku virkjuð mætti þar fram- leiða sem næmi 8 milljónum kílóvattstunda á ári. Þórsteinn Ragnarsson, for- stjóri Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma, segir virkjun bálstofa ekki eiga við hér og því sleppi þjóðin við að taka af- stöðu til siðferðilegra álitamála henni tengdri. „Þetta er bara raunhæft hjá stærri bálstofum þar sem verið er að brenna þúsundir,“ sagði hann og bætti við að hér færu ekki fram nema tæpar 300 brennslur á ári. „Hugsanlega væri hægt að hita Fossvogskirkju með þessu, eða eitthvað slíkt, en ég held að aldrei yrði lagt í þann kostnað sem fælist í slíkum breyting- um.“ ■ BAGDAD, AP Sextánda og sautjánda sprengjuárásin í Írak það sem af er mánuðinum kostuðu sextán manns lífið í gær, degi eftir að tólf létu lífið í sprengjuárás. Önnur árásin var gerð á bíla- lest erlendra verktaka á leið í gegnum Bagdad. Sprengingin var svo kraftmikil að átta farar- tæki eyðilögðust og lítið annað en rústir voru eftir af nærliggj- andi verslunum. Íraskir borgar- ar brugðust fljótt við og komu þeim sem særðust til hjálpar með því að keyra þá á næstu sjúkrahús. Tólf létu lífið, sjö heimamenn og fimm erlendir ríkisborgarar. Andúð sumra Íraka á hernám- inu kom berlega í ljós. Skömmu eftir árásina kölluðu írösk ung- menni ókvæðisorð að hermönnum og um 20 manns stóðu í kringum lík eins fórnarlambanna og köll- uðu „Niður með Bandaríkin“. „Við fordæmum þetta hryðju- verk og heitum því að draga glæpamennina fyrir dómstóla eins fljótt og auðið er,“ sagði Iyad Allawi forsætisráðherra. Önnur sprengjuárás í Bagdad kostaði fjóra lífið auk þess sem fjórir særðust. ■- SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Portúgal 30. júní frá29.995.- Tryggðu þér síðustu sætin í sólina til Portúgal í maí eða júní á hreint ótrúlegum kjörum í beinu flugi Terra Nova til Portúgal. Þú getur valið um viku eða tveggja vikna ferð og dvalið við frábærar aðstæður, enda er sumarið komið í Portúgal og auðvelt að njóta alls sem staðurinn hefur að bjóða. Og auðvitað nýtur þú þjónustu fararstjóra Terra Nova allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Portúgal. Kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, í viku 30. júní. Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 á mann. Kr. 39.990 M.v. 2 saman í gistingu í viku 30. júní. Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Tryg ðu þér síðust ti í li til t gal í júní á hrei t ótrúlegum kjör í beinu flug Terra Nova til Portúgal. Þ getur valið um vik eða tveggja vikna ferð og dvalið við frábærar aðstæður, enda er sumarið komi í Portúgal og uð- velt að njóta alls sem staðurinn hefur að bjóða. Og auðvitað nýtur þú þjónustu fararstjóra Terra Nova allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Portúgal. LÍKHÚSIÐ FOSSVOGI Í Danmörku eru skiptar skoðanir um hvort nýta beri orkuna sem til verður við líkbrennslu til að búa til rafmagn, líkt og gert er í Svíþjóð og víðar. Hér fara of fáar brennslur fram árlega til að slík virkjun komi til greina. ■ ASÍA BJARGAÐ ÚR HRUNINNI BYGGINGU Fjölmargir særðust þegar öflug sprengja var sprengd í miðborg Bagdad. Sextán létust í tveimur sprengjuárásum í Bagdad: Ekkert lát á árásum 72 FÉLLU 55 meintir al- Kaídaliðar og sautján hermenn létu lífið í að- gerðum Pakist- anshers gegn meintum al- Kaídaliðum í fjallahéruðum sem liggja að afgönsku landamærunum. Aðgerðirnar stóðu yfir í fimm daga. SAKAÐUR UM 99 MORÐ Pakistanska lögreglan hefur handtekið Dawood Badini, leiðtoga samtaka með tengsl við al-Kaída. Hann er sakaður um að hafa staðið fyrir árásum á sjíamús- lima í borginni Quetta sem kostuðu 99 einstaklinga lífið. Hrottafengið morð: Fann lík í ísskápnum LONDON, AP Breskur karlmaður fann sundurbútað lík af tengdadótt- ur sinni í ísskáp íbúðar hennar og sonar síns þegar hann ætlaði að sækja sér mjólk í teið sem hann var nýbúinn að laga sér. Maðurinn hafði komið við í íbúð- inni til að heilsa upp á son sinn og tengdadóttur. Hvorugt þeirra var heima en þar sem hann var kominn á staðinn ákvað hann að hella upp á te. Þegar hann svo opnaði ísskápinn fann hann líkið og kallaði á lög- reglu, að sögn breska götublaðsins The Sun. Lögregla leitar nú að eig- inmanni konunnar, syni mannsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.