Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2004 Tóbakssalar í Hafnarfirði fá viðurkenningu: Seldu ekki börnum FORVARNIR Forvarnanefnd Hafnar- fjarðar hefur afhent þeim söluað- ilum tóbaks viðurkenningu, sem seldu ekki börnum tóbak í síðustu könnun sem fór fram. Fulltrúi Lýðheilsustöðvar flutti stutt ávarp og sagði að það væri víða tekið eftir þessu framtaki Hafnar- fjarðarbæjar sem miðaði að því að minnka aðgengi barna og ung- linga að tóbaki. Formaður forvarnanefndar, Guðmundur Rúnar Árnason, minnti gesti á að svo virðist sem tóbaksreykingar meðal barna og unglinga í Hafnarfirði séu að aukast og því nauðsynlegt að aðil- ar standi saman og sporni gegn þeir þróun. Síðan var þeim sölu- aðilum sem létu það eiga sig að selja börnum tóbak afhent viður- kenning og þeir hvattir til að halda sínu striki. ■ Á LEIÐ TIL FRAKKLANDS Branson fór yfir Ermarsund á sportbíl sem breyta má í hraðbát á örskotsstundu. Nýtt hraðamet: Fór yfir Ermar- sund á sex tímum BRETLAND, AP Breski auðjöfurinn Richard Branson setti nýtt hraðamet þegar hann var ekki nema eina og hálfa klukkustund að sigla yfir Ermarsund. Branson sigldi frá Bretlandi til Frakklands á Gibbs Aquada, bíl sem breytist í hraðbát. Hann sló hraðamet tveggja Frakka sem sigldu yfir Ermarsund á sex klukkustundum árið 1986. Það var þar til í gær besti árangur láðs- og lagarfarartæk- is. Uppátækið er hluti af 20 ára afmælishátíð Virgin Atlantic- flugfélagsins en Branson hefur verið óþreytandi í alls kyns ævintýraleit og hefur það verið mikil kynning fyrir fyrirtæki hans. ■ SUMARVINNA Flest hinna nýju starfa snúa að umhverfismálum og fegrun bæjarins en um 150 unglingar starfa á vegum vinnuskólans í sumar. Seltjarnarnes: Allir fá vinnu ATVINNA Stofnanir og fyrirtæki Seltjarnarnesbæjar ásamt vinnuskóla Seltjarnarness fjölga ráðningum ungmenna í sumar svipað og undanfarin tvö ár til að bregðast við minna framboði á sumarstörfum fyrir ungt fólk. Markmið stjórnenda bæjarins er að tryggja að allir námsmenn í bænum fái vinnu yfir sumartímann. Flest hinna nýju starfa snúa að umhverfismálum og fegrun bæjarins en um 150 unglingar starfa á vegum vinnuskólans í sumar. Auk þess er reiknað með að á þriðja tug ungmenna fái sumarstörf hjá bænum. ■ FORVARNIR Mikið forvarnarstarf gegn reykingum er unnið í Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.