Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 16
15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Reyðarfjörður: Loftvarnar- byrgi grafið upp AUSTURLAND Loftvarnarbyrgi úr seinni heimsstyrjöldinni, sem grafið var upp á Reyðarfirði í síðustu viku er mjög heillegt. Sigfús Guðlaugsson rafveitu- stjóri hafði frumkvæði að því að ná byrginu upp í heilu lagi og stefnt er á að koma því fyrir á lóð Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði. Byrgið er steinsteypt um tveggja metra hátt, fimm metra langt með hvolfþaki og vegur um það bil 14 tonn. Vitað var af tilvist byrgisins en lítið var vitað um ástand þess fyrr en verktakar byrjuðu að grafa fyrir grunni nýrrar verslunar- miðstöðvar. ■ BRAUTSKRÁNING Nemum í Háskól- anum á Akureyri hefur fjölgað úr um 650 árið 2000 í 1.390 árið 2003. „Er þetta mesta fjölgun nem- enda sem vitað er um við nokkurn háskóla hér á landi á þessu tíma- bili,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, við brautskráningu nemenda um helgina. Fjöldi nemenda á aldrin- um 25–29 ára hefur aukist um 89%. Í aldurshópnum 30–39 hefur aukningin verið 190% og 162% nema eldri en 40 ára á sama tíma- bili. Jón Karl Ólafsson, formaður Verslunarráðs, og Þorsteinn gerðu báðir aukna ásókn í há- skóla að umtalsefni sínu við brautskráningu nemenda á laug- ardag. Þorsteinn sagði að inn- tökuskilyrði í Háskólann á Ak- ureyri hefðu verið hert til að sporna við nemendafjölgun og Jón Karl sagði við brautskrán- ingu nemenda í Háskólanum í Reykjavík að tilkoma skólans hefði eflt samkeppnina milli há- skólanna í landinu sem aldrei hefðu verið fleiri. Jón Karl Ólafsson sagði í ræðu til 255 nemenda sem brautskráð- ust úr Háskólanum í Reykjavík að Verslunar- ráð hefði mikinn áhuga á að skoða möguleikann á að útvíkka þann mikla árang- ur sem náðst hefði í há- skólamálum yfir á önnur skólastig í landinu. „Engin ástæða er til að ætla annað en að sú reynsla og þekking sem orðið hefur til hjá einkaað- ilum við rekstur háskóla og verslunarskóla fái not- ið sín á lægri skólastig- um.“ Jón sagði einnig: „Sú samkeppni sem fjölgun skóla hefur kallað fram lýtur ekki bara að nemendum, skólar keppa líka sín á milli um það fjármagn sem landsmenn hafa ákveðið að láta renna til menntamála. Þessi samkeppni er ekki síður kærkomin því hún stuðlar að því að hið tak- markaða fé sé veitt með yfirveguðum hætti.“ Þorsteinn Gunnarsson rektor sagði við braut- skráningu 245 nemenda á Akureyri að nemendum við háskólann hafi fjölgað um helming frá árinu 2000. „Fjölgun háskólanema þýð- ir aukin útgjöld. Stjórn- völd, með boðun skatta- lækkana, telja að svigrúm til útgjaldaaukningar sé lítið og gera má því ráð fyrir heitum um- ræðum um fjármögnun háskóla- starfseminnar á næstunni þar sem þættir eins og takmarkanir á aðgengi í háskólanám og inn- leiðing skólagjalda verði aðal- ágreiningsefnin.“ Þorsteinn segir að nemendum háskólans hafa fjölgað um mikið frá árinu 2000 og bætir við: „Um- rædd fjölgun nemenda krefst þess einnig að hvergi verði slakað á gæðum háskólastarfsins. Há- skólinn á Akureyri hefur brugðist við því með því að herða inntöku- skilyrði og þróa áfram heilstætt mat á gæðum náms, kennslu, prófgráða, rannsókna, skipulags og stjórnunar.“ gag@frettabladid.is LÖGREGLA Þórir Marinó Sigurðs- son, sem sýknaður var í Hæsta- rétti af öllum ákæruliðum í máli tveggja lögreglumanna, verður skipaður lögreglumaður á ný við embætti lögreglustjórans í Reykjavík 15. júní næstkomandi. Þórir Marinó hafði í desember verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Eftir þann dóm veitti ríkislögreglustjóri Þóri Marinó lausn að fullu frá starfi lögreglumanns. ■ LOFTVARNARBYRGIÐ Eins og sjá má á myndinni er byrgið ótrúlega heillegt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ÞÓRIR MARINÓ SIGURÐSSON Þórir verður skipaður á ný í starf lögreglumanns. BRAUTSKRÁNÍNG Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK Alls brautskráðust 255 nemendur úr Háskólanum í Reykjavík um helgina. Jón Karl Ólafs- son, formaður Verslunarráðs, sagði að tilkoma skólans hefði eflt samkeppnina milli háskólanna í landinu, sem aldrei hefðu verið fleiri. ÞORSTEINN GUNNARSSON Rektor Háskólans á Akureyri segir fjölgun háskóla- nema þýða aukin útgjöld. Fjöldi nemenda tvöfaldast frá 2000 Nemendum við Háskólann á Akureyri hefur fjölgað mikið síðustu ár. Aukin sam- keppni háskóla og takmarkað fjárstreymi var umfjöllunarefni rektors Háskólans á Akureyri við brautskráningu í Háskólanum í Reykjavík. Lögreglan: Endurráð- inn eftir sýknudóm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.