Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 110 stk. Keypt & selt 30 stk. Þjónusta 37 stk. Heilsa 8 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 31 stk. Atvinna 21 stk. Tilkynningar 3 stk. Einföld í notkun en bíður samt upp á eftirtektarverð myndgæði. 4.0 milljón díla CCD flaga. 3x aðdráttarlinsa. Tekur upp kvikmyndir, 10 ramma á sek í 160x120 dílum. Hugbúnaður, rafhlaða, 16MB minniskort og snúrur fylgja. Kostar aðeins kr. 27.900,- Finepix A340 SPARAÐU ÞÉR FERÐINA! 3.1 milljón díla fjórðu kynslóðar Super CCD HR flaga – allt að 6 milljón díla myndir. Létt (145 gr.) og nett (7,7x6,9x26,4cm). Mjög fljót að verða tökuklár og skilar frábærum myndum. Tekur upp kvikmyndir, 30 ramma á sek í 320x240 dílum, 3x aðdráttarlinsa. Hugbúnaður, hleðslurafhlaða, hleðslutæki, 16MB minniskort og snúrur fylgja. Kostar aðeins kr. 44.900,- Finepix F420 Sækið ókeypis netframköllunar-forrit á www.fujifilm.is. Einfaldar og flýtir fyrir sendingu mynda. Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 ı Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 Myndsmiðjan Egilsstöðum ı Framköllunarþjónustan Borgarnesi ı Filmverk Selfossi Sjá nánar á www.fujifilm.is Álfabikarinn er umhverfisvænn BLS. 3 Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 15. júní, 167. dagur ársins 2004. Reykjavík 2.56 13.28 24.01 Akureyri 1.40 13.13 24.50 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég er algjör skömm fyrir Ísland þar sem ég hreyfi mig ekki og borða frekar óhollt þannig að ég er frekar léleg í þessum málum,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, einn af umsjónarmönnum þáttar- ins Hjartsláttur á ferð og flugi. „Mér finnst gaman að hreyfa mig í góðu veðri en ég er ekki mikið fyrir það að gera eitthvað skipulagt. Ég geri frekar eitthvað alveg út í bláinn,“ segir Dagbjört, sem fær algjöra innilokunar- kennd í líkamsræktarstöðvum. „Ég er algjör anti-sportisti og hef aldrei verið góð í íþróttum. Ég meika til dæmis ekki að eiga lík- amsræktarkort því umhverfið heillar mig ekki. Ég vil frekar hreyfa mig á mínum eigin for- sendum. Þegar ég æfi í líkams- ræktarstöðvum þá rifja ég upp leikfimitímana í barnaskóla og man þá hvað ég er léleg,“ segir Dagbjört, sem skammast sín þá fyrir það hve léleg hún er í íþróttum og vill helst komast út úr stöðinni. „Ég er að leita að hinni einu sönnu íþrótt fyrir mig. Þegar ég finn hana þá mun ég stunda hana af kappi. Þannig að þetta stendur nú allt til bóta,“ segir Dagbjört, sem finnst alveg æðislega skemmtilegt að hjóla. „Mér finnst hjólreiðar fínn ferðamáti til að fara í vinnuna eða á milli staða. Reyndar þarf ég að klæðast frekar asnalegum fötum þegar ég hjóla og það setur svolítið strik í reikninginn,“ segir Dagbjört, en hún var alltaf hjólandi áður en hjólinu hennar var stolið núna fyrir stuttu. Dagbjört segist vera algjör nammifíkill en er ekki mikið fyrir mjög feitan og brasaðan mat. „Mér finnst mjög feitur matur ógeðslegur og er mikið fyrir að fá mér holla og bragðgóða rétti. En eftir hollustuna þá fæ ég mér iðu- lega nammi.“ ■ Leitar að hinni sönnu íþrótt: Anti-sportisti og nammifíkill heilsa@frettabladid.is Vísindamenn við háskóla einn í London hafa sett fram þá kenningu að óhreinindi á heimili sporni ekki gegn of- næmi. Vísindamennirnir vara fólk við að safna óhreinindi á heimilum sínum til að varnar gegn astma og öðrum sjúk- dómum. Þeir halda því einnig fram að sóðskapur auki tíðni sýkinga. Reglulegt kynlíf virðist hjálpa námsmönnum að fá betri einkunnir, samkvæmt rannsókn félags- fræðings við háskólann í Hamborg. Kynlíf virðist auka andlega getu nemendanna og þurfa þeir að hafa minna fyrir náminu en þeir sem sofa einir. Þeir sem sofa lítið hjá þurfa því að puða meira fyrir góðum einkunnum. Nú hefur japanska fyrirtækið Matsushita hannað svefnvél en vélin mun tryggja fullan átta tíma svefn. Vélin verður kynnt í Japan í næstu viku og er áætlað að hún komist í sölu á næsta ári. Búnaðurinn verður þó ekki ókeypis en áætlað er að vélin muni kosta sem samsvarar um 2,2 millj- ónum króna. Í Japan er sívax- andi fjöldi fólks sem á við svefntruflanir að stríða og því halda fróðir menn því fram að þessi vél sé algjört þarfa- þing. Staðreynd er að 31 pró- sent Japana fær ekki nægan svefn og 29 prósent af þeim segja það vera vegna of mikillar streitu. Á sumrin skín sólin stund- um skært og þá er vinsælt að nota sólgleraugu. Þeir sem ganga með gleraugu þurfa þá að fá sér linsur. Ef þú ert ekki búin(n) að fara til augnlæknis í tvö ár eða meira er gott að kíkja til hans. Farðu í augn- skoðun hjá augn- lækni þín- um, fáðu nýja mæl- ingu og skelltu þér síðan út í einhverja gleraugnaverslun og kauptu þér linsur. Strákum líður betur en stelpum er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar. Þeim finnst þeir vera heilbrigðari og njóta ágæts félagslífs. Rannsóknin var gerð á meðal ungmenna á aldrinum 16–20 ára. 29% drengjanna en 40% stúlknanna sögðu að þau ættu við persónuleg vanda- mál að stríða. 9% drengja og 16% stúlknanna sögðust oft vera einmana. Helsta vanda- mál drengjanna voru pening- ar, þá kærustur og loks skól- inn. Hjá stúlkunum voru strákavandamál í efsta sæti, þá skólinn og loks peningar. 87% drengjanna sögðust vera við hestaheilsu en þó eiga 17% við offituvandamál að stríða. 80% stúlknanna segj- ast vera við góða heilsu. Dagbjörtu Hákonardóttur finnst æðislegt að hjóla og er algjör nammigrís. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEILSUNA Loksins alvöru garðhúsgögn í boði á Ís- landi. Landsins mesta úrval. Viðarkó, Dalvegi 28, Kópavogi. Sími 517 8509. Landsins mesta úrval af bátum, utan- borðsmótorum og bátavörum. Vélasal- an ehf. Ánanaustum 1. S. 580 5300. www.velasalan.is Ath. Sumaropnunar- tími til kl. 18.00. Snorrabraut 56 Til leigu 135 fm gott verslunarhúsnæði. Laust strax. Upplýsingar veitir Jón Bjarni í síma 861-5601. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.