Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 18
Nú er hægt að láta mæla magn andoxunarefna í líkamanum á ein- faldan hátt. Almennt eru andoxun- arefni vörn líkamans gegn skað- legum áhrifum stakeinda en skað- leg áhrif þeirra hafa verið tengd við ýmsa sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, tauga- sjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma sem og vissar gerðir krabbameins. Rannsóknir benda til að einstak- lingar með hátt hlutfall andoxun- arefna í fæðu séu ekki jafn líkleg- ir til að fá slíka sjúkdóma. Einnig hefur of mikið magn stakeinda í líkamanum verið tengt við hröðun öldunarferlis frumna. Því ætti nægjanlegt hlutfall andoxunar- efna í líkamanum að hægja á öldr- unarferlinu. Andoxunarskanni Pharmanex byggir á lasertækni sem ákvarðar magn karótenóíða í líkamanum. Karótenóíð eru stór og mikilvægur flokkur andoxunarefna sem við fáum aðallega úr ávöxtum, græn- meti og fjölvítamíni með andoxun- arefnum. Andoxunarskanninn kom á markað í mars á síðasta ári en hann hefur verið í þróun síðastlið- in sex ár. Það er fyrirtækið Pharmanex á Íslandi sem hefur einkaleyfi á skannanum og sér um framkvæmd mælinga. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki Nu Skin Enterprises sem er leið- andi á sviði náttúrlegra fæðubótar- efna og hefur sérhæft sig í rann- sóknum og þróun á næringar- og fæðubótaefnum unnum úr náttúr- legu hráefni. Frekari upplýsingar um andox- unarskannann má nálgast á heima- síðunni pharmanex.com ■ Grammavigt er þarfaþing á borði þeirra sem þurfa að skammta sér mat af heilsu- fars- eða holdafarsástæðum. Þær fást bæði með og án skálar hjá Bræðrunum Ormsson. Dr.Hauschka Snyrtivörur • Úr hreinum jurtum og jurtaolíum • Engin tilbúin rotvarnar- eða ilmefni • Lífræn ræktun með “demeter” vottun • Hjálpa þér að öðlast heilbrigðari húð Yggdrasill Kárastíg 1, S: 5624082 Kynning í dag í Lyfju, Lágmúla Taktu lífræna ekoland safa með þér inn í sumarið ferskir og ljúffengir • 100% lífrænt ræktaðir ávextir • enginn viðbættur sykur • engin gervisætuefni Kárastíg 1, 101 Reykjavík. CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva. Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Andoxunarefnamæling á afmælis- og fjölskyldufagnaði Pharmanex í Perlunni 5. júní. Í bæklingnum er fjallað um mikilvægi daglegrar hreyfingar fyrir hjartað og hvernig hún stuðlar almennt að góðu heilsufari. Fyrirtækið Pharmanex: Mælir magn andoxunarefna í líkamanum [ HJARTAVERND ] Hjartavernd gaf nýverið út bæklinginn „Hreyfðu þig fyrir hjartað“. Í honum er fjallað um mikilvægi daglegrar hreyfingar fyrir hjart- að og hvernig hún stuðlar að jákvæðri blóðfitu og heldur líkamsþyngd í lágmarki auk þess sem hún eykur þol og almenna vellíðan. Þá eru gefin góð ráð varðandi reglulega þjálfun eins og það að halda svokallaða „hreyfidagbók“. Ástrós Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi Hjarta- verndar, segir tilganginn með útgáfu bæklings- ins vera fyrst og fremst þann að koma þeirri fræðslu til almennings hve dagleg hreyfing sé mikilvæg fyrir heilbrigt hjarta. „Eins og kemur fram í bæklingnum er hreyfing í hálftíma á dag það sem þarf. Mikilvægt er að byrja hægt og ró- lega og á öftustu síðu eru gefin góð ráð eins og varðandi hreyfidagbók þar sem fólk skráir niður hvað það hreyfir sig mikið á hverjum degi. Þannig gæti dagbókin hjálpað fólki að láta hreyf- ingu verða part af lífsstílnum,“ segir hún. Bæklingurinn er númer sex í röðinni af þeim sem samtökin hafa gefið út síðan árið 2000. Upp- lýsingarnar í þeim eru byggðar á niðurstöðum og rannsóknum samtakanna og því mjög ábyggileg- ar. „Við höfum tekið fyrir hvern og einn áhættu- þátt og eru bæklingarnir alls orðnir sex talsins. Mikil eftirspurn er eftir þeim því allir hafa þeir verið endurprentaðir. Bæklingunum er dreift mjög markvisst til heilsugæslustöðva, heilbrigð- isstarfsmanna, bókasafna og fjölmiðla. Einnig fær fólk sem kemur í áhættumat til Hjarta- verndar afhentan viðeigandi bækling,“ segir Ástrós. ■ Bæklingur um mikilvægi hreyfingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.