Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2004 Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. Áfengislaus fjölskyldustaður Breytingarskeiðið er ekki sjúkdómur. Það er náttúrulegt ferli í ævi kvenna. Breytingarskeiðinu geta hins vegar fylgt óþægindi. Úr náttúrunni má fá mild en afar virk efni við þessum óþægindum. Í Kvennablóma eru: • Soja ísóflavonóíðar, stundum nefndir jurtaestrógen • Dong Quai, þekkt sem lækningajurt kvenna • Villi-yam inniheldur jurtaprógesteronlík hormón • Náttljósarolía til betri nýtingar kalks • Drottningarhunang inniheldur fjölþætt bætiefni fyrir konur • Kalk er afar nauðsynlegt steinefni fyrir beinin • Magnesíum viðheldur ásamt kalki sterkum beinum • E-Vítamín er andoxunarefni og nauðsynlegt fyrir margháttaða starfsemi líkamans • Vítamín B-6 er m.a. nauðsynlegt til myndunar prótína, hormóna og taugaboðefna Kvennablómi er einstök samsetning þessara náttúruefna. Berið innihald Kvennablóma saman við innihald annara vörutegunda sem ætlaðar eru konum á þessu skeiði ævinnar. Einungis Kvennablómi inniheldur ofangreind bætiefni öll í einni töflu. ENGIN SKAÐLEG HORMÓN Fyrir konur á breytingarskeiði Valin náttúruleg bætiefni og jurtir fyrir konur á breytingarskeiði                  ! HÚSRÁÐ EINFÖLD LÍKAMSRÆKTEf þú ert að skjótast eitthvað að sinna störfum sem daglegt amstur krefst, leggðu þá bílnum þínum eins langt frá staðn- um sem þú þarft að komast á og þú getur. Notaðu hvert tæki- færi til að ganga og hreyfa þig – það borgar sig á endanum. Ég var nýlega staddur í Banda- ríkjunum sem er ekki í frásögur færandi nema vegna staðarins sem ég dvaldi á. Ég fór í tveggja vikna heimsókn til Yogi Shanti Desai sem hefur margoft sótt Ís- land heim. Þessi stutta grein fjall- ar ekki um dvöl mína hjá honum heldur frekar þann bæ sem Yogi Shanti Desai býr í. Bærinn heitir Ocean City og er í New Jersey en það er til annar bær með sama nafni í Maryland. Það merkilega við þennan bæ í NJ er að þar má hvergi selja áfengi. Þar er engin áfengisverslun, hvergi er selt áfengi við ströndina, á veitinga- stöðum eða kaffihúsum. Íbúa- fjöldi allt árið er um 15 þúsund en á sumrin tífaldast sá fjöldi iðulega og þar búa allt að 150 þúsund manns. Og af hverju sækir fólk í Ocean City? Vegna þess að bær- inn er áfengislaus fjölskyldu- staður. Ég var þar um hvítasunn- una en þá halda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day. Þá fylltist ströndin af fjölskyldum og ég skal segja ykkur að ég hef aldrei upp- lifað jafn góða stemningu á neinni sólarströnd, nema þá kannski mannlausri strönd í Ástralíu. Ég vildi gjarnan upplifa þessa stemn- ingu hér á landi og spyr því: Hvaða íslenska bæjarfélag hefur hugrekki til að bjóða fjölskyldum upp á áfengislausa og áhyggju- lausa umgjörð? ■ gbergmann@gbergmann.is. smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Á Íslandi eru um 75.000 konur sem hafa blæðingar einu sinni í mán- uði. Flestar nota dömubindi eða túrtappa á meðan á blæðingum stendur en undanfarin ár hefur álfabikarinn svokallaði verið að ryðja sér til rúms. Álfabikarinn er margnota gúmmíbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömu- binda og tappa. Hann er gerður úr 100% náttúrlegu gúmmíi, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu. Þegar það er haft í huga að venjuleg kona hendir að meðaltali 100-150 kílóum af bindum og töpp- um um ævina og það tekur mörg ár fyrir umhverfið að brjóta niður plastið og bleikiefnin sem notuð eru við framleiðsluna er óhætt að fullyrða að álfabikarinn sé um- hverfisvænn kostur. Ef vel er með hann farið endist hann í tíu ár. Álfabikarinn er auðveldur í notkun. Honum er komið fyrir neðarlega í leggöngum meðan á tíðum stendur og þarf að tæma á 4–12 tíma fresti, en það er þónokkuð misjafnt eftir því hvað blæðingarnar eru miklar. Að notkun lokinni er álfabikarinn hreinsaður upp úr volgu vatni sem er búið að blanda ediki að einum fjórða og settur upp í skáp þar til næstu blæðingar hefjast. Álfabikarinn hentar flestum konum. Ekki er þó mælt með að konur með latexofnæmi noti hann vegna þess að hann er úr nátt- úrugúmmíi sem inniheldur latex. Álfabikarinn fæst í Móðurást, Dalbrekku 28, Kópavogi. ■ Álfabikarinn er þægilegur og tekur lítið pláss Álfabikarinn: Umhverfisvænn valkostur Með álfabikarinn er auðvelt að fara um fjöll og firnindi svo að eitthvað sé nefnt. SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.