Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 24
VISSIR ÞÚ ... ...að meðalmanneskja eyðir tveimur vikum af ævinni í að kyssast? ...að hamarshaushákarlar fæða lifandi afkvæmi sem líta út eins og litlir klónar af foreldrum sínum? ...að ef öll dýr í heiminum væru sett á vigt saman myndu maurar vera tíu prósent af heildarþyngdinni? ...að uppáhaldslitur flestra er rauður? ...að Al Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, og leikarinn Tommy Lee Jones voru herbergisfélagar í Harvard- háskólanum? ...að Thom Yorke, söngvari hljóm- sveitarinnar Radiohead, er blindur á öðru auganu? ...að mörgæsin er eini fuglinn sem getur synt en ekki flogið? ...að Buzz Aldrin var fyrsti maðurinn til að pissa á sig á tunglinu? ...að málverkið Móna Lísa er málverk af Leonardo Da Vinci sem konu? ...að tuttugu prósent af plöntum eru notuð í lækningaskyni? ...að hákarlar geta ekki synt aftur á bak? ...að allir fílar tipla á tánum því aftur- hluti fótarins er eingöngu fita en engin bein? 15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR8 Fjöllin hafa vakað í þúsund ár. SJÓNARHORN Jónas Garðarsson: Hvunndagurinn Í hverju felst starfið? Ég er formaður Sjómannafélags Reykja- víkur og það er svona hefðbundin stétt- arfélagsvinna. Síðan sinni ég störfum fyrir Alþjóðaflutningasambandið. Það er svolítið frábrugðin vinna hérlendis þar sem ég fer um borð í skip og athuga kaup og kjör erlendra sjómanna. Þar athuga ég hvort kjör þeirra standist lág- marksviðmiðun Alþjóðaflutninga- sambandsins. Ég athuga til dæmis hvort laun, aðbúnaður og tryggingar þeirra séu í lagi. Hvenær vaknarðu á morgnana? Ég er nú frekar latur að vakna á morgn- ana og það vita allir sem mig þekkja. Þannig að það er mjög mismunandi hvenær ég vakna. Hversu lengi vinnurðu? Það er líka mjög mismunandi. Stund- um vinn ég til 16 og stundum vinn ég fram á kvöld. Þessi vinna kemur svona í gusum. Hvað er skemmtilegast við starfið? Þetta er mjög lifandi starf og ég hitti marga. Ég hef líka eignast mikið af vin- um og kunningjum í gegnum þetta starf. Síðan hjá Alþjóðaflutninga- sambandinu er ég mikið á ferðinni og gaman er að vera ekki alltaf bundinn við skrifstofustól. En erfiðast? Að horfast í augu við hvernig erlendar áhafnir eru ráðnar á lágum launum á kostnað íslenskra sjómanna. Hvað gerirðu eftir vinnu? Ég hef mjög gaman af sportbáta- siglingum – það er mitt áhugamál. Hvað gerirðu um kvöldið? Sinni áhugamálinu mínu líka. Ég er alltaf að snúast í kringum smábáta- sjómenn og þetta er mitt líf og yndi. Jónas Garðarsson er formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.