Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 28
Á þessum degi árið 1877 út- skrifaðist Henry Ossian Flipper frá bandaríska herskólanum í West Point. Flipper þurfti að líða fyrir litarhátt sinn öll þau fjögur ár sem hann stundaði nám við West Point en enginn hinna hvítu skólafélaga hans yrti á hann á meðan á skóladvöl hans stóð. Flipper fæddist í ánauð í Thomasville í Georgíu árið 1956 en varð undirliðsforingi í 10 ridd- araliðssveit hersins, sem einungis var skipuð þeldökkum hermönn- um, að námi við herskólann loknu. James Webster Smith var fyrsti blökkumaðurinn til að inn- ritast í West Point árið 1870 en hann náði ekki að útskrifast og það var ekki fyrr en sjö árum síðar að Flipper rauf fordóma- múrinn eftir að hafa eytt fjórum árum í skólanum án þess að félag- ar hans virtu hann viðlits. West Point var fyrsti her- skólinn sem settur var á laggirnar árið 1802 samkvæmt tilskipun Bandaríkjaþings en það var ekki fyrr en árið 1976 sem fyrstu kven- kyns hermannsefnunum var veitt- ur aðgangur að skólanum. Skólinn er nú alfarið í umsjá Bandaríkja- hers og þar stunda að jafnaði 4000 manns nám. ■ HENRY OSSIAN FLIPPER Var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af afrísku bergi brotinn sem náði þeim áfanga að út- skrifast frá herskólanum í West Point. West Point útskrifar blökkumann Átta manna djasshljómsveit með Eyjólf Þorleifsson saxófónleikara í fararbroddi ætlar að halda tón- leika í Hafnarborg í Hafnarfirði nú í kvöld. Með hljómsveitinni syngur djasssöngkonan Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem reyndar er eiginkona hljómsveitarstjórans. Sú staðreynd kemur samt ekki í veg fyrir að Eyjólfur kalli hana óhikað „eina af okkar bestu djass- söngkonum í dag“. Aðrir meðlimir eru Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Ómar Guð- jónsson á gítar, Ívar Guðmundsson á trompet, Ólafur Jónsson á saxó- fón og fleiri blásturshljóðfæri, og svo Árni Scheving á víbrafón. „Hann er flottur, sá gamli,“ segir Eyjólfur um Árna, sem er einn af reyndustu djassleikurum landsins. „Hér á landi eru fáir víbrafón- leikarar, en jafnvel þótt þeir væru fleiri myndi ég samt fá Árna til að spila með mér. Ég hef haldið upp á hann lengi, alveg frá því ég var að elta hann á milli staða í gamla daga.“ Eyjólfur hefur einnig fengið til liðs við sig Braga Valdimar Skúla- son til þess að gera texta við nokk- ur laga sinna. Bragi er einn hinna óborganlegu Baggalúta, þannig að hugsanlega má búast við ein- hverju óvæntu úr þeirri áttinni. Á efnisskránni er frumsamin tónlist eftir Eyjólf, sem hefur spilað með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal málmblástursrokk- sveitinni Jagúar. ■ Eiginkonan syngur DJASSHLJÓMSVEIT EYJÓLFS ÞORLEIFSSONAR Spilar í kvöld á Björtum dögum í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20 15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ AFMÆLI ■ ANDLÁT COURTENEY COX Leikkonan sem er frægust fyrir túlkun sína á Monicu í Vinum er 40 ára í dag. 15. JÚNÍ Ragnar Fjalar Lárusson prestur er 77 ára. Sigrún Magnúsdóttir , fyrrv. borgar- fulltrúi, er 60 ára. Ríkarður Örn Pálsson tónlistargagn- rýnandi er 58 ára. Pétur Gunnarsson rithöfundur er 57 ára. Einar Júlíusson, Holtsgötu 24, lést 2. júní. Einar Sveinbjarnarson, Ysta-Skála, lést 11. júní. Margrét Ingjaldsdóttir Thomsen lést 11. júní. Geirlaug J.F. Guðmundsdóttir lést 11. júní. „Þetta er mjög fínn aldur,“ segir Finnur Beck fréttamaður en hann er 29 ára í dag og neitar því alfarið að einkennilegt tilfinning fylgi því að nálgast þriðja tuginn. Finnur hefur starfað sem fréttamaður á ríkissjónvarpinu undanfarin ár og segir afmælis- daginn vera eins og hvern annan vinnudag hjá Sjónvarpinu. „Ég er ekki vanur að halda upp á afmælið með miklum látum og býst við að gera eitthvað rólegt í kvöld,“ segir Finnur en bætir því þó við að ekk- ert sé ákveðið í þeim efnum. „Það er mikil vinna fram und- an en ég hef þó ákveðið að taka mér sumarfrí í júlí. Annars er mikið af fótbolta þessa dagana sem gefur lífinu ákveðið gildi.“ Evrópumótið fór af stað um helgina og segist Finnur hafa mjög gaman af því að fylgjast með mótinu. Frændsemi kemur til tals þegar uppáhaldsliðið er nefnt og vonast hann eftir að Danir standi sig vel þetta árið. „Manni rennur blóðið til skyldunnar en Hollendingar eru reyndar líka mitt lið í keppninni.“ Finnur gengur reyndar ekki svo langt að taka sér frí í vinnunni fyrir kepp- ni sem þessa en segir mistök sín kannski felast í því. „Ég hefði vel getað legið heima í rólegheitum yfir fótboltanum.“ Í júlí hyggst Finnur ljúka framkvæmdum í baðherberg- inu en annars verður stefnan sett út á land. Aðspurður um eftirminnilegan afmælisdag segir Finnur garðveislur í Kópavoginum koma upp í hug- ann. „Pabbi smíðaði sérstakt borð og bekki fyrir afmælis- gestina og við sátum úti í garði og borðuðum kræsingar sem mamma hafði útbúið.“ ■ AFMÆLI FINNUR BECK ■ er 29 ára í dag. EM á hug hans allan þessa dagana. 15. JÚNÍ 1977 HENRY OSSIAN FLIPPER ■ Var fyrsti blökkumaðurinn til að út- skrifast úr bandaríska herskólanum í West Point. FINNUR BECK Hann er á kafi í vinnu um þessar mundir en ætlar að njóta lífsins í júlí. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskulegu eiginkonu, móður, dóttur, systur, tengdadóttur, mágkonu og frænku, SIGRÍÐAR KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR Ásgarði 119, Reykjavík Björn Davíð Kristjánsson Davíð Freyr Björnsson Birna Fjóla Valdimarsdóttir Kristján Davíðsson Svanhildur Björnsdóttir Sigrún Halldórsdóttir Jóhann Hjaltason Alfreð Halldórsson Elín Sigurðardóttir Valdimar Halldórsson Sigríður S. Heiðarsdóttir og systkinabörn Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á deild 11E, krabbameinslækninga- deild Landspítalans, fyrir góða umönnun og séra Braga Skúlasyni fyrir veitta aðstoð. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY GOTTLIEBSDÓTTIR Dvergabakka 32 Reykjavík Valur Sigurðsson Karen Aradóttir Rúnar Sigurðsson Guðmundur Sigurðsson Steinunn Gísladóttir Sigurjóna Sigurðardóttir Hildur Sigurðardóttir Sigurjón Ólafsson Hörður Sigurðsson Þóra Eylands barnabörn og barnabarnabörn verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 16. júní kl. 13.30 Þeim sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar ■ JARÐARFARIR TÓNLIST HILDUR GUÐNÝ ÞÓRHALLSDÓTTIR ■ syngur með hljómsveit eiginmanns síns í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 13.30 Björn Ólafur Þorfinnson skipstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. Venjulegur vinnu- dagur á RÚV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.