Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 29
■ ÞETTA GERÐIST 1215 Jóhann landlausi Englands- konungur undirritar Magna Carta samkomulagið sem veitir léns- herrum hans aukið frelsi. 1775 George Washington hershöfðingi er gerður æðsti yfirmaður her- afla ríkjasambandsins. 1844 Charles Goodyear fær einkaleyfi á aðferð sinni til að styrkja gúmmí. 1849 James K. Polk, ellefti forseti Bandaríkjanna, deyr í Nashville. 1956 John Lennon er kynntur fyrir Paul McCartney og býður honum að ganga til liðs við hljómsveit sína. 1978 Hussein Jórdaníukonungur geng- ur að eiga 26 ára bandaríska konu, Lisu Halaby, sem er upp frá því kölluð Noor drottning. 1992 Leikararnir Tom Cruise og Mich- ael Keaton setja handarför sín og fótspor í blauta steinsteypu fyrir framan Grauman’s Chinese Theatre í Hollywood. 1993 John Connally, fyrrum ríkisstjóri Texas, sem særðist í morð- árásinni á John F. Kennedy, for- seta Bandaríkjanna, deyr 76 ára að aldri. 1996 Yfir 200 manns ferst þegar IRA sprengir bílsprengju í Manchest- er á Englandi. 1996 Söngkonan Ella Fitzgerald deyr í Beverly Hills 78 ára að aldri. 21ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2004 Hver? Ég heiti Pawel Bartoszek. Ég skrifa á Deigluna og er nemi í Háskólanum. Hvar? Ég er staddur í vinnunni en ég ætla að fara heim á eftir að horfa á EM. Hvaðan? Ég fæddist í Póllandi en flutti hingað átta ára gamall. Ég bjó fyrst um sinn í Vesturbænum, flutti síðan í Breiðholt og hef verið í ýmsum námsmannaíbúðum eftir það. Hvað? Ég er að vinna að mastersverkefninu mínu í stærðfræði í sumar og fékk fyrir því góðan styrk frá RANNÍS. Síðan ætla ég vonandi að taka þátt í maraþon- hlaupi, kannski í Berlín. Hvernig? Ég er nú þannig manneskja að mér gengur betur að gera hluti ef ég geri meira af þeim í einu. Annaðhvort verður það þannig að ég vinn verkefnið í sumar og hleyp maraþonhlaup eða þá að ég mun ekki gera neitt og enda á því að hlaupa 20 kílómetra. Hvers vegna? Ef maður hefur ekkert að gera þá gerir maður ekki neitt. Hvenær? Ég vonast til að klára verkefnið mitt næsta vor og taka þátt í maraþon- hlaupinu í haust. PERSÓNAN es.xud.www 21:21 XUD Sænsk hágæðarúm The DUX® Bed m a d e i n S w e d e n „Áratuga reynsla á Íslandi“ DUXIANA Háþróðaður svefnbúnaður Ármúla 10 • 108 Reykjavík Sími: 5689950 7007 XUD Talar máli ungmenna Óskar Dýrmundur Ólafsson, forstöðumaður félagsmiðstöðv- arinnar Miðbergs, var einróma kjörinn formaður Samtaka evrópskra félagsmiðstöðva til næstu tveggja ára á aðalfundi þeirra í Finnlandi á dögunum. „Það var búið að skora á mig af meðlimum samtakanna og ég ákvað að taka því,“ segir Óskar. „Þetta eru regnhlífasamtök sem spanna alla Evrópu og tengja saman lönd alveg frá Grænlandi niður til Kýpur og frá Rússlandi yfir í Frakkland. Við vinnum að því að tengja ungt fólk saman félagslega og tala máli þess.“ Samtökin, sem voru stofnuð 1976, starfa ekki á vegum ríkis- stjórna en veita Evrópusam- bandinu og Evrópuráðinu engu að síður ráðgjöf í málefnum félagsmiðstöðva. Um tuttugu þjóðir eru aðilar að samtökun- um og eru félagsmiðstöðvarnar um það bil tíu þúsund talsins. Óskar er ekki eini formaður samtaka félagsmiðstöðva hér á landi því Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnarfirði, hefur um nokk- urra ára skeið verið formaður samtaka norrænna félagsmið- stöðva, UFN. Innan vébanda þeirra samtaka eru á milli átta til níu þúsund félagsmiðstöðvar. Að sögn Óskars gegna félagsmiðstöðvar mjög mikil- vægu hlutverki í samfélaginu. „Sérstaklega þar sem staða ungmenna er bág og atvinnu- leysi og umrót er, þá sinna þær þessu ósýnilega hlutverki að vera staður sem tengir þau aft- ur inn í samfélagið. Hér á Ís- landi er brottfall unglinga úr framhaldsskólum mikið og fé- lagsmiðstöðvarnar ættu að vera vettvangur fyrir þá. Þær sinna þeim ungmennum sem passa ekki inn í kerfið,“ segir hann. ■ TÍMAMÓT ÓSKAR DÝRMUNDUR ÓLAFSSON ■ hefur verið kjörinn formaður Samtaka evrópska félagsmiðstöðva til næstu tveggja ára. TVEIR FORMENN Hér óskar Árni Guðmundsson (t.h.), formaður UFN, Óskari Dýrmundi til hamingju með kjörið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.