Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 31
FÓTBOLTI Eyjastúlkur unnu stórsig- ur á Stjörnunni, 11–0, í Lands- bankadeild kvenna í Vestmanna- eyjum í gær. Þær minnkuðu forystu Valsstúlkna á toppi deild- arinnar niður í tvö stig með sigr- num en bæði lið hafa leikið fjóra leiki. Þetta er stærsti deildarsigur ÍBV frá upphafi en liðið hafði tvisvar sinnum unnið leiki 9–0. Þær byrjuðu með miklum látum og skoruðu sjö mörk í fyrri hálfleik. Elín Anna Steinarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir tvö mörk hvor og þær Karen Burke, Olga Færseth og Sara Sigurlás- dóttir skoruðu eitt mark hver. Elín og Margrét kórónuðu síðan þrennur sínar í seinni hálfleik. ■ 23ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Þriðjudagur JÚNÍ KÖRFUBOLTI Detroit Pistons er nú aðeins einum sigri frá NBA- meistaratitlinum en liðið lagði Los Angeles Lakers að velli, 88-80, í fjórða leik liðanna, í Detroit. Þar með er staðan 3-1 fyrir Detroit og næsti leikur fer einnig fram í Detroit. Búast má við að heima- menn leggi allt í sölurnar í þeim leik því þeir vilja helst af öllu sleppa við ferð til Los Angeles. Lið sem hefur náð 3-1 forystu í lokaúrslitum hefur alltaf hampað titlinum og ætti lið Detroit sam- kvæmt því að vera í góðum mál- um. Leikurinn var í jafnvægi lengstum og eftir þriðja leikhluta var jafnt, 56-56. Á lokakaflanum reyndust svo heimamenn sterkari og komust í kjöraðstöðu og líkleg- ast er titillinn aftur á leiðinni til Detroit eftir fjórtán ára fjarveru. Enginn skyldi þó afskrifa Lakers en greinilegt er að eitthvað mikið er að á þeim bæ og spurning hvort liðið nái að leysa sín vandamál á þeim stutta tíma sem til stefnu er. Hjá heimamönnum var Rasheed Wallace gríðarlega góður, skoraði 26 stig og reif niður 13 fráköst. Chauncey Billups lagði sitt af mörkum með 23 stigum og þá var Richard Hamilton með 17 stig og sex stoðsendingar. Hjá Lakers var Shaquille O’Neal algjör yfirburðamaður en hann skoraði 36 stig og hirti 20 fráköst. Kobe Bryant skoraði 20 stig og það er hreint ekki gæfu- legt þegar tveir leikmenn skora 70% af stigum liðsins. „Við höfum ekki getað neitt í tveim síðustu leikjum og erum að renna út á tíma. Það er einfaldlega að duga eða drepast í næsta leik,“ sagði Kobe Bryant vonsvikinn eftir leik. ■ ■ ■ LEIKIR  19.15 ÍBV og Keflavík mætast í Vestmannaeyjum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.  19.15 Fylkir og Víkingur mætast á Fylkisvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.  20.00 Breiðablik og Fjölnir mætast á Kópavogsvelli í Landsbanka- deild kvenna í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  09.05 EM í fótbolta á RÚV. Leikur Svisslendinga og Króata frá sunnu- deginum endursýndur.  11.05 EM í fótbolta á RÚV. Leikur Dana og Ítala frá mánudeginum endursýndur.  13.05 EM í fótbolta á RÚV. Leikur Svía og Búlgara frá mánudeginum endursýndur.  15.05 Spurt að leikslokum á RÚV. Endursýndur þáttur frá kvöldinu áður.  15.40 EM í fótbolta á RÚV. Hitað upp fyrir leik Tékka og Letta í myndveri.  16.00 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Tékka og Letta í D- riðli EM í fótbolta.  18.25 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Þjóðverja og Hollendinga í D-riðli EM í fótbolta.  22.15 Spurt að leikslokum á RÚV. Spjall og samantekt úr leikjum dagsins á EM í fótbolta í umsjón Þorsteins Joð. FÓTBOLTI Ólafur Ingi Skúlason mun á allra næstu dögum skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Englandsmeistara Arsenal. Ólafur, sem er uppalinn Fylkis- maður, hefur verið samnings- bundinn Arsenal frá árinu 2001 en hann lék þó með Fylki lungann úr síðastliðnu sumri, stóð sig mjög vel og var einn af bestu leikmönn- um Landsbankadeildarinnar. Hann þurfti að fara af landi brott í lok ágúst þar sem félagskipta- glugganum á Englandi var lokað 1. september. Í vetur sem leið lék hann tvo leiki með aðalliði Arsenal í Carl- ing-bikarkeppninni, þar af rúman klukkutíma gegn úrvalsdeildarliði Wolves. Sjálfur reiknar Ólafur Ingi fastlega með því að verða lánaður frá Arsenal á næstu leiktíð til liðs á meginlandi Evrópu eða jafnvel til liðs í 1. deildinni ensku að af- loknu undirbúningstímabilinu á Englandi, sem hefst sjötta júlí næstkomandi. Á dögunum fengu sautján leik- menn Arsenal reisupassann, fengu sem sagt ekki endurnýjun á samningum, og miðað við það er alveg greinilegt að Arsene Weng- er, framkvæmdastjóri félagsins, hefur trú á Ólafi Inga Skúlasyni. ■ Ólafur Ingi Skúlason: Áfram hjá Arsenal RASHEED WALLACE Leikmaður Detroit Pistons treður hér með tilþrifum en kappinn átti skínandi leik gegn Los Angeles Lakers. Pistons getur tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli í næsta leik. Lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta: Detroit drottnar „Nýr“ maður í Árbæinn: Kristinn aftur til Fylkis FÓTBOLTI Kristinn Tómasson hefur snúið aftur á fornar slóðir en í gær gekk hann til liðs við sína gömlu félaga úr Fylki. Kristinn lék með Fram á síð- ustu leiktíð og eftir hana ákvað hann að taka sér ótímabundið frí frá knattspyrnuiðkun. ■ EM Í PORTÚGAL Danmörk og Ítalía gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik sínum í C-riðli Evrópu- keppninnar í knattspyrnu. Leikurinn var nokkuð fjörugur þótt ekki væri hann neitt sérlega fallega spilaður og voru frændur okkar í það heila betri aðilinn þótt ekki næðu þeir neinum heljartök- um á leiknum. Danir voru meira með boltann, eða 55% leiktímans, en liðin áttu bæði tólf skot. Það sem gladdi augað helst í leiknum var frábær markvarsla á báða bóga. Í fyrri hálfleik varði Daninn Thomas Sörensen tvisvar frábærlega í sömu sókninni, fyrst frá Alessandro Del Piero og síðan Francesco Totti. Í síðari hálfleik sýndi ítalski markvörðurinn Gian- luigi Buffon snilldartakta þegar hann varði fyrst frá Jon Dahl Tomasson og svo Dennis Romme- dahl. Fleiri góðar markvörslur litu dagsins ljós og þeirra verður helst minnst þegar leikurinn er gerður upp. Danir sýndu að þeir eru í fanta- formi og liðið bar enga virðingu fyrir ítölsku sykurpúðunum og snyrtipinnunum. Ítalir voru ekki að spila ýkja sannfærandi, sérstaklega þegar haft er í huga hversu vel þetta lið er skipað – valinn maður í hverju skipsrúmi og það ætti að geta spil- að skemmtilegri og árangursrík- ari fótbolta. Fyrir leikinn í dag höfðu þess- ar þjóðir mæst tíu sinnum og höfðu Ítalir unnið sjö leiki og Dan- ir þrjá, þannig að frá því sjónar- horni var þetta sögulegur leikur; fyrsta jafnteflið staðreynd. ■ GIANLUIGI BUFFON ER HÉR RÉTT Á UNDAN JON DAHL TOMASSON Í markalausum leik Dana og Ítala. Frábær markvarsla gladdi helst augað. Markverðirnir stálu senunni Markalaust hjá Dönum og Ítölum í C-riðli. ■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI Landsbankadeild kvenna í gærkvöld: 11 mörk Eyjastúlkna í gær Frábær sigur Svía á Búlgörum í C-riðli: Larsson mættur EM Í PORTÚGAL Svíar hófu Evrópu- keppnina með glans í gærkvöldi en þá burstuðu þeir Búlgara 5-0 í C-riðli. Með leik sínum sýndu Svíarnir að þeir eru til alls vísir – voru létt- leikandi, sjálfsöruggir og skap- andi. Búlgarar voru reyndar ágætir framan af en eftir að Freddie Ljungberg kom Svíum á bragðið á 32. mínútu var eins og þeim félli allur ketill í eld. Svíum tókst reyndar ekki að innsigla sigur sinn fyrr en tæplega hálftíma eft- ir mark Ljungbergs. Þá litu tvö mörk dagsins ljós á rétt rúmri mínútu – Henrik Lars- son skoraði með glæsilegum skalla á 57. mínútu og á þeirri 58. setti hann boltann inn af stuttu færi eftir snarpa sókn. Eftir þetta var spurningin aðeins hversu mörg mörkin yrðu. Zlatan Ibra- himovic bætti því fjórða við úr vítaspyrnu á 78. mínútu og lýsir það vel óeigingirni Larssons að heimta ekki að fá að taka vítið og fullkomna þrennuna. Á 90. mínútu var svo komið að Marcus Allbäck að setja punktinn yfir i-ið með fallegu skoti. Glæsilegur sigur Svía var því staðreynd og liðið lít- ur óneitanlega vel út. ■ FRÁBÆRT MARK! Henrik Larsson kastar sér hér fram og kemur Svíum í 2-0 á 57. mínútu með glæsilegu skallamarki. Rangstöður 4–0 MJÖG GÓÐAR Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Karen Burke ÍBV GÓÐAR Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Mhairi Gilmour ÍBV Olga Færseth ÍBV Lilja Dögg Valþórsdóttir Stjörnunni Lilja Kjalarsdóttir Stjörnunni LANDSBANKADEILD KVENNA Valur 4 4 0 0 18–1 12 ÍBV 4 3 1 0 28–2 10 Breiðablik 3 2 1 0 6–10 6 KR 3 1 1 1 4–5 4 Þór/KA/KS 4 1 1 2 4–8 4 Stjarnan 4 0 2 2 3–16 2 Fjölnir 3 0 1 2 2–5 1 FH 3 0 0 3 0–18 0 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 10 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 7 Olga Færseth, ÍBV 5 Elín Anna Steinarsdóttir, ÍBV 4 Karen Burke, ÍBV 4 ÍBV–STJARNAN 11–0 1–0 Elín Anna Steinarsdóttir 5. 2–0 Olga Færseth 13. 3–0 Margrét Lára Viðarsdóttir 28. 4–0 Elín Anna Steinarsdóttir 29. 5–0 Sara Sigurlásdóttir 31. 6–0 Karen Burke 42. 7–0 Margrét Lára Viðarsdóttir 45. 8–0 Elín Anna Steinarsdóttir 47. 9–0 Olga Færseth 57. 10–0 Margrét Lára Viðarsdóttir 79. 11–0 Elena Einisdóttir 81. BEST Á VELLINUM Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 25–7 (16–5) Horn 6–0 Aukaspyrnur fengnar 9–8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.