Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2004 Leikkonan Courtney Cox úr Friendsog eiginmaður hennar David Arquette eignuðust stúlkubarn á sunnudag. Frum- burðurinn kom í heiminn aðeins tveimur dögum fyrir fertugsafmæli Cox, sem er í dag. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja. Michael Moore segist ekki hafa íhyggju að gera mynd um Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, eins og sagt hefur verið frá í fréttum. Moore hafði látið þau ummæli falla sem brandara í viðtali að næsta skotmark hans yrði Blair vegna þess að hans þáttur í Íraksstríðinu væri gífurlegur. Ekki föttuðu allir brandarann og fjölmiðl- ar tóku hann margir á orðinu. Courtney Love gaf sig fram til lög-reglu eftir að dómari hafði gefið út handtökuskipun á hana. Love er núna ákærð fyrir líkamsárás á konu með lífshættulegu vopni, en söng- konan á að hafa hótað konunni með brotinni flösku og vasaljósi í heimahúsi um- b o ð s m a n n s hennar. Love á einnig þrjú önnur mál yfir höfði sér sem þarf að greiða úr. Þó svo að Bandaríkjamaðurinn Sufjan Stevens sé búinn að gefa út heilar þrjár breiðskífur á undan þessari hafði hann aldrei fangað athygli mína fyrr en nú. Þetta er angurvær, órafmögnuð tónlist með rætur í nýbylgju- og sveitatón- listinni. Sufjan syngur vel og tján- ing er falleg. Lögin eru flest byggð upp á einföldum stefjum sem leikin eru hvert ofan á annað, ýmist með kassagíturum eða banjóum. Söngur- inn flýtur svo fallega ofan á stefjun- um, og stundum er einfaldur bassa- leikur stoð undir lögunum. Sufjan leyfir sér svo að skapa hljóðskúlpt- úra hér og þar í lögunum með sveiflukenndum analóg-hljóm- borðum eða öðru. Allt er þó lífrænt og spilað, og hér er engin stafræna á ferð. Vinaleg kvenrödd raddar svo stundum við einmanalega rödd Sufjans á hárréttum stöðum. Þetta er ótrúlega falleg tónlist í svipuðum anda og Bonnie „Prince“ Billy, þó rödd Sufjan hljómi hvergi nærri eins viðkvæm og sá meistari myrkursins. Annar munur er að Sufjan er ekki að tappa af sorgum sínum, heldur frekar að deila róleg- um og hamingjusömum augnablik- um með hlustandanum. Hér er engin sjálfsvorkunn í gangi, bara óður til lífsins. Öll þessi plata gæti hafa verið samin á verönd sumarbú- staðar með steikjandi sólina eina sem áheyranda. Kannski skellti Sufjan sér svo í pottinn á milli laga? Ef það er heitt úti, logn, fuglarn- ir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gin geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörn- inni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers annars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá. Birgir Örn Steinarsson FRÉTTIR AF FÓLKI [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Latir svanir í sólinni SUFJAN STEVENS SEVEN SWANS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.