Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 38
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Zinedine Zidane. Helgi Hjörvar. Þórshöfn. Fyrsta íslenska strákasveitin, sem var stofnuð í febrúar á þessu ári, hefur skilað fyrsta lagi sínu á út- varpsstöðvarnar. Iceguys er skip- uð þremur söngvurum en tveir þeirra, Óli Már og Einar Valur, náðu alla leið í 32 manna úrslit Idol-stjörnuleitar nú síðast. Kjart- an Arnald var svo áður í dúettnum Acoustic. Lagið heitir Let’s Get Together og er eftir Stefán Örn Gunnlaugs- son, fyrrum hljómborðsleikara Reggae on Ice. Útsetning lagsins er vönduð og lagið fjörugt. Upphaf þess hljómar kunnuglega en það er ákaflega keimlíkt stefi úr Hunts- tómatsósuauglýsingu sem sést oft í sjónvarpinu. „Þetta er nú ekki alveg eins,“ segir Ólafur Már Svavarsson, einn liðsmaður sveitarinnar, og viður- kennir þannig að lögin séu lík. „Ef maður hefur þau ekki samhliða til viðmiðunar þá finnst manni þau kannski svipuð. Það eru aðrir hljómar í þessu. Þetta er einfalt stef og svipað. Lagið úr Hunts-aug- lýsingunni er nú stolið líka. Það er tekið frá Wiseguys, þannig að þetta er skemmtilegur hringur.“ Lagið er komið í spilun á Kiss FM og Rás 2 og segir Ólafur að við- brögðin séu mjög góð. Lagið verð- ur að finna á safnplötu Skífunnar, Svona er sumarið 2004. Piltarnir eru einnig farnir að huga að næsta lagi. Samkvæmt fréttatilkynningu segjast þeir kjósa að syngja á ensku til þess að „meikaða í út- löndum“ og að enskan passi betur inn í „boybanda“ formið. „Við ætl- um að sjá hvað þetta gerir og hvort þetta eigi eitthvert erindi á þennan plötumarkað. Núna erum við byrj- aðir að undirbúa myndband sem kemur vonandi út von bráðar,“ segir Ólafur að lokum. Iceguys kemur fram í fyrsta skiptið opinberlega á 17. júní há- tíðinni í Hafnarfirði. ■ ICEGUYS Þá hefur fyrsta íslenska strákabandið sent frá sér lag í spilun sem hljómar kunnuglega. 30 15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR …fær Þorsteinn J. fyrir þætti sína Spurt að leikslokum í Sjón- varpinu en þar fjallar hann á fjörugan en um leið vitsmunaleg- an hátt um leiki dagsins í EM. HRÓSIÐ TÓNLIST ICEGUYS ■ Fyrsta íslenska strákasveitin skilar frá sér lagi á útvarpsstöðvarnar. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI. • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN. • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR. • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU. • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR. Fást í flestum byggingavöru- verslunum landsins.   Samdrykkja um kúgun kvenna verður haldin á Súfistanum á Laugavegi í kvöld. Konur úr Brí- eti, félagi ungra femínista, munu fjalla um ritið Kúgun kvenna eft- ir John Stuart Mill, sem einmitt er lærdómsrit mánaðarins í bóka- verslunum. Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, doktorsnemi í bók- menntafræði, og Hólmfríður Anna Baldursdóttir kynjafræð- ingur ætla að fjalla um verkið út frá hugmyndum femínista sam- tímans. „Við ætlum að reyna að fá flesta í salnum til að taka þátt og spjalla um bókina yfir kaffibolla og við munum síðan stjórna um- ræðum,“ segir Brynhildur. Að sögn stöllu hennar, Hólm- fríðar Önnu, er þessi bók, sem kom út 1869, algjört tímamóta- verk sem á svo sannarlega erindi við nútímann. Miklar framfarir hafi engu að síður átt sér stað sem Mill sá ekki fyrir þegar hann skrifaði bókina. „Ég held að John Stuart Mill hefði orðið hissa í dag. Ég held að samfélagið sé komið lengra núna heldur en það sem hann sá fyrir,“ segir Hólmfríður. „Í þessari bók talar hann mikið um hjónabandið og samskipti kynjanna. Hann gerir til dæmis ekki ráð fyrir því að karlar séu heima við og fari í heimilisstörfin en gerir samt ráð fyrir því að kon- ur stundi bæði heimilsstörf og vinni úti.“ Mill er þekktastur sem nokk- urs konar fyrirrennari frjáls- hyggjunnar og oftast er talað um hann í sömu andrá og bók hans, Frelsið. „Menn gleyma algjörlega þessari bók um Kúgun kvenna þar sem hann kemur með öðruvísi sjónarhorn á skilning sinn á ein- staklingshyggjuna en Frelsið ger- ir,“ segir Brynhildur. „Það er mjög mikilvægt að tala meira um þessa bók.“ Hólmfríður og Brynhildur vilja ekki meina að konur hér á landi séu kúgaðar. „Við erum búin að ná ansi langt á þessum árum frá 1869. En það er sláandi að sjá hve mikið Mill er að segja í þess- ari bók sem á ennþá við í dag, kannski ekki lagalega séð heldur félagslega. Hann segir að uppeldi kvenna gangi út á að sannfæra konur frá fæðingu um að þeirra æðsta takmark í lífinu sé að sjá um fjölskylduna. Uppeldi kvenna og karla er mismunandi í dag og það er alið upp í konum annað tak- mark en í karlmönnum. Félags- mótun er til staðar frá því að menn fæðast og það er fráleitt að halda að jafnrétti komi bara af sjálfu sér. Það þarf ekkert annað en að líta á söguna. Mill segir í Kúgun kvenna að fólk megi aldrei gleyma sér heldur verðum við stöðugt að hugsa um þessi mál- efni og berjast fyrir þeim.“ freyr@frettabladid.is Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér HÓLMFRÍÐUR OG BRYNHILDUR Verða á Súfistanum í kvöld og fjalla um bókina Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill. KVENFRELSI SAMDRYKKJA ■ um kúgun kvenna verður haldin í kvöld. Konur úr Bríeti munu fjalla um rit- ið Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill. „Þetta er alveg frábær tilfinning,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir laganemi en hún bar sigur út býtum í Norrænu málflutningskeppninni ásamt félögum sínum úr Háskóla Íslands nú um helgina. Hún var ein- nig valin besti málflutningsmaður síns riðils, sem verður að teljast góður árangur. Keppnin fór fram á sænsku, norsku og dönsku og talaði Hrafn- hildur norsku í keppninni. Hún seg- ist þó ekki vera altalandi á því tungumáli enda bjó hún þar aðeins um tveggja ára skeið í æsku. „Ég á auðvelt með að lesa norsku en lang- ar lögfræðilegar setningar geta vaf- ist svolítið fyrir mér.“ Mikil vinna fór í undirbúning hjá íslenska liðinu en hann hófst strax í mars þegar liðið þurfti að skila ítar- legri greinargerð um málið. „Við helltum okkur síðan aftur í vinnu eftir próflesturinn og 21. maí byrj- uðum við að vinna í ræðunum. Ég var fyrsti ræðumaður míns liðs og reyndi að setja málið skýrt fram,“ segir Hrafnhildur og bætir því við að flutningurinn hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að hafa verið valin besti málflutningsmaður riðilsins segist Hrafnhildur ekki hafa verið betri en aðrir í íslenska liðinu. Úrslitin komu íslenska liðinu mikið á óvart enda fyrsta skipti sem Ísland kemst í úrslit. „Við vorum ánægð að hafa náð í úrslit og höfð- um ákveðið að fagna vel, sama hvernig þau færu. Síðan fóru þau svona ótrúlega skemmtilega þannig að við erum auðvitað í skýjunum.“ Hrafnhildur vinnur þessa dag- ana að lokaritgerð sinni við laga- deildina ásamt því að starfa sem flugfreyja. Hún segir framhaldið þó óráðið. „Mér þykir lögmennska spennandi en eins hef ég mikinn áhuga á refsirétti og að vinna fyrir ákæruvaldið.“ Þau Ari Karlsson, Hervör Páls- dóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir skipuðu íslenska liðið ásamt Hrafnhildi. ■ MÁLFLUTNINGSKEPPNI ÍSLAND VANN NORRÆNU MÁL- FLUTNINGSKEPPNINA ■ sem haldin var hér á landi um helgina. Valin besti málflutningsmaðurinn LÁRÉTT: 1 umrótið, 6 tvennt, 7 smáorð, 8 keyr, 9 matur, 10 mjólkurafurð, 12 verkur, 14 eldsneyti, 15 þverslá, 16 spil, 17 málmur, 18 spil. LÓÐRÉTT: 1 sælgæti, 2 ábreiða, 3 greinir ( skamm- stöfun), 4 smágerðari, 5 ættingi, 9 í upp- námi, 11 afferma, 13 vindur, 14 glöð, 17 fæði. LAUSN: Lárétt: 1ólguna,6par, 7ef, 8ak,9æti, 10ost,12tak,14kol,15rá,16ás,17eir, 18tafl Lóðrétt: 1ópal,2lak,3gr, 4nettari,5 afi,9æst,11losa,13kári,14kát,17el. Iceguys gefa út nýtt lag HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR Hún var valin besti málflutningsmaður síns riðils í Norrænu málflutnings- keppninni sem haldin var um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.