Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2004 Universal skoðar íslenska tónlist Plöturisinn Universal Records mun standa fyrir áheyrnarpruf- um í samvinnu við Shockwave hópinn og FM957, laugardaginn 26. júní á Broadway. Þrír starfs- menn fyrirtækisins, svokallaðir A&R menn, sem starfa við það að leita að nýjum listamönnum munu koma hingað til lands og hlýða á íslenska listamenn spreyta sig. Mennirnir sem mæta heita Lyonel Rosemund, sem fann Erykuh Badu á sínum tíma, James Eichel- berger og Jamall Troupe sem upp- götvuðu Lumidee. Áheyrendaprufurnar fara fram yfir daginn og búist er við því að allar helstu poppsveitir landsins fái að spreyta sig. Sú uppákoma verður opin fyrir alla aldurshópa svo að útsendararnir sjái sveitirnar í sínu rétta um- hverfi. Um kvöldið munu erlendir tón- listarmenn svo halda uppi stemn- ingu að hætti Shockwave. Blaðamenn frá hiphoptímarit- inu The Source hafa þegar boðað komu sína og MTV-sjónvarpsstöð- in hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga samkvæmt talsmönnum Shockwave. Nýliðum verður gefið tækifæri til þess að spreyta sig og eru áhugasamir beðnir um að senda upplýsingar á rnb@simnet.is eða jayharden1@yahoo.com. Skylda er að senda mp3-prufulög með póstunum, aðeins er beðið um umsóknir frá þeim sem er full alvara. ■ TROMMULEIKARINN Erik Qvick, Ásgeir Ásgeirsson og Thomas Markusson spila í Café Kulture í kvöld. Þrír djassarar Þeir Erik Qvick trommuleikari og Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari eru íslenskum djassáhugamönn- um að góðu kunnir, bæði sem meðlimir í orgeltríóinu B3 og fyr- ir leik sinn með hinum og þessum djasshljómsveitum síðustu miss- erin. Í síðasta mánuði kom hingað til lands sænski kontrabassaleikar- inn Thomas Markusson og héldu þeir þrír þá tónleika undir nafni Erik Qvick tríó. Nú er Thomas kominn aftur og ætla þeir þremenningarnir að halda í svolitla tónleikaferð um landið. Að þessu sinni kalla þeir sig MÁQ tríó, eða Markusson/- Ásgeirsson/Qvick tríó. Fyrstu tónleikar þeirra verða í kvöld á Caffé Kúltúre, sem er í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu. Á morgun verða þeir svo komnir til Húsavíkur þar sem þeir spila á Gamla bauk. Sautjánda og átjánda júní verða þeir síðan með tónleika við Mývatn. ■ Í SVÖRTUM FÖTUM Piltarnir Í svörtum fötum fá líklegast tæki- færi til þess að spreyta sig fyrir framan út- sendara frá Universal í Bandaríkjunum. TÓNLIST ÁHEYRNARPRUFUR ■ Plötufyrirtækið Universal stendur fyrir áheyrnaprufum á Broadway síðar í mánuðin- um í samstarfi við Shockwave og FM957. Sex nýjar íslenskar stuttmyndirvoru á dagskrá opnunarsýningar Heilmilda- og stuttmyndahátíðar- innar í Reykjavík sem hófst á fimmtudag og lauk í gær. Spennan á opnunarsýningunni varð óhjá- kvæmilega mest í kringum mynd Jóns Karls Helgasonar, Móðan, en myndin var vart byrjuð að rúlla þegar hún hvarf af tjaldinu. Jón hafði lokið við gerð hennar fyrr um daginn og tæknin lék hann eitt- hvað grátt og eftir ítrekaðar til- raunir til þess að koma mynd- inni á tjaldið sem fólust með- al annars í því að leikstjór- inn sjálfur brá sér í sýn- ingarklefann gáfust menn upp og b o ð s g e s t i r urðu af Móðunni sem fór býsna vel af stað og lof- aði góðu. Myndin er 15 mínútna löng og gerist á þvottaplani bensín- stöðvarklukkan 6 að morgni þegar óvænt kynni takast með f l u g f r e y j u n n i Örnu og örygg- i s v e r ð i n u m Agli. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.