Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 1
▲ SÍÐA 25 Fjögurra stiga forysta Fylkis ● tímaritið áhrif er komið út Árni Einarsson: ▲ SÍÐA 20 Tekur á vímuefna- málum og forvörnum Fjallkonan: ▲ SÍÐA 34 Fjölbreytni í fjölmenningarsamfélagi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MIÐVIKUDAGUR ÍA MÆTIR FH Þrír leikir verða í Landsbankadeild karla. Klukkan 19.15 tekur Grindavík á móti KR og KA sækir Fram heim. Klukkan 20 mætast ÍA og FH DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA SKÚRIR Fremur skýjað og hætt við skúrum mjög víða síst þó með suður- ströndinni. Hæglætisveður og fremur milt. Sjá síðu 6. 16. júní 2004 – 162. tölublað – 4. árgangur LANGT Á EFTIR ÁÆTLUN Ríki heims eru svo fjarri markmiðum sínum um að draga úr fá- tækt að það tekur sennilega eina og hálfa öld að ná markmiðum sem menn höfðu sett sér að ná í Afríku fyrir árið 2015. Sjá síðu 4 STEFNIR Í GJALDÞROT Rekstur Leigjendasamtakanna stefnir nú í þrot. Þau fá einungis eina milljón króna í ár frá hinu opinbera. Annað rekstrarfé hafa þau ekki. Sjá síðu 2 BYGGJA Á VESTURBAKKANUM Ísraelsk stjórnvöld eru að skoða möguleika á byggingu nokkur þúsund íbúða landtöku- manna á Vesturbakkanum. Þar með virðast áhyggjur Palestínumanna ekki hafa verið ástæðulausar. Sjá síðu 2 VERÐ HLUTBRÉFA HÁTT Greiningar- deild Landsbankans telur verð hlutabréfa hátt um þessar mundir. Bjartsýni ríki á markaði og ekki sé líklegt að verð lækki, í bráð að minnsta kosti. Sjá síðu 6 KAST KRINGLU Opið til í kvöld21 16. - 20. júní Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 VIÐSKIPTI Markaðsverðmæti KB banka hélt áfram að hækka í gær og hefur nú hækkað um 26 milljarða á tveimur dögum. Hlutabréfin hækk- uðu um 3,29 prósent í gær en eftir kaup KB banka á danska bankanum FIH hækkuðu bréfin um 12,5 pró- sent. Markaðsvirði KB banka er nú tæpir 180 milljarðar króna. Kaupin í Danmörku vekja at- hygli víða um heim. Frétt um við- skiptin hefur birst í stórblöðum fjármálaheimsins svo sem Wall Street Journal og Financial Times. Financial Times segir kaupin hafa komið markaðsaðil- um á Norðurlöndum á óvart. Fyr- irfram hafi verið búist við að sænskir stórbankar keyptu banka sem horft hafi verið til sem eins af girnilegustu kostunum meðal danskra banka. KB banki keppti við Nordea og SEB-bankann um kaupin, auk Landsbankans. Financial Times segir ýmsa hafa efasemdir um að KB banki geti aflað fjár til kaupanna. Haft er eftir Sigurði Einarssyni, stjórn- arformanni KB banka, að hann telji nokkuð víst að hlutafjárútboð gangi vel. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur stórbankinn Deutsche Bank lýst áhuga á að sölutryggja útboðið. Því fylgir kostnaður og forysta KB banka telur ólíklegt að þörf sé á slíkri sölutryggingu. Sjá nánar síðu 16 og 17. Kaup KB banka vekja athygli: Deutsche Bank vill tryggja hlutafjárútboð KARZAI Í HVÍTA HÚSINU Hamid Karzai, forseti Íraks, fundaði með George Bush, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í gær á sama tíma og tvær olíuleiðslur í Írak voru sprengdar. Við það helmingaðist það olíumagn sem hægt er að flytja úr landi í Suður-Írak. Eftir fundinn sagði Bush að Saddam Hussein yrði framseldur til nýrrar stjórnar Íraks. Sjá nánar síðu 12. Hóta starfsfólki lífláti og líkamsmeiðingum Tveir menn sem segjast vera Hvítrússar og hafa beðið um pólitískt hæli hér á landi hafa haft uppi alvarlegar hótanir í garð starfsmanna Félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ. ● skautbúningurinn þykir fara þeldökkum konum vel Stefán SturlaL ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Losaði sig við kreditkortið ● fjármál ● matur AP M YN D Landsbankadeild karla: ● fylkismenn unnu víkinga Þjóðhátíðarhöld: Góðviðri á stórafmæli ÞJÓÐHÁTÍÐ Í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá lýðveldisstofnun Íslands á morgun 17. júní ætlar þjóðhátíðarnefnd að gera sérstakt átak í skreytingum og hvetur almenning til að skarta þjóðhátíð- arbúningi í tilefni dagsins og flagga við heimili sín og fyrir- tæki. Þá eru verslunareigendur í Reykjavík hvattir til að skreyta glugga verslana sinna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta skilið pollagallana eftir heima þegar þeir halda upp á dag- inn því búist er við hlýju og björtu veðri. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni er gert ráð fyrir hæglætis vindi og hita á bil- inu 11–17 stig sunnanlands. Aust- anlands og norðan má hins vegar gera ráð fyrir stöku skúrum en mestmegnis verður þó bjart. ■ FLÓTTAMENN Tveir pólitískir flótta- menn sem beðið hafa um hæli hér á landi hafa haft uppi alvarlegar hótanir við starfsfólk Félagsþjón- ustunnar í Reykjanesbæ sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Þeir hafa hótað starfsfólki líkamsmeiðingum og jafnvel líf- láti. Þá hafa þeir að auki hótað hungurverkfalli og að svipta sjálfa sig lífi. Mennirnir komu til landsins með Norrænu í byrjun mánaðar- ins og gáfu sig fram við lögregl- una á Akureyri. Fátítt er að slík mál komi upp á Akureyri og voru mennirnir sendir til Reykjanes- bæjar þar sem félagsþjónusta bæjarins hefur samning við Út- lendingastofnun um umsjá hælis- leitenda. Mennirnir segjast vera frá Hvíta-Rússlandi en þeir komu hingað til lands á litháískum vegabréfum sem þeir segja fölsuð. Lögreglan í Keflavík rann- sakar nú uppruna mannanna þar sem þær upplýsingar þurfa að liggja fyrir áður en Útlendinga- stofnun getur tekið málið til með- ferðar. Heimildir segja mennina vera ósátta við meðferð hælisbeiðn- innar í kerfinu og láta það bitna á starfsfólki félagsþjónustunnar með slíkum hætti að starfsfólkinu stendur ekki á sama og er í stök- ustu vandræðum með þá. Hælis- leitendur sem eru í umsjá félags- þjónustunnar eru ekki í neinni sérstakri gæslu á meðan þeir bíða þess að mál þeirra fái meðferð. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, staðfesti við Fréttablaðið í gær að menn- irnir tveir væru í umsjá Félags- þjónustunnar í Reykjanesbæ og að beðið væri eftir upplýsingum um uppruna þeirra áður en hægt væri að taka mál þeirra til með- ferðar. hrs@frettabladid.is Vigdís Finnbogadóttir: Hefði nýtt málskotsrétt MÁLSKOT Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti Íslands, telur að frekar hefði átt að vísa frumvarpi um Kára- hnjúkavirkjun til þjóðarat- kvæðagreiðslu en fjölmiðla- frumvarpinu. Þetta segir Ómar Ragnars- son í bók sinni Kárahnjúkar – með og á móti. Þar hefur hann eftir Vigdísi að hún hefði ekki skrifað undir lög um lög- leiðingu dauðarefsingar eða afsal á landi, en hvort tveggja er þetta óaft- urkræft. Í bókinni segir meðal ann- ars: „Það liggur ljóst fyrir að Vigdís hefði ekki undirritað frumvarp um Kárahnjúkavirkjun hefði það verið lagt fyrir hana sem forseta. Þetta hefur hún nú staðfest“. ■ VIGDÍS FINN- BOGADÓTTIR, Hefði skotið Kára- hnjúka-virkjun til þjóðarinnar frekar en fjölmiðlafrumvarpinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.