Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 12
16. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR F í t o n / S Í A F I 0 0 9 4 2 6 Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is Kaffikonan góðkunna, Aðalheiður Héðinsdóttir, tvínónar ekki við hlutina þegar hún töfrar svipstundu fram þennan frábæra smárétt handa vinum og vandamönnum. Bragðmikill og ilmandi kaffibolli á eftir er síðan alveg ómissandi. Töfrandi smáréttur Carpaccio Fyrir 4. 300 g lambahryggvöðvi, fitulaus 2 fíkjur 1 búnt graslaukur 2 msk. kasjúhnetur 1 dl olíuolía 1 msk. hvítvínsedik salt og pipar Steikið lambahryggvöðvann á þurri pönnu við háan hita í u.þ.b. 11/2 mínútu á hvorri hlið. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og raðið á fat. Skreytið með fíkjum, berið fram með hnetusósunni og smá klettasalati og graslauk ... frábært sem forréttur eða smáréttur. Hnetusósa Kasjú hnetuolía og edik, blandað í matvinnsluvél og kryddað lítillega með salti og pipar. - fyrir vini og vandamenn Fíkniefnasali í Þorlákshöfn hefur játað sölu: Talinn hafa selt tugi gramma á viku RANNSÓKN Rannsókn á máli 22 ára manns, sem handtekinn var í Þor- lákshöfn um hádegi á föstudaginn í síðustu viku, er enn í fullu gangi. Maðurinn hefur játað töluverða sölu fíkniefna. Hann býr hjá afa sínum og ömmu og fundust á heim- ilinu riffill, haglabyssa, loftskot- vopn, fíkniefni, axir, hnífar og þýfi. Maðurinn var í haldi lögregl- unnar í sólarhring en ekki var talin þörf á fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum og var honum því sleppt upp úr hádegi á laugardag að yfirheyrslum loknum. Rann- sókn lögreglu beinist meðal annars að því að tengja þýfið sem fannst hjá manninum við óupplýst inn- brot. Talið er að þýfið, sem var nokkuð mikið, hafi verið greiðslur fyrir fíkniefni. En maðurinn hefur játað sölu á amfetamíni. Lögregla telur að sala mannsins hafi staðið í um eitt ár og er horft til að hann hafi selt nokkra tugi gramma af amfetamíni vikulega á þeim tíma. Þá er einnig verið að rannsaka hvort að fleiri en maðurinn tengist málinu. Heima hjá manninum fundust nokkur grömm sem klár- lega er amfetamín. Einnig fannst mikið af svokölluðu íblöndunar- efni en þau hafa verið send til rannsóknar til að sjá hvort fíkni- efnum hafi þegar verið blandað í þau. ■ FÍKNIEFNI Mikið magn af hvítum efnum sem fundust á heimili mannsins. Efnin eru talin vera íblöndunarefni en voru send til greiningar til að ganga úr skugga um að þau séu ekki blönduð fíkniefnum. JÓHANNES PÁLL PÁFI Rannsóknin var gerð að tilstuðlan Jóhannesar Páls páfa II sem vildi fá á hreint með hvaða hætti kirkjan hefði brotið af sér í sögunni. Rannsóknarréttur kirkjunnar var ekki svo slæmur: Færri brenndir á báli en talið var VATÍKANIÐ, AP Það voru ekki nærri því jafn margir pyntaðir til játninga og brenndir á báli fyrir galdra og flestir hafa löngum talið. Þetta segja sagn- fræðingar sem fóru yfir skjöl Vatíkansins til að meta út- breiðslu mannréttindabrota í tíð rannsóknarréttarins og hversu stóran hluta þess mætti rekja til kirkjunnar manna. Rannsóknin var gerð að til- stuðlan Jóhannesar Páls páfa II, sem vildi fá á hreint með hvaða hætti kirkjan hefði brot- ið af sér í sögunni. Rannsóknar- réttur kirkjunnar barðist af hörku gegn hvers kyns villutrú og kenningum sem gengu gegn viðurkenndum boðskap kirkj- unnar. Rannsóknin nær yfir skjöl frá því á 13. öld og fram á þá 19. Kirkjunnar menn segja nið- urstöðurnar sýna fram á að þvert á hugmyndir manna hafi kirkjan ekki beitt pyntingum og aftökum í miklum mæli. Spánn var tekinn sem dæmi, en þar hafi verið réttað í máli 125.000 meintra villutrúarmanna en að- eins um eitt prósent þeirra, um það bil 1.250 manns, tekið af lífi. Stór hluti galdrabrenna hafi verið framkvæmdur af borgaralegum yfirvöldum. ■ FLETT Í SKÝRSLUNNI Kirkjunnar menn segja úttektina sýna að miðaldakirkjan hafi ekki verið jafn slæm og af er látið. BAGDAD, AP Íraskir ráðamenn vonast til þess að Saddam Hussein og samverkamenn hans fyrir inn- rásina í Írak verði ákærðir áður en bráðabirgðastjórn Íraks tekur við völdum þann 30. þessa mánað- ar. Þeir gera einnig ráð fyrir að Bandaríkjamenn afhendi þeim Saddam á næstu tveim vikum. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði að Saddam yrði afhentur Írökum á viðeigandi tíma en neitaði að segja hvenær það kynni að vera. Eitt af því sem Bandaríkjamenn líta til er mat þeirra á því hversu vel Írakar geti treyst öryggis- gæslu þar sem Saddam verður haldið. „Ég geri ráð fyrir að það verði gefnar út handtökuskipanir á hendur Saddam Hussein og ann- arra háttsettra embættismanna á næstu tveimur vikum,“ sagði Salem Chalabi, sem hefur yfir- umsjón með undirbúningi að réttarhöldum yfir fyrrverandi ráðamönnum fyrir ódæðisverk sem þeir fyrirskipuðu í stjórnar- tíð sinni. Hvorttveggja Írakar og Banda- ríkjamenn hafa lýst áhuga á því að Írakar rétti yfir Saddam. Erfið- lega hefur gengið að setja upp dómstól til þess og fimm dómarar sem hafa verið taldir líklegir til að sitja í honum hafa verið myrtir. ■ Óvíst hvenær Bandaríkjaher lætur Saddam Hussein af hendi: Írakar vilja Saddam í eigin hendur SADDAM HUSSEIN Erfiðlega hefur gengið að koma á fót dómstól til að rétta yfir Saddam. Fimm dómarar sem þóttu líklegir til að sitja í honum hafa verið myrtir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.