Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 20
Það er einfalt að spara Góður kunningi minn sagðist ekki með nokkru móti geta sparað því hann ætti aldrei neinn afgang. Ég tók undir með honum því ein ástæða þess að sparnaður misheppnast er að við ætlum að spara afganginn en það verður aldrei neinn af- gangur. Þess vegna á sparnaður að vera fyrsti útgjaldaliðurinn. Takið 10% af útborguðum laun- um um hver mánaðamót og leggið fyrir. Þetta geta allir því það finnur enginn fyrir því þó hann eyði 90% af laununum sínum í stað 100%. Prófið þetta strax um næstu mánaðamót og ég get næstum étið hatt minn upp á að þið finnið lítið fyrir sparnaðinum. Það er engin af- sökun að vera með lág laun og hægt er að hugga sig við að sá sem er með hærri laun þarf að spara hærri upphæð. Látið skuldir og önnur útgjöld ekki trufla ykkur því þessi 10% skip- ta ekki sköpum fyrir þá út- gjaldaliði eins og þeir þekkja sem hafa lesið pistlana. Það er hægt að spara meira án þess að finna nokkuð fyrir því. Takið 50% af öllum óvæntum tekjum og leggið fyrir. Þið getið svo eytt helmingnum í hvað sem er. Þetta er mjög auðvelt því í raun var þessi peningur ekki til hafi maður ekki átt von á honum. Ég get lofað ykkur því að það er fátt skemmtilegra en að spara peninga nema ef vera skyldi að eyða þeim. Um það ætla ég að fjalla í næsta pistli. Gleðilegt sumar, Ingólfur Hrafnkel Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Ef veskið er farið að íþyngja töskunni eða vasanum aðeins of mikið er um að gera að losa allt úr því og henda eins miklu og maður getur. Þú þarft ekki all- ar þessar gömlu kvittanir og bíómiða. Hentu þessu og þá verður lífið léttara. Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON, FÉLAGSFRÆÐINGUR OG LEIÐBEINANDI Á NÁMSKEIÐUM FJÁRMÁLA, SKRIFAR HUGLEIÐINGAR UM SPARNAÐ. Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13A, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni H im in n o g h a f/ 90 40 12 4 Vextir % 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* 50% afsláttur aflántökugjalditil 1. júlí Sumrin eru vinsæll tími til að gifta sig og giftingu fylgir hin hefðbundna steggjun eða gæsun. Mismunandi er hvað fólk gerir til að gleðja manneskjuna á síðasta degi hennar í frelsinu og veltur það allt á manneskjunni og fólk- inu í kringum hana. Við tókum sem dæmi dag í Laugardalnum fyrir fimm manna hóp. Þá er byrjað á að dressa gæs- ina eða stegginn upp. Síðan er farin línuskautaferð um Laugar- dalinn þar sem góðlátlegt grín er gert að þeim sem er að fara að ganga í það heilaga. Næst er hægt að halda litla, sæta lautarferð í Grasagarðinum og því næst halda í nudd og glæsilega baðstofu í Laugum Spa. Þar fær gæsin eða steggurinn sextíu mínútna heil- nudd og getur eftir það slappað af með vinum sínum í baðstofunni. Þar er hægt að fara í nuddpott, gufu og hvíldarherbergi svo eitt- hvað sé nefnt. Síðan fer hersingin heim að taka sig til og heldur síð- an á veitingastað og gæðir sér á einhverju gómsætu í tilefni dags- ins. Eftir matinn er tilvalið að kíkja á skemmtistað og enda kvöldið með trylltum dansi á ein- hverju af betri dansgólfum bæj- arins. Margir geta svo líka gæsað eða steggjað fyrir meiri eða minni pening en þetta er ein hugmynd. ■ Búningur gæsarinnar eða steggsins gæti litið svona út. Hægt er að láta stjana við stegginn eða gæsina í Laugum Spa. Gaman er að enda kvöldið á einhverjum af betri skemmtistöðum borgarinnar. Kostnaður við gæsun/steggjun Búningur fyrir gæsina/stegginn (íþróttagalli, grímubúningur eða annað) ....um 5.000 kr. Línuskautaferð um Laugardalinn (ef allir eiga línuskauta) ...............................................0 kr. Lautarferð í Grasagarðinum ........................................................................................ um 4.000 kr. Nudd fyrir gæsina/stegginn og baðstofa fyrir hina í Laugum Spa ....................... 19.000 kr. Tveir kassar af bjór ........................................................................................................ um 9.000 kr. Út að borða á veitingastað ...................................................................................... um 25.000 kr. 6 drykkir á barnum á mann ..................................................................................... um 24.000 kr. Leigubíll heim ................................................................................................................ um 8.000 kr. Samtals .......................................................................................................................... um 94.000 kr. Kostnaður á manninn (gæsin/steggurinn þarf auðvitað ekki að borga) um 23.500 kr. Sumarið er tími brúðkaupa: Steggja- og gæsapartí Laugardalurinn er fallegur og tilvalið að eyða deginum þar. Nú er með einföldum hætti hægt að sækja um námslán hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna í Einkabanka Landsbankans. Er það liður í þjónustu sem Lands- bankinn býður námsmönnum. Allir Námufélagar geta fengið framfærslulán gegn framvísun lánsáætlunar frá LÍN. Námsmenn fá mun hagstæðari kjör heldur en á almennum yfirdráttarlánum. Námsmenn geta fengið eigin þjónustufulltrúa sem sér um að hækka lánið eftir því sem líða tek- ur á önnina – mánaðarlega eða sjaldnar – allt eftir óskum hvers og eins. Hámarksupphæð miðast við 100% af lánsáætlun LÍN og þú greiðir einungis vexti af skulda- stöðu hvern dag. Ef sækja á um námslán skráir maður sig inn í Einkabankann og velur þar tengilinn „Umsókn“ undir liðnum „LÍN“. Þá opnast nýr gluggi með umsóknareyðu- blaði, sem sótt er á læst vefsvæði LÍN. Með því að sækja umsóknina í gegnum Einkabankann er notandi þegar í stað auðkenndur og gerir því umsóknina hvort tveggja ein- faldari og öruggari. Námsmenn geta lokið fullgildri umsókn á vefnum með þessum hætti og þannig sparað sér sporin. Athugið að sækja þarf sérstak- lega um námslán fyrir hvert skólaár frá LÍN. Hver umsókn gildir til loka misseris og verður að hafa borist fyrir: 30. septem- ber vegna aðstoðar til áramóta, 31. janúar vegna aðstoðar eftir áramót fram að sumri, 31. maí 2005 vegna sumarlána. Allar nánari upplýsingar um námsmannaþjónustu Landsbank- ans veita þjónustufulltrúar í úti- búum Landsbankans og í Þjón- ustuveri í síma 560 6000. ■ Námslán: Hægt að sækja um í Landsbankanum Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.