Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 21
3MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2004 „Lífsgæðakapphlaupið er kapp- hlaupið um hamingjuna og hún er huglæg en ekki peningaleg eða spurning um eignastöðu,“ segir Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari og fulltrúi á markaðs- og skemmtisviði Broadway, en hann á eitt sparnaðarráð sem hann telur að henti öllum. „Við tókum þá ákvörðun fyrir fimm árum að vera ekki með kreditkort og borga niður yfirdráttinn og erum að ná endum saman eftir raðgreiðslusukkið. Það var mjög erfitt fyrst að sleppa kortinu því við þurftum að skera niður í allri neyslu en það var átak sem við sjáum ekki eftir núna. Ég er sannfærður um að þetta sé fyrsta skrefið í bestu sparnaðar- leið fjölskyldunnar og ef litið er á vaxtatölur skilar það langmestum arði að hætta að taka lán á kredit- kort eða yfirdrátt. Við fjölskyldan erum ekki eins og Davíð Oddsson og eigum ekki 400.000 inni í banka þannig að mánaðarlaunin verða að duga til að borga það sem þarf að borga. Við vonum samt að áður en við deyjum verðum við svo rík að við getum átt 400.000 kall til að taka út þegar við þurfum að mót- mæla einhverju og haft þannig veruleg áhrif á peningastöðu bankastofnana.“ ■ Hvað kostar… …fyrsta eldhúsið? Þegar fólk byrjar að búa þarf að huga að ýmsu, meðal annars því að eldhúsið sé búið réttum munum til að hægt sé að h a l d a heimili . M a r g i r ættingjar eru örlátir á aldraðan eldhúsvarn- ing sinn og flestir stofna heimili klyfjaðir teskeiðum að heiman en alls ekki allir. Það er því ótrú- legt hvers er hægt að sakna úr eldhúsi ef maður er vanur því að alltaf sé allt til og má nefna potta- leppa og sleif- ar. Á óvart kom hversu góðar vörur er hægt að fá á lágu verði og sér- staklega er mælt með startbox- inu frá I K E A s e m i n n i - heldur t v o p o t t a , e i n a p ö n n u , sigti, hnífa, mæliskeiðar, rfjárn, skurðarbretti, upptak- ara, sleifar og öll grundvallaráhöld til eldamennsku. Í þess- ari úttekt er gert ráð fyrir að hægt sé að búa og lifa við þær e l d h ú s a ð s t æ ð u r sem boðið er upp á, rista brauð, drekka te og þess háttar. Einnig er gert ráð fyrir að hægt sé að bjóða sex manns í mat á nýja heimil- ið og elda eitt- hvað sem má vera mjög ódýrt en þarfnast samt einhvers konar eldamennsku og því er töfrasprotanum slegið með í grundvallarpakkann sem alls- herjar matvinnslutæki. Gert var ráð fyrir að vaska upp og taka til í eldhúsinu eftir matarboðið enda ekki gott að byrja búskap á því að fresta uppvaskinu. ■ Startbox frá IKEA ............................ 8.900 kr. Brauðrist ........................................... 2.990 kr. Hraðsuðuketill ................................ 1.990 kr. Töfrasproti ........................................ 9.900 kr. Tvær tekönnur .....................................120 kr. Matarstell fyrir sex ......................... 2.490 kr. Hnífaparasett fyrir sex ...................... 690 kr. Glerkanna fyrir vatn .......................... 690 kr. Sex vatnsglös ...................................... 490 kr. Sex vínglös .......................................... 490 kr. Sex espressóbollar ......................... 1.170 kr. Sex bolla espressókanna ................ 790 kr. Tveir ofndiskar .................................... 490 kr. Ofnhanski ............................................ 235 kr. Sex diskamottur ................................. 360 kr. Servíettur .............................................. 295 kr. Uppþvottagrind .................................. 490 kr. Uppþvottabursti ................................... 50 kr. Tvö viskustykki ................................... 500 kr. Borðtuska ............................................... 75 kr. Gúmmíhanskar ..................................... 75 kr. Samtals: ....................................... 33. 280 kr. Sparnaðarráð: Að losa sig við kreditkortið Stefán Sturla og fjölskylda ákváðu að losa sig við kreditkortið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.