Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 23
Tómatuppskriftir: Innihalda bragðaukandi efni 5MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2004 Ferskir ávaxtadrykkir eru ágætt mótvægi við allan bjórinn sem fylgir fótboltanum. Hér eru tvær uppskriftir sem kalla fram það besta í þeim sem nenna að gera al- mennilega kokkteila! En ef fólk vill spara sér vinnuna eru barþjónar á veitingastöð- um á borð við Hverfisbarinn, Thorvaldsen, Sólon og Vegamót tilbúnir í slaginn. [ FERSKIR SUMARDRYKKIR ] Finlandia Pineapple 3 cl Finlandia mynta hrásykur ananaskurl 3 cl ananassafi lime —hrist með klaka og síað— mulinn ís Finlandia Strawberry 3 cl Finlandia 1 stk. jarðarber 3 bátar lime mynta 3 cl jarðarberjaliíkjör hrásykur —hrist með klaka og síað— mulinn ís soda/sprite FRÁ ÁRINU 1878 hefur Stowells sérhæft sig í því að finna einstök vín sem endurspegla einkenni hvers vín- gerðarlands en Stowells of Chelsea er eitt öflugasta vín- fyrirtæki heims og framleiðir vín í 10 þjóðlöndum. Hér á landi fást fjölmargar gerðir vína frá Stowells og hafa kassavínin sérstaklega verið vinsæl. Stowells Vin du Pays du Gard er franskt vín, Miðjarðarhafslegt í stíl með þroskuðum og sólríkum ávöxtum. Létt og með mildri endingu. Vínið þolir smá kælingu og er tilvalið með létt- ari réttum. Hentar vel með kjötréttum, ostum og paté. Hefur verið lækkað um 200 kr. á grilldögum. STOWELLS: Miðjarðarhafslegt í stíl Vín með grillmatnum MARRONE MOSCATO D´ASTI frá Gian Piero Marrone í héraðinu Piedmonte nyrst á Ítalíu er létt og freyðandi vín, tilvalið eftirrétta- vín en villandi er að flokka það sem freyðivín eins og hið ítalska spumante. Moscato hentar vel með kökum, eftirréttum eða bara eitt og sér. Afar gott sem fordrykkur, vín í brúðkaup og móttökur. Það hefur lágt alkóhólmagn, er ljúffengt með góða mýkt í bragði, óviðjafnanlega blómaangan og mjög fínar bólur sem gera það að verkum að vínið er örlítið freyðandi. Best er að drekka þetta vín ungt en vínið er látið gerjast í stáltönkum. Til að viðhalda fersk- leika og angan vínsins er það geymt í hitastýrðum kerjum þang- að til það er sett á flöskur. Versti óvinur Moscato-vína er að geyma þau í hita, best er að geyma flöskurnar á vel kældum stað og varðar fyrir miklu ljósi. Best er að drekka vínið við 6-7˚. Verð í Vínbúðum 790 kr. Marrone Moscato d´Asti: Létt og freyðandi BLUSH EÐA ROÐAVÍN hafa lengi notið mikilla vinsælda, sér- staklega sem samkvæmisvín. Cypress White Zinfandel er úr zin- fandel-þrúgunni sem er óvenjulegt fyrir ljóst vín en vínið hefur ferskleika hvítvíns, karakter rauðvíns og lífleika rósavíns. Fallega laxableikt að lit með ilm af jarðarberjum og rifsberjum. Aðeins freyðandi með vott af sætu. Í eftirbragði er skemmtileg sýra sem gerir það að verkum að vínið er ekki bara gott til drykkjar eitt og sér heldur fer ljómandi vel með grilluðum fiski og þá sérstak- lega laxi. Einnig koma ýmiss konar salöt vel til greina, þá gjarn- an með furuhnetum, sólþurrkuðum tómötum og grilluðum laxi. Kynningarverð á grilldögum í Vínbúðum 890 kr. Cypress White Zinfandel: Ljómandi með laxi Vín með grillmatnum Veisluvín Íslensk tómatsúpa 1 íslensk gulrót (ef til er, annars 1 appel- sínugul íslensk paprika, lítil) 1 gul íslensk paprika, lítil 25 g íslenskt smjör 800 g íslenskir tómatar, vel þroskaðir 2 tsk. ferskt íslenskt timjan, saxað 1 tsk. ferskt íslenskt rósmarín, saxað nýmalaður pipar salt 3/4 l íslenskt vatn 2-3 msk. íslenskur graslaukur, saxaður íslenskur fetaostur til að setja út í Gulrótin og paprikan skornar í litla ten- inga. Smjörið brætt í potti og gulrót og paprika látnar krauma í því við fremur vægan hita í nokkrar mínútur. Tómatarnir saxaðir og settir út í ásamt kryddjurtum, nokkuð miklum pipar og salti. Hitað að suðu og látið malla við hægan hita í 25-30 mínútur. Þá er súpan smökkuð til og söxuðum graslauk dreift yfir. Tekin af hitanum og látin standa 1-2 mínútur en síðan borin fram ásamt fetaosti, sem hver og einn setur út í eftir smekk. Lykilatriði til að súpan verði góð er að tómatarnir séu vel þroskaðir og rauðir og að notaður sé mikill pipar til að krydda hana. Tómatsalat 4 tómatar, sneiddir hálfur rauðlaukur, smátt saxaður 1 msk. ólífuolía hálf msk. balsamedik salt og pipar Tómötunum er raðað á fat og stráð yfir þá lauknum, olíunni, edikinu og kryddað til. Passar sérstaklega vel með grillmat eða ristuðu brauði. Hægsteiktir tómatar með mozzarellu 12 fallega rauðir tómatar bréf ferskt timían eða oreganó 3-4 ferskar mozzarellukúlur salt og pipar ólífuolía Skerið tómatana í tvennt, þvert á kjötið. Dreifið timíani á pönnu, hellið ólífuolíu yfir, salti og pipar. Setjið vægan hita undir pönnuna Raðið tómötunum á hana með hýðið nið- ur og kryddið þá með salti og pipar. Leyfið þeim að steikjast á annarri hliðinni í um 30-40 mínútur. Hitinn má ekki vera það mikill að kryddjurtirnar brenni. Þegar tómatarnir eru tilbúnir skerið þá ost- inn í hæfilega þykkar sneiðar, setjið þær ofan á tómatana og kryddið með pipar. Einnig er hægt að nota olíuna sem til fellur af pönnunni og setja yfir tómatana. Gott er að bera þennan rétt fram með fiski eða kjúklingi eða bara einan og sér. Varla þarf að bera sósu fram með þeim rétt. Tómatar eru bragðmestir ef þeir fá að þroskast á plöntunni og ekki síst ef þeir eru ræktaðir úti undir berum himni í mikilli sól. Bragð tómatanna breytist töluvert við eldun og verður sætara og mildara. Tómatar eru frábærir í samansoðna rétti þar sem þeir draga mjög auðveldlega fram bragð annars hráefnis auk þess sem þeir innihalda sitt eigið bragðaukandi efni. Þar sem tómathýðið er ómeltanlegt og nokkuð seigt reynist oft nauðsynlegt að af- hýða tómata fyrir matreiðslu. Auðveldasta aðferðin til að ná hýðinu af er að bregða tómötunum fyrst í sjóðandi vatn og svo í kalt vatn. Við sósugerð er óþarfi að afhýða tómatana, auðveldara er að sjóða þá í sós- una, merja þá, sjóða áfram og sía svo sós- una ef hún á að vera örðulaus. Algengustu sósurnar eru auðvitað tómatsósan, sem er alveg örðulaus, pitsu- og pastasósur eru minna síaðar og að lokum er það salsasósan sem er ekkert síuð. Næringargildi niðursoðinna tómatvara er eitthvað skert miðað við ferskt hráefni auk þess sem ýmiss konar viðbótarefnum er oft blandað saman við, til dæmis sykri, salti og jafnvel rot- og þráavarnarefnum. Eftir suðu má frysta tómata bæði í heilu lagi og sem mauk. Hér á eftir fara uppskriftir að gómsæt- um tómatréttum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.