Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 32
„Að allt gangi að óskum. Ég held að það sé ekki hægt að óska sér neins annars.“ Ólafur Már Svavarsson, liðsmaður Iceguys. Forvarnir hafa tekið stakkaskiptum Þennan dag árið 1914 kynntist James Joyce, sem þá var ungur rit- höfundur í Dublin á Írlandi, henni Noru sinni, sem hann síðar gekk að eiga. Nora var lífsglöð stúlka, en lítt menntuð og með afar takmarkaðan áhuga á bókmenntum. Þetta sama ár kom út smásagna- safn hans, The Dubliners, og árið eftir kom síðan út skáldsagan Portrait of the Artist as a Young Man, sem færði höfundinum frægð og nokkurn frama. Joyce sannfærði Noru um að fly- tja til Evrópu með sér. Þau settust að í Trieste á Ítalíu, þar sem þeim fæddust tvö börn. Síðar fluttu þau til Zürich í Sviss. Árið 1918 byrjaði Joyce að skrifa byltingarkennda skáldsögu, Ulysses eða Ódysseif, sem hann lét gerast þann 16. júní árið 1904, sama dag og þau Nora hittust fyrst. Þessi skáldsaga þótti ekki bara óvenjuleg að formi til, heldur fannst mörgum hún afskaplega dónaleg og þess vegna var hún árum saman bönnuð víða um heim. Áhugamenn um frumlegar bók- menntir hrifust hins vegar af sög- unni og Joyce eignaðist smám sam- an eldheita aðdáendur sem enn þann dag í dag halda upp á svo- nefndan Bloomsdag, sem nefndur er eftir söguhetjunni Leopold Bloom, þann 16. júní ár hvert. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1884 Fyrsti rússíbaninn í Bandaríkjun- um er tekinn í notkun á Coney Island. 1903 Ford-bílaverksmiðjurnar taka til starfa. 1952 Dagbók Önnu Frank kemur út í Bandaríkjunum. 1961 Ballettdansarinn Rudolf Nurejev flýr frá Sovétríkjunum. 1963 Valentina Teresjkova verður fyrsta konan til þess að fara út í geim. 1977 Leoníd Brésjnev er útnefndur forseti Sovétríkjanna. 2000 Fallist er á risasamruna símafyrir- tækjanna Bell Atlantic og GTE. JAMES JOYCE Enn í dag halda aðdáendur hans upp á svonefndan Bloomsdag ár hvert þann 16. júní. Joyce hittir Noru Þessi mynd frá dansleik Íslend- ingafélagsins í New York, sem var haldinn 18. júní 1954 á Hótel Piccadilly, barst Fréttablaðinu á dögunum. Myndin er í eigu Hafliða B. Kristinssonar en móðir hans heitin, Þórdís Lárusdóttur, var á þessum dansleik fyrir fimmtíu árum síðan og skemmti sér kon- unglega með hinum Íslending- unum. Á meðal þekktra andlita á dansleikunum var Magnús Blön- dal tónlistarmaður. ■ Íslendinga- dansleikur í New York 1954 ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ Aftast á myndinni, hægra megin við miðju og hallar undir flatt, situr Þórdís Lárusdóttir. Magnús Blöndal situr í smókingfötum við fremsta borð, þriðji maðurinn frá vinstri. 20 16. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR ■ ANDLÁT TUPAC SHAKUR Þessi öflugi rappari hefði orðið 33 ára í dag ef hann hefði ekki verið skotinn til bana fyrir nokkrum árum. 16. JÚNÍ [ EINA ÓSK ] ÓLAFUR MÁR SVAVARSSON Jón Sæmundur Auðarson listamaður er 38 ára í dag. Grétar Ólafsson læknir, Hvassaleiti 56, lést mánudaginn 14. júní. Ari Sigurbjörnsson, Einbúablá 44a, Egilsstöðum, lést föstudaginn 11. júní. Jón Ólafsson bóndi, Brautarholti, Kjalar- nesi, lést mánudaginn 14. júní. Björn Zophanias Ketilsson, skipstjóri og útgerðarmaður, lést föstudaginn 11. júní. 13.30 Guðmundur Ingimarsson húsa- smíðameistari, Leirubakka 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi. 13.30 Laufey Gottliebsdóttir, Dverga- bakka 32, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju. 15.00 Guðmundur Ágústsson hagfræð- ingur, Rekagranda 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. „Blaðið hefur komið út frá árinu 1994 og því er ætlað að vera vett- vangur umræðu um vímuefnamál og forvarnir,“ segir Árni Einars- son, framkvæmdastjóri Fræðslu- miðstöðvarinnar í fíknivörnum og ritstjóri Áhrifa. Tímaritið Áhrif kemur út í dag og segir Árni sérstaka áherslu vera lagða í því á forvarnir. „Við reynum jöfnum höndum að koma fram með upplýsingar og kynn- ingu á því sem er í gangi þessa dagana. Auk þess er blaðið vett- vangur skoðanaskipta um það sem er í gangi í málaflokknum.“ Útgáfan er samstarfsverkefni Bindindisfélags ökumanna og ÍUT en Fræðslumiðstöðin er út- gefandi. Árni segir efnisvalið fjöl- breytt en í þessu nýja tölublaði verður áhersla á áfengisauglýs- ingar auk þess sem fjallað verður um nýja tillögu um lækkun pró- millmarka við ölvunarakstur. „Það er komin fram sú hugmynd meðal þingmanna að lækka áfeng- ismörkin enn frekar og við tökum fyrir þá tillögu, eins er kynning á nýju forvarnarverkefni á vegum sveitarfélaganna, „Vertu til“.“ Reynslan hefur sýnt að tímarit- ið höfðar fyrst og fremst til þeirra sem vinna að þessum málaflokki og segir Árni hópinn vera breiðan og fjölbreyttan en hópurinn fer sí- fellt stækkandi og skiptir nú þús- undum. „Þetta er fræðilegt tíma- rit en einnig kemur inn fólk með hressandi skoðanir því við lítum ekki aðeins á þetta sem upplýs- ingamiðlun.“ Aðspurður um hvernig staðan á forvarnarstarfinu hér á Íslandi sé segir Árni svolítið erfitt að svara þeirri spurningu. „Að því er varðar forvarnarstarfið hefur sú jákvæða þróun orðið að mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra sem koma að forvörnum. Sveitar- félög og aðrar stofnanir eru farin að líta á þetta sem sjálfsagðan hlut. Dæmi um hóp sem hefur tek- ist að virkja er foreldrar sem fyrir fimmtán til 20 árum fannst þetta vera í verkahring skóla og lögreglu. Nú er meira hugað að umhverfi barnanna með liðstyrk foreldranna. Þarna er kominn hópur sem er farinn að líta á for- varnarstarf sem hluta af uppeldi barna sinna. Þá eru íþróttafélögin, framhaldsskólarnir, grunnskól- arnir og sveitafélögin einnig farin að setja sér reglur. Það má því segja að þátttaka og vitund al- mennings hafi tekið stakkaskipt- um.“ ■ ÚTGÁFA ÁHRIF ■ Tímaritið Áhrif er komið út. Tekur á vímuefnamálum og forvörnum. 16. JÚNÍ 1904 JAMES JOYCE ■ Rithöfundurinn kynnist Noru, tilvon- andi eiginkonu sinni, og gerir þennan dag síðar ódauðlegan í meistaraverki sínu Ódysseifi. ÁRNI EINARSSON Hann er ritstjóri Áhrifa, tímarits um vímuefnaforvarnir sem kemur út í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.